Fréttir

Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði?
Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði.

Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára
Yfirvöld í Marseille á Frakklandi segja átök glæpahópa um fíkniefnamarkaðinn í borginni vera að ná til afar ungra einstaklinga, sem séu ráðnir af hópunum til að fremja ofbeldisbrot.

Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil
Lægð suður í hafi og víðáttumikil hæð yfir Grænlandi beina nú norðaustlægum vindum yfir landið, sums staðar strekkingi, en annars yfirleitt mun hægari.

Holan alls ekki eina slysagildran
Íbúi við lóð þar sem tveggja ára drengur féll ofan í holu í Urriðaholti á föstudag segir margt mjög ábótavant í frágangi hjá byggingarverktakanum sem reisti húsið. Hún furðar sig á að ekki hafi verið gerð úttekt á lóðinni til að koma í veg fyrir slys.

Skipti öllu máli að telja drykkina
Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar.

Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35
Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra hafa neitað skriflega að afhenda honum afrit af bréfum sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi ESA vegna bókunar 35.

Tveir handteknir í tengslum við slagsmál
Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangaklefa í morgunsárið.

Eitt ár frá upphafi stríðsins á Gasa
Eitt ár er liðið frá innrás Hamas-samtakanna í Ísrael, þegar tólf hundruð voru myrt og 250 teknir föngnum og færðir í böndum inn á Gasaströndina.

Íranskur herforingi sagður hafa látist í loftárásum Ísraela
Ekkert hefur heyrst til Esmail Qaani, yfirmanns Quds-sveitar íranska byltingarvarðarins, frá því að Ísraelar gerðu loftárásir á Beirút í síðustu viku.

Athafnamaðurinn Þráinn Hafstein Kristjánsson látinn
Þráinn Hafstein Kristjánsson, athafnamaður, tónlistarmaður og veitingastjóri, er látinn, 84 ára gamall. Hann lést 2. október síðastliðinn og verður jarðsettur þriðjudaginn 8. október í Steinbach í Manitoba.

Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“
Auglýsing Sambíóanna hefur vakið athygli vegna fjölda fimm stjörnu dóma sem myndin Joker: Folie á Deux er sögð fá. Á síðum sem safna saman bíódómum hefur enginn gagnrýnandi gefið henni slíkan dóm. Rekstrarstjóri Sambíóanna veit ekki hvaðan stjörnurnar koma og gat ekki svarað fyrir auglýsinguna.

Nýtt eftirlitskerfi á ytri landamærum Schengen-svæðisins
Í næsta mánuði stendur til að taka í notkun nýtt eftirlitskerfi á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Lögreglufulltrúi segir að með nýja kerfinu sé meðal annars vonandi hægt að ná betri tökum á skipulagðri glæpastarfsemi í Evrópu.

Öflugur skjálfti í Bárðarbunguöskju
Skjálfti af stærð 4,5 varð í Bárðarbunguöskju klukkan 17:56 í dag.

„Hann hverfur ofan í jörðina“
Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum.

Lýsa nóttinni sem skelfilegri
Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna.

Heppni að ekki fór verr þegar tveggja ára drengur féll niður nokkra metra
Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna.

Risaþotan flaug aftur yfir Reykjavíkursvæðið
Áhöfn Boeing 747-júmbóþotu Air Atlanta flaug aftur yfir Reykjavíkursvæðið í kvöld og var hún yfir borginni um klukkan 18:50. Flugvélin var að koma með 240 starfsmenn félagsins og maka frá Casablanca í Marokkó og lenti í Keflavík upp úr klukkan 19.

„Þetta er ekki endanlegt frumvarp“
Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar.

Samþykktu ályktun og stefna að kosningum í vor
Tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok var samþykkt á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor.

Segir rangt að þau hafi reynt að stöðva lögreglubíl í forgangsakstri
Ragnheiður Kristínardóttir vísar orðum lögreglunnar á bug um að mótmælendur hafi gengið í veg fyrir lögreglubíl sem var í forgangsakstri í gær.

Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa
Ljósmóðir sem vann á sjúkrahúsi á Gasa í sumar og hefur í þrjátíu ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins víða um heim segir aðstæðurnar á Gasa að mörgu leyti þær hættulegustu sem hún hefur starfað í. Hún upplifi minni virðingu fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks en áður fyrr.

Ung kona látin eftir skotárás í Ísrael
Nokkrir eru særðir og einn hið minnsta er látinn eftir skotárás á strætóstoppistöð í borginni Beersheba í Ísrael. BBC greinir frá þessu.

Nóg af heitu vatni á Selfossi
Selfyssingar hafa dottið í lukkupottinn þegar heitt vatn er annars vegar því mikið af heitu vatni hefur verið að finnast í nokkrum borholum í bæjarfélaginu. Vatnið kemur sér einstaklega vel þar sem íbúum fjölgar mjög hratt á Selfossi.

Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana
Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár.

Glerbrot í lauginni
Stóra laugin í Sundlaug Seltjarnarness var lokuð í morgun afþví að glerbrot voru á botni hennar. Hún hefur þó verið opnuð á ný eftir tiltekt.

„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“
Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði.

Stjónmálafræðingur segir kosningar nær en marga gruni
Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram.

„Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka
Ísraelsher gerði umgangsmiklar loftárásir á Beirút snemma í morgun. Árásirnar eru samkvæmt líbönskum miðlum þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. Þá létu minnst nítján lífið í loftárásum Ísraela á mosku í Gasa í nótt.

Nýr formaður VG, seðlabankastjóri og ástandið á Gaza
Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan
Víðáttumikil lægð vestur af Írlandi og hæð yfir Grænlandi beina til okkar norðaustlægri átt að mati Veðurstofunnar. Víða má búast við kalda eða strekkingi.