Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Fréttamynd

Biden-lestin á fullu skriði

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust.

Erlent
Fréttamynd

Romney gæti farið aftur gegn Trump

Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney virðist lítið hrifinn af tilraunum samflokksmanna sinna við að endurvekja ásakanir um spillingu gegn Joe Biden og syni hans Hunter í tengslum við úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings.

Erlent
Fréttamynd

Biden snýr við taflinu

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við.

Erlent
Fréttamynd

Biden fær byr í seglin

Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu

Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum.

Erlent
Fréttamynd

Tveggja turna tal á „ofurþriðjudegi“

Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag en þá er gengið að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar.

Erlent
Fréttamynd

Enginn bilbugur á Bloomberg

Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum

Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins.

Erlent
Fréttamynd

Segir konurnar geta sóst eftir að af­létta trúnaði

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Mike Bloomberg segir að kvenkyns fyrrverandi starfsmenn hans, sem gert hafi verið hann samninga um trúnað, geti nú leitað til fyrirtækis hans og þannig komist undan þeirri þagnarskyldu sem samningarnir kveða á um.

Erlent
Fréttamynd

Frambjóðendur í fjárhagskröggum

Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars.

Erlent
Fréttamynd

Baunuðu á Bloomberg

Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders

Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters.

Erlent
Fréttamynd

Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku

Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump

John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum.

Erlent