Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 15:46 Joe Biden og Kamala Harris í kappræðum fyrr í vetur. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. Þrír eru enn í framboði í forvali flokksins; öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og fulltrúadeildarþingmaðurinn Tusli Gabbard. Aðrir frambjóðendur hafa dregið framboð sitt til baka en ljóst er að annað hvort Sanders eða Biden munu hljóta tilnefninguna. Í myndbandi sem Harris birti á Twitter-síðu sinni sagðist hún hafa mikla trú á Biden. Hún hafi þekkt hann lengi og væri viss um að hann væri maðurinn sem gæti sameinað þjóðina. „Eitt af því sem við þurfum núna er leiðtogi sem er raunverulega annt um fólk og getur þar með sameinað fólk. Ég trúi því að Joe geti gert það,“ sagði Harris. Hún biðlaði til stuðningsmanna sinna að styðja við Biden í forvalinu þar sem mikið væri í húfi. „Styðjið þið Joe með mér og klárum þetta.“ .@JoeBiden has served our country with dignity and we need him now more than ever. I will do everything in my power to help elect him the next President of the United States. pic.twitter.com/DbB2fGWpaa— Kamala Harris (@KamalaHarris) March 8, 2020 Óhætt er að segja að Biden sé í góðri stöðu í forvalinu sem stendur. Eftir ofurþriðjudaginn svokallaða náði hann að gera forvalið að tveggja manna keppni milli hans og Sanders en Biden bar sigur úr býtum í tíu ríkjum af fjórtán. Hann er nú með 664 landsfundarfulltrúa gegn 573 landsfundarfulltrúum Sanders. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til þess að tryggja sér tilnefninguna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 18:26 Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. 3. mars 2020 18:30 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. Þrír eru enn í framboði í forvali flokksins; öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og fulltrúadeildarþingmaðurinn Tusli Gabbard. Aðrir frambjóðendur hafa dregið framboð sitt til baka en ljóst er að annað hvort Sanders eða Biden munu hljóta tilnefninguna. Í myndbandi sem Harris birti á Twitter-síðu sinni sagðist hún hafa mikla trú á Biden. Hún hafi þekkt hann lengi og væri viss um að hann væri maðurinn sem gæti sameinað þjóðina. „Eitt af því sem við þurfum núna er leiðtogi sem er raunverulega annt um fólk og getur þar með sameinað fólk. Ég trúi því að Joe geti gert það,“ sagði Harris. Hún biðlaði til stuðningsmanna sinna að styðja við Biden í forvalinu þar sem mikið væri í húfi. „Styðjið þið Joe með mér og klárum þetta.“ .@JoeBiden has served our country with dignity and we need him now more than ever. I will do everything in my power to help elect him the next President of the United States. pic.twitter.com/DbB2fGWpaa— Kamala Harris (@KamalaHarris) March 8, 2020 Óhætt er að segja að Biden sé í góðri stöðu í forvalinu sem stendur. Eftir ofurþriðjudaginn svokallaða náði hann að gera forvalið að tveggja manna keppni milli hans og Sanders en Biden bar sigur úr býtum í tíu ríkjum af fjórtán. Hann er nú með 664 landsfundarfulltrúa gegn 573 landsfundarfulltrúum Sanders. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til þess að tryggja sér tilnefninguna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 18:26 Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. 3. mars 2020 18:30 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32
Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 18:26
Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. 3. mars 2020 18:30