Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla.
Margrét hefur áður gegnt varaformannsembætti sambandsins og situr sem varamaður í miðstjórn sambandsins. Margrét var kjörin formaður Félags íslenskra rafvirkja árið 2020, fyrst kvenna og gegndi því embætti í tvö ár.
Margrét lauk sveinsprófi í rafvirkjun árið 2017 og útskrifaðist sem meistari árið 2023. Hún kom að stofnun Félags Fagkvenna, sat í mörg ár sem formaður félagsins og síðar ritari og situr enn í stjórn sem stjórnarmaður. Hún hefur kennt raflagnir í Tækniskólanum samhliða öðrum störfum sínum.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, hætti sem formaður félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn eftir að hafa gegnt embættinu frá 2011. Í kjölfarið var boðað til aukaþings RSÍ þann 27. febrúar næstkomandi þar sem nýr formaður verður kosinn.