Guðmundur Reynir spilar með Ólsurum í sumar: Verður að vera flygill á staðnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 12:17 Guðmundur Reynir Gunnarsson verður mikill liðsstyrkur fyrir Ólsara. vísir/daníel „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt í sumar,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem hefur fengið lánssamning hjá Víkingi Ólafsvík frá KR. Hann spilar með Ólsurum í 1. deildinni í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með KR fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð en sagðist eftir síðasta tímabil leggja skóna á hilluna. „Ég ætlaði að gera það en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér. Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur Reynir við Vísi. Hann segir óvíst hvort skórnir séu komnir endanlega af hillunni, en hann er með samning við út tímabilið 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR næsta sumar. Það er bara óvíst hvað gerist,“ segir bakvörðurinn öflugi. Guðmundur Reynir verður á flakki milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur í sumar og gæti búið eitthvað fyrir vestan. „Ég verð mögulega eitthvað í Ólafsvík en það er ekki alveg komið á hreint. Ég verð líka eitthvað í bænum,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði að vera píanó þar sem hann gistir fyrir vestan hlær þessi mikli tónlistarsnillingur og svarar: „Að sjálfsögðu. Það verður að vera flygill á staðnum.“ Guðmundur kveðst ætla að hefja leik strax með Ólsurum í Lengjubikarnum, en ljóst er að Ólafsvíkurliðið er ansi líklegt til afreka í sumar með hann og annan KR-ing, Egil Jónsson, innan sinna raða í sumar. Íslenski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
„Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt í sumar,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem hefur fengið lánssamning hjá Víkingi Ólafsvík frá KR. Hann spilar með Ólsurum í 1. deildinni í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með KR fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð en sagðist eftir síðasta tímabil leggja skóna á hilluna. „Ég ætlaði að gera það en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér. Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur Reynir við Vísi. Hann segir óvíst hvort skórnir séu komnir endanlega af hillunni, en hann er með samning við út tímabilið 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR næsta sumar. Það er bara óvíst hvað gerist,“ segir bakvörðurinn öflugi. Guðmundur Reynir verður á flakki milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur í sumar og gæti búið eitthvað fyrir vestan. „Ég verð mögulega eitthvað í Ólafsvík en það er ekki alveg komið á hreint. Ég verð líka eitthvað í bænum,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði að vera píanó þar sem hann gistir fyrir vestan hlær þessi mikli tónlistarsnillingur og svarar: „Að sjálfsögðu. Það verður að vera flygill á staðnum.“ Guðmundur kveðst ætla að hefja leik strax með Ólsurum í Lengjubikarnum, en ljóst er að Ólafsvíkurliðið er ansi líklegt til afreka í sumar með hann og annan KR-ing, Egil Jónsson, innan sinna raða í sumar.
Íslenski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira