Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Jón Þór Stefánsson skrifar 18. febrúar 2025 14:01 Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur sem rennur út í dag. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um tvær líkamsárásir sætir gæsluvarðhaldi vegna þeirra en líka vegna ólöglegrar dvalar hans hér á landi. Önnur árásanna er sögð hafa verið tilefnislaus og ofsafengin. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur verið staðfestur af Landsrétti. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag, en ekki liggur fyrir hvort það verði framlengt. Fyrri árásin sem maðurinn er grunaður um er sögð hafa átt sér stað í lok ágústmánaðar. Fram kemur að maðurinn hafi dvalið hjá unnustu sinni í búsetuúrræði, en þar er hann grunaður um að hafa ráðist á konu í úrræðinu veitt henni áverka. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þá árás, en henni er ekki lýst nánar í úrskurðinum. Brotaþoli lá bólginn og blóðugur Seinni árásin mun hafa átt sér stað 1. febrúar síðastliðinn, en nokkrum dögum áður var manninum tilkynnt að íslensk stjórnvöld hygðust hlutast til um flutning hans frá landinu. Þá var honum gert að sinna tilkynningarskyldu á lögreglustöð alla virka daga næstu 28 daga. Maðurinn er sagður hafa sinnt tilkynningarskyldunni fyrstu þrjá dagana, en svo sagst ekki geta komist vegna veikinda og slæms veðurs. Daginn eftir var óskað eftir aðstoð lögreglu á dvalarstað mannsins. Þegar lögreglu bar að garði lýstu vitni því að maðurinn hefði gengið í skrokk á öðrum manni sem dvaldi þar líka. Hinn grunaði er sagður hafa verið sjáanlega undir áhrifum áfengis og hann hafi streist gríðarlega á móti handtöku. Fram kemur að föt mannsins og hendur hans hafi verið blóðugar. Á meðan hafi maðurinn sem varð fyrir meintri árás legið í herbergi sínu alblóðugur og bólginn í andlitinu. Umrætt herbergi hafi verið í rúst og ýmsir munir brotnir. Hinn grunaði var handtekinn samdægurs en sleppt að lokinni skýrslutöku daginn eftir. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagði árásarmanninn hafa ráðist á sig ítrekað með krepptum hnefa. Þá hafi hann kastað í hann þungum hlutum eins og rafmagnsofni og örbylgjuofni. Lögreglan rannsakaði vettvang tveimur dögum eftir árásina og lagði þá hald á brotinn og blóðugan örbylgjuofn, blóðuga fartölvu, blóðugan tréstól, skrifstofustól og rafmagnsofn. Líka grunaður um að ráðast á unnustuna Unnusta árásarmannsins tjáði lögreglu að hún hefði reynt að ganga á milli mannanna til að vernda þann sem varð fyrir árásinni frá árásarmanninum, en hann hafi þá lamið hana oft í höfuðið. Jafnframt óttaðist konan að hún væri puttabrotin. Tveimur dögum eftir árásina var maðurinn sem varð fyrir henni enn inniliggjandi á Landspítalanum, en fram kom að hann yrði það áfram næstu daga. Í úrskurðinum segir að hann sé margrifbrotinn og með brotið vinstra herðablað. Áætlað væri að hann yrði mænudeyfður vegna áverkanna og að hann myndi þurfa í aðgerð. Þar að auki væri hann mjög bólginn í framan. Vegna alvarleika árásarinnar, en líka vegna þess að hann er grunaður um að aðra árás og ólöglega dvöl hér á landi, og þar að auki vegna þess að hann hefur vanrækt tilkynningarskyldu að minnsta kosti einu sinni, var tekin ákvörðun um að handtaka hann á ný og fara fram á gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Að mati dómsins er hætta á því að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins myndi hann ganga laus, til að mynda með því að hafa áhrif á vitni. Þá væri hætta á því að hann myndi reyna að komast úr landi, eða komast undan málsókn með öðrum hætti. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur verið staðfestur af Landsrétti. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag, en ekki liggur fyrir hvort það verði framlengt. Fyrri árásin sem maðurinn er grunaður um er sögð hafa átt sér stað í lok ágústmánaðar. Fram kemur að maðurinn hafi dvalið hjá unnustu sinni í búsetuúrræði, en þar er hann grunaður um að hafa ráðist á konu í úrræðinu veitt henni áverka. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þá árás, en henni er ekki lýst nánar í úrskurðinum. Brotaþoli lá bólginn og blóðugur Seinni árásin mun hafa átt sér stað 1. febrúar síðastliðinn, en nokkrum dögum áður var manninum tilkynnt að íslensk stjórnvöld hygðust hlutast til um flutning hans frá landinu. Þá var honum gert að sinna tilkynningarskyldu á lögreglustöð alla virka daga næstu 28 daga. Maðurinn er sagður hafa sinnt tilkynningarskyldunni fyrstu þrjá dagana, en svo sagst ekki geta komist vegna veikinda og slæms veðurs. Daginn eftir var óskað eftir aðstoð lögreglu á dvalarstað mannsins. Þegar lögreglu bar að garði lýstu vitni því að maðurinn hefði gengið í skrokk á öðrum manni sem dvaldi þar líka. Hinn grunaði er sagður hafa verið sjáanlega undir áhrifum áfengis og hann hafi streist gríðarlega á móti handtöku. Fram kemur að föt mannsins og hendur hans hafi verið blóðugar. Á meðan hafi maðurinn sem varð fyrir meintri árás legið í herbergi sínu alblóðugur og bólginn í andlitinu. Umrætt herbergi hafi verið í rúst og ýmsir munir brotnir. Hinn grunaði var handtekinn samdægurs en sleppt að lokinni skýrslutöku daginn eftir. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagði árásarmanninn hafa ráðist á sig ítrekað með krepptum hnefa. Þá hafi hann kastað í hann þungum hlutum eins og rafmagnsofni og örbylgjuofni. Lögreglan rannsakaði vettvang tveimur dögum eftir árásina og lagði þá hald á brotinn og blóðugan örbylgjuofn, blóðuga fartölvu, blóðugan tréstól, skrifstofustól og rafmagnsofn. Líka grunaður um að ráðast á unnustuna Unnusta árásarmannsins tjáði lögreglu að hún hefði reynt að ganga á milli mannanna til að vernda þann sem varð fyrir árásinni frá árásarmanninum, en hann hafi þá lamið hana oft í höfuðið. Jafnframt óttaðist konan að hún væri puttabrotin. Tveimur dögum eftir árásina var maðurinn sem varð fyrir henni enn inniliggjandi á Landspítalanum, en fram kom að hann yrði það áfram næstu daga. Í úrskurðinum segir að hann sé margrifbrotinn og með brotið vinstra herðablað. Áætlað væri að hann yrði mænudeyfður vegna áverkanna og að hann myndi þurfa í aðgerð. Þar að auki væri hann mjög bólginn í framan. Vegna alvarleika árásarinnar, en líka vegna þess að hann er grunaður um að aðra árás og ólöglega dvöl hér á landi, og þar að auki vegna þess að hann hefur vanrækt tilkynningarskyldu að minnsta kosti einu sinni, var tekin ákvörðun um að handtaka hann á ný og fara fram á gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Að mati dómsins er hætta á því að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins myndi hann ganga laus, til að mynda með því að hafa áhrif á vitni. Þá væri hætta á því að hann myndi reyna að komast úr landi, eða komast undan málsókn með öðrum hætti.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira