Bernie í bölvuðu basli Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2020 11:17 Bernie Sanders í Detroit í gær. AP/Paul Sancya Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. Í stað þess að stappa stálinu í stuðningsmenn sína eftir að úrslitin urðu ljós hélt Sanders til á heimili sínu í Vermont. Sérfræðingar ytra eru þó flestir sannfærðir um að Sanders muni ekki stíga til hliðar strax. Það gerði hann allavega ekki árið 2016 í baráttunni gegn Hillary Clinton. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að vilji Demókrata til að sigra Donald Trump, forseta, sé þó stór breyta sem gæti haft áhrif á framvindu mála hjá Sanders. Hann gæti hlíft flokknum gegn dýrri og deiluvaldandi forvalsbaráttu á næstu mánuðum. Sjá einnig: Biden-lestin á fullu skriði Eftir að ofurþriðjudagurinn svokallaði stóðst ekki væntingar Sanders, sem sigraði í einungis fjórum af fjórtán ríkjum, hafði hann viku til að auka fylgi sitt og hleypa nýju lífi í framboð sitt. Þeirri viku varði hann að mestu í að berjast gegn flokknum sem hann vonast til þess að leiða, eins og það er orðað í greiningu Washington Post, og gagnrýna aðra frambjóðendur sem eru hættir og lýstu yfir stuðningi við Biden. Honum tókst ekki að auka fylgi sitt. Tölfræðin er með Joe Biden í liði. Allar líkur eru á því að hann hljóti tilnefningu Demókrataflokksins.AP/Matt Rourke Framboð Biden hefur tekið stakkaskiptum á skömmum tíma og það mun hafa komið Sanders og ráðgjöfum hans verulega á óvart hve fljótt Demókratar fylktust að Biden og sérstaklega hve fljótt Pete Buttigieg og Amy Klobuchar lýstu yfir stuðningi við Biden, eftir að þau hættu framboðum sínum. Auðjöfurinn Andrew Yang, sem var í forsetaframboði fyrir skömmu síðan og studdi Sanders árið 2016, lýsti í gær yfir stuðningi við Biden. Yang sagði að forskot Biden myndi eingöngu aukast á næstu dögum. Niðurstöðurnar afgerandi Niðurstöðurnar liggja fyrir að fullu, eða svo til gott sem, í fjórum ríkjum. Í Mississippi fékk Biden 81 prósent atkvæða og Sanders einungis 14,9 prósent. Í Missouri fékk Biden 60,1 prósent atkvæða og Sanders 34,6 prósent. Í Michigan, þar sem Sanders lagði mikið púður í framboð sitt undanfarna viku fékk Biden 52,9 prósent og Sanders 36,5 prósent. Biden sigraði einnig í Idaho þar sem hann hlaut 48,9 prósent atkvæða og Sanders 42,5 prósent. Búið er að telja um það bil tvö þriðju atkvæða í Washington og er Sanders með mjög naumt forskot þar. Hann sigraði Hillary Clinton þar með rúmum 40 prósentustigum árið 2016. Þá er Sanders í forystu í Norður-Dakókta þar sem kjörfundir voru haldnir. Framtíðin lítur ekki betur út Þessi niðurstaða er ekki góð fyrir Sanders og er Biden kominn með gott forskot. Næstu vikur líta þar að auki hræðilega út fyrir Sanders. Þann 17. mars fara forvöld fram í Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Þar af er Flórída lang stærsta ríkið og langflestir landsfundarfulltrúar í boði. Kannanir sýna að Biden er með mikið forskot á Sanders þar og í Georgíu þar sem forval verður haldið 24. mars. Það eru því ekki miklar líkur á því að Sanders geti í raun bætt upp forskot Biden og frekar er útlit fyrir að forskotið muni aukast á næstu vikum. Þó stendur til að halda kappræður á milli Sanders og Biden á sunnudaginn og hafa einhverjir stuðningsmenn Sanders kallað eftir því að hann haldi framboði sínu áfram, að minnsta kosti fram að kappræðunum. Kjósendur og peningar Sanders hefur notið sérstaklega mikils stuðnings meðal ungs fólks og Biden vill ólmur tryggja sér atkvæði þeirra, vinni hann forvalið. Í gærkvöldi beindi Biden orðum sínum beint til Sanders og stuðningsmanna hans og þakkaði þeim fyrir ástríðu þeirra. „Við deilum markmiði og saman munum við sigra Donald Trump,“ sagði Biden. Sanders situr einnig á stórum kosningasjóðum sem myndu nýtast Biden og Demókrataflokknum vel í baráttunni gegn Trump. Með það í huga og hollustu stuðningsmanna Sanders er öldungadeildarþingmaðurinn þó í sterkri stöðu til að semja við Biden um tilnefningar embættismanna, málefni og ýmislegt annað. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden-lestin á fullu skriði Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. 11. mars 2020 05:16 Sanders vonast aftur eftir óvæntum sigri í Michigan Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. 10. mars 2020 10:58 Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 17:26 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. Í stað þess að stappa stálinu í stuðningsmenn sína eftir að úrslitin urðu ljós hélt Sanders til á heimili sínu í Vermont. Sérfræðingar ytra eru þó flestir sannfærðir um að Sanders muni ekki stíga til hliðar strax. Það gerði hann allavega ekki árið 2016 í baráttunni gegn Hillary Clinton. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að vilji Demókrata til að sigra Donald Trump, forseta, sé þó stór breyta sem gæti haft áhrif á framvindu mála hjá Sanders. Hann gæti hlíft flokknum gegn dýrri og deiluvaldandi forvalsbaráttu á næstu mánuðum. Sjá einnig: Biden-lestin á fullu skriði Eftir að ofurþriðjudagurinn svokallaði stóðst ekki væntingar Sanders, sem sigraði í einungis fjórum af fjórtán ríkjum, hafði hann viku til að auka fylgi sitt og hleypa nýju lífi í framboð sitt. Þeirri viku varði hann að mestu í að berjast gegn flokknum sem hann vonast til þess að leiða, eins og það er orðað í greiningu Washington Post, og gagnrýna aðra frambjóðendur sem eru hættir og lýstu yfir stuðningi við Biden. Honum tókst ekki að auka fylgi sitt. Tölfræðin er með Joe Biden í liði. Allar líkur eru á því að hann hljóti tilnefningu Demókrataflokksins.AP/Matt Rourke Framboð Biden hefur tekið stakkaskiptum á skömmum tíma og það mun hafa komið Sanders og ráðgjöfum hans verulega á óvart hve fljótt Demókratar fylktust að Biden og sérstaklega hve fljótt Pete Buttigieg og Amy Klobuchar lýstu yfir stuðningi við Biden, eftir að þau hættu framboðum sínum. Auðjöfurinn Andrew Yang, sem var í forsetaframboði fyrir skömmu síðan og studdi Sanders árið 2016, lýsti í gær yfir stuðningi við Biden. Yang sagði að forskot Biden myndi eingöngu aukast á næstu dögum. Niðurstöðurnar afgerandi Niðurstöðurnar liggja fyrir að fullu, eða svo til gott sem, í fjórum ríkjum. Í Mississippi fékk Biden 81 prósent atkvæða og Sanders einungis 14,9 prósent. Í Missouri fékk Biden 60,1 prósent atkvæða og Sanders 34,6 prósent. Í Michigan, þar sem Sanders lagði mikið púður í framboð sitt undanfarna viku fékk Biden 52,9 prósent og Sanders 36,5 prósent. Biden sigraði einnig í Idaho þar sem hann hlaut 48,9 prósent atkvæða og Sanders 42,5 prósent. Búið er að telja um það bil tvö þriðju atkvæða í Washington og er Sanders með mjög naumt forskot þar. Hann sigraði Hillary Clinton þar með rúmum 40 prósentustigum árið 2016. Þá er Sanders í forystu í Norður-Dakókta þar sem kjörfundir voru haldnir. Framtíðin lítur ekki betur út Þessi niðurstaða er ekki góð fyrir Sanders og er Biden kominn með gott forskot. Næstu vikur líta þar að auki hræðilega út fyrir Sanders. Þann 17. mars fara forvöld fram í Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Þar af er Flórída lang stærsta ríkið og langflestir landsfundarfulltrúar í boði. Kannanir sýna að Biden er með mikið forskot á Sanders þar og í Georgíu þar sem forval verður haldið 24. mars. Það eru því ekki miklar líkur á því að Sanders geti í raun bætt upp forskot Biden og frekar er útlit fyrir að forskotið muni aukast á næstu vikum. Þó stendur til að halda kappræður á milli Sanders og Biden á sunnudaginn og hafa einhverjir stuðningsmenn Sanders kallað eftir því að hann haldi framboði sínu áfram, að minnsta kosti fram að kappræðunum. Kjósendur og peningar Sanders hefur notið sérstaklega mikils stuðnings meðal ungs fólks og Biden vill ólmur tryggja sér atkvæði þeirra, vinni hann forvalið. Í gærkvöldi beindi Biden orðum sínum beint til Sanders og stuðningsmanna hans og þakkaði þeim fyrir ástríðu þeirra. „Við deilum markmiði og saman munum við sigra Donald Trump,“ sagði Biden. Sanders situr einnig á stórum kosningasjóðum sem myndu nýtast Biden og Demókrataflokknum vel í baráttunni gegn Trump. Með það í huga og hollustu stuðningsmanna Sanders er öldungadeildarþingmaðurinn þó í sterkri stöðu til að semja við Biden um tilnefningar embættismanna, málefni og ýmislegt annað.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden-lestin á fullu skriði Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. 11. mars 2020 05:16 Sanders vonast aftur eftir óvæntum sigri í Michigan Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. 10. mars 2020 10:58 Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 17:26 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Biden-lestin á fullu skriði Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. 11. mars 2020 05:16
Sanders vonast aftur eftir óvæntum sigri í Michigan Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. 10. mars 2020 10:58
Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 17:26