Blake Griffin skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Clippers sem er að venjast lífinu án leikstjórnands Chris Paul. DeAndre Jordan fór mikinn undir körfunni; skoraði 14 stig og reif niður 24 fráköst.
Brook Lopez skoraði 20 stig fyrir Lakers og Jordan Clarkson kom með 18 stig af bekknum. Nýliðinn Lonzo Ball lék sinn fyrsta leik fyrir Lakers í nótt. Hann skoraði aðeins þrjú stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Westbrook, sem var valinn verðmætasti leikmaður síðasta tímabils, skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Paul George og Carmelo Anthony skoruðu 28 og 22 stig í sínum fyrsta leik fyrir Oklahoma.
Kristaps Porzings var langatkvæðamestur í liði New York með 31 stig og 12 fráköst.
Jonas Valaciunas var stigahæstur hjá Toronto með 23 stig auk þess sem hann tók 15 fráköst.
Robin Lopez skoraði 18 stig fyrir Chicago og finnski nýliðinn Lauri Markkanen var með 17 stig. Þeir tóku báðir átta fráköst.
Úrslitin í nótt:
LA Lakers 92-108 LA Clippers
Oklahoma 105-84 NY Knicks
Toronto 117-100 Chicago