Fréttir

„Nei, hættu nú al­veg Jóhann Páll!“

Varaformaður Vinstri grænna og Ung vinstri græn fordæma ákvörðun umhverfisráðherra um að falla frá ráðstöfun 600 milljóna króna af fjárheimildum ársins 2025. Ráðuneyti hans hafi lengi verið fjársvelt og einsýnt sé að mikilvæg mál muni sitja á hakanum vegna ákvörðunar hans.

Innlent

Efast um að ráð­herra sé í her­ferð gegn fjöl­miðlum

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum.

Innlent

Börn vistuð í allt að sex daga í fanga­geymslu í Flata­hrauni

Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu.

Innlent

Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks

Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að nefna bæði Bjargargötu og Fífilsgötu á nýjan leik vegna líkinda við önnur götunöfn í grenndinni. Formaður nefndarinnar segir að um öryggisatriði sé að ræða og lumar á hugmyndum.

Innlent

Skjálftar á Reykja­nesi ekkert til að kippa sér upp við

Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í Krýsuvík sem urðu um klukkan níu í morgun ekki endilega tengjast atburðarrásinni við Sundhnúkagígaröðina. Sjö jarðskjálftar mældust í morgun norðvestur af Krýsuvík. Sá stærsti var 0,9 stig að stærð. Svæðið er mjög virkt en ekki endilega meira núna en venjulega, að sögn Steinunnar.

Innlent

Keyptu ó­nýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs

Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar.

Innlent

Annað Starship sprakk í loft upp

Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili.

Erlent

Á­tján særðir eftir mikið sprengjuregn

Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður.

Erlent

Yfir­leitt hægur vindur en all­víða él

Dálítið lægðardrag teygir sig nú norður yfir landið og stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt hægur vindur og allvíða él, en þurrt og bjart suðaustanlands fram á kvöld.

Veður

Óseldir flug­eldar geymdir í vel vöktuðu húsi

Hátt í þrjú hundruð vörubrettum af óseldum flugeldum björgunarsveitanna hefur verið safnað saman í nærri í tvö þúsund fermetra rammgirtu húsi þar sem þeir bíða næstu áramóta. Jón Þór Víglundsson talsmaður Landsbjargar segir allt kapp lagt á að öryggi á svæðinu sé tryggt.

Innlent

Trump frestar tollgjöldum ná­grannanna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum.

Erlent

Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu

Til hvassra orðaskipta kom á milli gesta í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem staða öryggis- og varnarmála í Evrópu var til umræðu. Þótt gestir væru sammála um mikilvægi þess að friður komist á í Úkraínu voru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs.

Innlent

Hættu­legustu gatna­mótin við Miklu­braut

Hættulegustu gatnamótin í Reykjavík eru gatnamótin við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og svo gatnamótin við Miklubraut og Grensásveg. Aðalvarðstjóri umferðardeildar telur að hægt sé að bæta umferðaröryggi með því að bæta ljósastýringu við Grensásveg.

Innlent

Skilur ekkert í af­stöðu sam­takanna

Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega.

Innlent

Tímamótadómur og flugeldahöll björgunar­sveitanna

Lögmenn sakborninganna í hryðjuverkamálinu svokallaða boða tugmilljóna skaðabótakröfu eftir sýknu í alvarlegasta þætti málsins í Landsrétti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt veið Svein Andra Sveinsson lögmann, sem segir þetta tímamótadóm.

Innlent