
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna
Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála.
Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála.
Þessi misserin eru börn í 10. bekk að ljúka grunnskólagöngu sinni, þar á meðal börn sem hafa ekki getað lesið sér til gagns.
Verið er að klæða veginn, sjáið verktakann
Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí á hverju ári söfnumst við saman, fögnum áfangasigrum verkalýðshreyfingarinnar og leggjum fram kröfur okkar til að móta framtíðarsýn um það samfélag sem við viljum byggja fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Í tilefni af Kvennaári 2025 munu konur taka yfir sviðið í baráttudagskrá stéttarfélaga um land allt.
Meginmarkmið með gerð orkuspáa er að meta orku- og aflþörf samfélagsins, til næstu ára og áratuga, sem getur síðan nýst við ákvörðunartöku um byggingu og tímasetningu nýrra orkuvera og innviða tengdum þeim.
Í kosningabaráttunni töluðu forystumenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins fjálglega um velferð, sjálfbærni og þjóðaröryggi. Nú blasir við óþægileg mynd: algjört stefnuleysi í landbúnaðarmálum og áhugaleysi gagnvart fæðuöryggi þjóðarinnar.
Vladímír Vladimírovitsj Pútín hefur verið í valdastöðu í Rússlandi frá árinu 1999, fyrst sem forsætisráðherra, síðan forseti, og á ný sem forsætisráðherra áður en hann tók aftur við forsetaembættinu.
Í dag er ár liðið frá því Alþingi samþykkti með þverpólitískri samstöðu þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu til ársins 2028. Í þingsályktuninni segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu sé alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja. Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu standi stjórnvöld vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfið og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á.
Um nokkurt skeið hefur andvarp stjórnmálamanna ómað. Þeir segjast hafa áttað sig á að skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti dugi ekki til að fylla upp í holurnar í vegunum. Landsmenn hafa keypt sparneytna bíla og borga minni skatta per haus eða bíl.
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um menntun kvenna og karla út frá gögnum Hagstofu Íslands.
Því hefur lengi verið haldið fram að það skipti máli hver séu við stjórnvölinn þegar horft er til þess hvernig samfélög virka, hvort lýðræði ríki og réttindi fólks séu virt og hvort jöfnuður og réttlæti sé til staðar. Í því samhengi hefur oft verið horft til þess hvernig samfélag og valdhafar koma fram við þau sem eru jaðarsett.
Ríkisstjórnin virðist hafa komið sér í bobba eða þó? Það er virðingarvert þegar stjórnmálamenn standa við gefin kosningaloforð. Það á að efna loforðið um auknar krókaveiðar, sem er samfélagslega af hinu góða.
Það er íslenskur sumardagur, sólin skín í heiði og endurkastar geislum sínum af hvítum sköflum fjallana sem umlykja þig. Þú ferðast inn gróinn dalinn, sveitabæir eru á stangli þar sem fjölskyldur starfa saman að því að fæða Íslendinga og eftir miðjum dalnum liðast á.
Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og fólksfjölgun forsenda þess að viðhalda samfélagi. Fæðingartíðni hefur enda verið mikið áhyggjuefni í nágrannalöndum okkar, en við höfðum lengi sérstöðu í þeim efnum. Nú er öldin önnur og fæðingartíðni á Íslandi í sögulegu lágmarki.
Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“.
Í dag er alþjóðlegur dagur leiðsöguhundsins. Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá um að úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan.
Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla.
Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt.
Það er freistandi að taka undir hugmyndir á borð við „hlustum á börnin“, „snemmtæk íhlutun“ eða „aukin virkni atvinnuleitenda“.
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna.
Yfir margra mánaða tímabil mátti Sólon Guðmundsson heitinn þola gróft og kerfisbundið einelti af hálfu samstarfsfélaga á vinnustað sínum Icelandair, sem og á vinnutengdum viðburðum. Að endingu gaf andleg heilsa sig sem endaði með því að Sólon tók sitt eigið líf.
Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur?
Flestir hafa heyrt af blóðmerahaldi eða séð myndir af þeirri hörmung, sem það er, í sjónvarpi. - Fæstir vita, að það eru eiðsvarðir dýralæknar, sem hafa heitið að verja, vernda og lækna dýrin, tryggja velferð þeirra í hvívetna, sem framkvæma blóðtökuna og bera þar með ábyrgð á þessari hörmulegu starfsemi, fyrir mér dýraníði, sem aðeins virðist vera leyfð á Íslandi í allri Evrópu.
Kæri heilbrigðisráðherra. Við stöndum frammi fyrir alvarlegri og vaxandi áskorun í geðheilbrigðismálum. Mikilvægum úrræðum er lokað, biðlistar lengjast, fólk fær í mörgum tilfellum ekki þjónustu fyrr en það er komið í mikinn vanda og heilbrigðisstarfsfólk vinnur við sífelldan niðurskurð og auknar kröfur.