Stephen Curry og félegar voru með besta árangurinn í deildarkeppninni og hafa síðan unnið 12 af 15 leikjum sínum á leið sinni inn í úrslitaeinvígið.
Stuðningsmenn Golden State Warriors hafa beðið í 40 ár eftir því að liðið komist aftur í lokaúrslit NBA. Golden State Warriors vann þá 4-0 sigur á Washington Bullets.
Rick Barry var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en hann var með 28,2 stig, 6,1 stoðsendingu, 5,5 fráköst og 2,9 stolna bolta að meðaltali í úrslitakeppninni.
Rick Barry var frábær vítaskytta en hann notaði afar sérstakan skotstíl í vítunum. Barry, sem nýtti meðal annars 91,8 prósent víta sinna í úrslitakeppninni 1975, tók ömmu-skot á vítalínunni.
Rick Barry spilaði í NBA-deildinni frá 1965 til 1980 en hann vann bara einn titil á ferlinum. Barry var átta sinnum valinn í Stjörnuliðið og fimm sinnum í úrvalslið tímabilsins.
Tveir synir hans hafa spilað í NBA-deildinni, þeir Brent Barry og Jon Barry, en Brent Barry varð tivsvar sinnum NBA-meistari með San Antonio Spurs (2005, 2007).
Hér fyrir neðan má sjá myndband með Rick Barry þegar hann varð NBA-meistari með Golden State Warriors fyrir 40 árum. Þar má meðal annars sjá hann raða niður vítaskotum með ömmu-stílnum sínum.