„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 20:02 Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla. Vísir/Bjarni Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn. Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins áttu fund með ríkissáttasemjara í dag um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar og stóð hann fram eftir degi. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Grunn, leik- og tónlistarskólakennarar og ríki og sveitarfélög hittust síðast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. Enn hefur enginn formlegur fundur verið boðaður. Verkföll fyrirhugðuð í 31 skóla Takist ekki að semja fyrir föstudaginn 21. febrúar hefjast ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og tímabundin einum tónlistarskóla. Ef ekki tekst að semja í kjaradeilunni við ríki og sveitarfélög fyrir 3. mars hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin í fjórum grunnskólum í Ölfusi, Hveragerði og á Akranesi. Þau standa til 21. mars. Ótímabundið verkfall hefur staðið í leikskóla Snæfellsbæjar síðan 1. febrúar. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um frekari verkföll í leikskólum og er búist við niðurstöðu á miðvikudag samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu. Fínt ef þau færu að semja Nemendur sem fréttastofa ræddi við í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir yfir mögulegum verkfallsaðgerðum þar. Þeir ræddu um að tafir gætu frestað útskrift og valdið því að önnin dragist um of á langinn. Nemandi vonar að samningar náist fyrir föstudag: Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif. Það væri voða fínt ef þau myndu ná að semja þá væru allir ánægðir. Nemendur haldi sínu striki Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla segir skólann í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Þegar sé búið að senda tölvupóst á starfsfólk og nemendur. Nemendur séu hvattir til þess að halda áfram að kíkja í kennslubækurnar komi til verkfalls. „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki. Við mælumst með að þau fylgi námsáætlun sem er gefin út í upphafi annar. Ef verkfallið dregst gætum við þurft að kenna eitthvað um helgar og í dymbilvikunni. Önnin gæti dregist fram á vorið,“ segir Ásta. Hún segir að ef verkfallið dragist á langinn geti það haft neikvæð áhrif. „Það er alltaf hætta á brottfalli nemenda. Við vonumst til að þetta leysist sem allra fyrst,“ segir Ásta. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Sjá meira
Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins áttu fund með ríkissáttasemjara í dag um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar og stóð hann fram eftir degi. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Grunn, leik- og tónlistarskólakennarar og ríki og sveitarfélög hittust síðast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. Enn hefur enginn formlegur fundur verið boðaður. Verkföll fyrirhugðuð í 31 skóla Takist ekki að semja fyrir föstudaginn 21. febrúar hefjast ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og tímabundin einum tónlistarskóla. Ef ekki tekst að semja í kjaradeilunni við ríki og sveitarfélög fyrir 3. mars hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin í fjórum grunnskólum í Ölfusi, Hveragerði og á Akranesi. Þau standa til 21. mars. Ótímabundið verkfall hefur staðið í leikskóla Snæfellsbæjar síðan 1. febrúar. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um frekari verkföll í leikskólum og er búist við niðurstöðu á miðvikudag samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu. Fínt ef þau færu að semja Nemendur sem fréttastofa ræddi við í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir yfir mögulegum verkfallsaðgerðum þar. Þeir ræddu um að tafir gætu frestað útskrift og valdið því að önnin dragist um of á langinn. Nemandi vonar að samningar náist fyrir föstudag: Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif. Það væri voða fínt ef þau myndu ná að semja þá væru allir ánægðir. Nemendur haldi sínu striki Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla segir skólann í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Þegar sé búið að senda tölvupóst á starfsfólk og nemendur. Nemendur séu hvattir til þess að halda áfram að kíkja í kennslubækurnar komi til verkfalls. „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki. Við mælumst með að þau fylgi námsáætlun sem er gefin út í upphafi annar. Ef verkfallið dregst gætum við þurft að kenna eitthvað um helgar og í dymbilvikunni. Önnin gæti dregist fram á vorið,“ segir Ásta. Hún segir að ef verkfallið dragist á langinn geti það haft neikvæð áhrif. „Það er alltaf hætta á brottfalli nemenda. Við vonumst til að þetta leysist sem allra fyrst,“ segir Ásta.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Sjá meira