„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 20:02 Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla. Vísir/Bjarni Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn. Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins áttu fund með ríkissáttasemjara í dag um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar og stóð hann fram eftir degi. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Grunn, leik- og tónlistarskólakennarar og ríki og sveitarfélög hittust síðast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. Enn hefur enginn formlegur fundur verið boðaður. Verkföll fyrirhugðuð í 31 skóla Takist ekki að semja fyrir föstudaginn 21. febrúar hefjast ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og tímabundin einum tónlistarskóla. Ef ekki tekst að semja í kjaradeilunni við ríki og sveitarfélög fyrir 3. mars hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin í fjórum grunnskólum í Ölfusi, Hveragerði og á Akranesi. Þau standa til 21. mars. Ótímabundið verkfall hefur staðið í leikskóla Snæfellsbæjar síðan 1. febrúar. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um frekari verkföll í leikskólum og er búist við niðurstöðu á miðvikudag samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu. Fínt ef þau færu að semja Nemendur sem fréttastofa ræddi við í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir yfir mögulegum verkfallsaðgerðum þar. Þeir ræddu um að tafir gætu frestað útskrift og valdið því að önnin dragist um of á langinn. Nemandi vonar að samningar náist fyrir föstudag: Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif. Það væri voða fínt ef þau myndu ná að semja þá væru allir ánægðir. Nemendur haldi sínu striki Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla segir skólann í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Þegar sé búið að senda tölvupóst á starfsfólk og nemendur. Nemendur séu hvattir til þess að halda áfram að kíkja í kennslubækurnar komi til verkfalls. „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki. Við mælumst með að þau fylgi námsáætlun sem er gefin út í upphafi annar. Ef verkfallið dregst gætum við þurft að kenna eitthvað um helgar og í dymbilvikunni. Önnin gæti dregist fram á vorið,“ segir Ásta. Hún segir að ef verkfallið dragist á langinn geti það haft neikvæð áhrif. „Það er alltaf hætta á brottfalli nemenda. Við vonumst til að þetta leysist sem allra fyrst,“ segir Ásta. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins áttu fund með ríkissáttasemjara í dag um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar og stóð hann fram eftir degi. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Grunn, leik- og tónlistarskólakennarar og ríki og sveitarfélög hittust síðast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. Enn hefur enginn formlegur fundur verið boðaður. Verkföll fyrirhugðuð í 31 skóla Takist ekki að semja fyrir föstudaginn 21. febrúar hefjast ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og tímabundin einum tónlistarskóla. Ef ekki tekst að semja í kjaradeilunni við ríki og sveitarfélög fyrir 3. mars hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin í fjórum grunnskólum í Ölfusi, Hveragerði og á Akranesi. Þau standa til 21. mars. Ótímabundið verkfall hefur staðið í leikskóla Snæfellsbæjar síðan 1. febrúar. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um frekari verkföll í leikskólum og er búist við niðurstöðu á miðvikudag samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu. Fínt ef þau færu að semja Nemendur sem fréttastofa ræddi við í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir yfir mögulegum verkfallsaðgerðum þar. Þeir ræddu um að tafir gætu frestað útskrift og valdið því að önnin dragist um of á langinn. Nemandi vonar að samningar náist fyrir föstudag: Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif. Það væri voða fínt ef þau myndu ná að semja þá væru allir ánægðir. Nemendur haldi sínu striki Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla segir skólann í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Þegar sé búið að senda tölvupóst á starfsfólk og nemendur. Nemendur séu hvattir til þess að halda áfram að kíkja í kennslubækurnar komi til verkfalls. „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki. Við mælumst með að þau fylgi námsáætlun sem er gefin út í upphafi annar. Ef verkfallið dregst gætum við þurft að kenna eitthvað um helgar og í dymbilvikunni. Önnin gæti dregist fram á vorið,“ segir Ásta. Hún segir að ef verkfallið dragist á langinn geti það haft neikvæð áhrif. „Það er alltaf hætta á brottfalli nemenda. Við vonumst til að þetta leysist sem allra fyrst,“ segir Ásta.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira