Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nóg er af rafmagni á Suðurnesjum að sögn forstjóra HS Veitna og geta stofnanir og fyrirtæki haldið áfram starfsemi sinni og bætt rafmagnsofnum við sig. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna á sjötta tímanum. Leggja á nýja heitavatnslögn frá Svartsengi og eru framkvæmdir þegar hafnar.

Innlent

Eld­gosinu lokið

Veðurstofan hefur lýst því yfir að eldgosinu sem hófst við Sundhnúksgíg morguninn áttunda febrúar sé lokið.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Afar umfangsmikil framkvæmd við lagningu nýrrar hjáveitulagnar á Suðurnesjum er hafin eftir að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur í gær. Við förum yfir stöðu mála í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Staðan á kerfunum þokka­lega góð

Bæjarstjórar sveitarfélaga á Suðurnesjum koma saman til fundar í Reykjanesbæ um hádegisleytið og fara yfir stöðuna. Fundað verður reglulega í allan dag til að skipuleggja starfsemina og ákveða aðgerðir fyrir næstu daga.

Innlent

Ekki hægt að segja til um hve­nær heita vatnið kemur á

Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið.

Innlent

Börn vopnuð exi og hníf

Lögregla hafði í tvígang afskipti af hópum ungmenna í gærkvöldi vegna vopnaburðar. Einn var vopnaður exi og annar hníf. Forráðamenn voru látnir vita og börnin látin laus.

Innlent

„Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“

Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða.

Innlent

„Galgopaleg orð­ræða“ leiði sjaldnast til fram­kvæmdar

Geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á sakborningum í hryðjuverkamálinu svokallaða bar fyrir dómi í dag að geðlæknisfræðilega stafaði hætta af hvorugum þeirra. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning.“

Innlent

Faðm­lög og gleði­tár í Leifs­stöð eftir fimm ára að­skilnað

Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn.

Innlent

Segir fram­ferði SA til skammar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið.

Innlent

Hægt að fá hita­gjafa að láni

Íbúar á Reykjanesi sem eru í brýnni þörf á hitagjöfum geta fengið rafmagnsofna eða blásara að láni í húsnæði Brunavarna Suðurnesja þar sem aðgerðarstjórnin er til húsa.

Innlent

Gengur sorg­mæddur og dapur frá borði

Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Breiðfylking verkalýðsfélaga sleit kjarasamningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins á sjötta tímanum. Við förum yfir málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent