Fréttir

Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili.

Innlent

Bíða þess enn að ráð­herra svari neyðarkalli um mönnun

Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum.

Innlent

Mætti í sovét­bol til fundarins í Alaska

Utanríkisráðherra Rússlands mætti til fundarins með Bandaríkjaforseta í Alaska í dag klæddur í bol með skammstöfun Sovétríkjanna sálugu. Á fundinum á að ræða um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu sem var eitt sinn hluti af Sovétríkjunum.

Erlent

Komu sér ekki saman um að­gerðir gegn plast­mengun

Fjölþjóðlegum viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bregðast við plastmengun á jörðinni fóru út um þúfur í dag. Viðræðunum lauk án samkomulags. Olíuríki settu sig upp á móti hugmyndum um takmörk á plastframleiðslu.

Erlent

Spá eldingum á Vestur­landi

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna eldingaspár á vestanverðu landinu í dag en eldingar hafa mælst vestur af landinu og má búast við eldingum á vestanverðu landinu fram yfir hádegi.

Innlent

Þrír hand­teknir grunaðir um að hafa rænt mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í gær eftir að tilkynning barst um þrjá menn sem voru sagðir vera að ræna mann. Tveir voru vistaðir í fangageymslum en einn látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Innlent

Fyrsta mann­fall Rússa í um­sátri í Malí

Að minnsta kosti þrír rússneskir málaliðar Africa Corps féllu í umsátri vígamanna sem tengjast Al-Qaeda í Malí í upphafi mánaðarins. Þetta er fyrsta staðfesta mannfallið meðal Rússa frá því Africa Corps, sem rekið er af leyniþjónustu rússneska hersins (GRU), tók við af málaliðahópnum Wagner Group.

Erlent

Hringdi í norskan ráð­herra til að ræða friðar­verð­laun Nóbels

„Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí.

Erlent

„Ham­farir og ekkert annað“

Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar.

Innlent

Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þel­dökku fólki

Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann.

Erlent

Saka Storytel um að for­gangs­raða eigin efni á kostnað annarra

Rithöfundasamband Íslands sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun um hugsanlega misnotkun hljóðbókarfyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu. Formaður sambandsins segir Storytel hafa forgangsraðað sínu eigin efni á kostnað annarra bókmenntaverka. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn.

Innlent

„Gervigreindargeðrof“ hrellir sál­fræðinga

Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera.

Erlent

Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár

Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. 

Innlent

Tón­listar­maður taldi hand­tökuna ó­lög­mæta en fór tóm­hentur heim

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum tónlistarmanns sem var handtekinn í Hafnarfirði að nóttu til árið 2022. Lögreglu hafði grunað að maðurinn væri að aka undir áhrifum fíkniefna, en niðurstaða úr sýnatöku var neikvæð. Maðurinn vildi meina að aðgerðir lögreglu hefðu verið ólögmætar og krafðist bóta.

Innlent

Krefjast þess að ráð­herra dragi um­mæli sín til baka

Samtökin um POTS á Íslandi fordæma ummæli sem Alma Möller heilbrigðisráðherra lét falla í samtali við fréttastofu í gær. Hún sagðist hafaskilning á að það sé erfitt að „hætta í meðferð sem maður trúir á,“ en þar vísar hún til vökvagjafarmeðferð sem POTS-sjúklingar nýta sér. Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna hennar í lok september.

Innlent