Bernie Sanders hættir framboði sínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 15:34 Bernie Sanders. AP/Charles Krupa Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Með því er nánast öruggt að Joe Biden mætir Donald Trump, forseta, í kosningabaráttunni. Líkur Sanders á því að tryggja sér tilnefningu flokksins voru orðnar litlar. Sanders tilkynnti þetta í fjarráðstefnu með starfsfólki framboðs hans um klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma í dag. Sagðist hann ætla að vinna með Biden að því að sigra Donald Trump. Óvænt velgengni Sanders í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið fór fram vakti mikla athygli og kom Sanders í mjög góða stöðu. Hann náði þó ekki að byggja á þeirri velgengni og auka fylgi sitt. Biden vann margar stórsigra í kjölfarið og svo gott sem tryggði sér tilnefninguna. Þetta var önnur tilraun Sanders til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en árið 2016 tapaði hann fyrir Hillary Clinton. Biden og forsvarsmenn Demókrataflokksins þurfa nú að vinna í því að tryggja framboði Biden stuðning stuðningsmanna Sanders, sem eru heilt yfir frekar ungir og framsæknir. Sagði stuðningsmenn sýna hafa breytt umræðunni Í beinni útsendingu á Periscope þakkaði Sanders öllum stuðningsmönnum sínum og sjálfboðaliðum sem að framboði hans komu. Hann sagði að þeir sem studdu framboð hans fjárhagslega hefðu sýnt fram á að mögulegt væri að fara í framboð til forseta án þess að reiða sig á auðjöfra. Hann sagði að hann og stuðningsmenn hans hefðu fært Bandaríkin fram á við þegar komi að umræðunni um efnahagslegt réttlæti og jöfnuð. Sanders hefur sérstaklega barist fyrir auknum jöfnuðu og því að hver Bandaríkjamaður hafi greiðan aðgang að heilbrigðiskerfi ríkisins. Sanders ætlar að starfa með Joe Biden.AP/Evan Vucci Ætlar að starfa með Biden Hann sagði ljóst að framtíð framboðs hans væri ljós og að hann gæti ekki unnið að svo stöddu. Hann sagðist vita að margir í hreyfingu hans væru ósammála ákvörðun hans sagði hann það eina í stöðunni að hætta. Með tilliti til þess að hann gæti ekki unnið, vildi hann ekki lengur draga athygli frá þeirri baráttu Demókrata að koma Donald Trump frá völdum. Hann hrósaði Joe Biden og sagðist að hann myndi starfa með honum og framboði hans. Sanders tók þó fram að hann yrði áfram á kjörseðlum og myndi nota stöðu sína til að reyna að hafa áhrif á áherslu- og stefnumál Biden. Today I am suspending my campaign. But while the campaign ends, the struggle for justice continues on. https://t.co/MYc7kt2b16— Bernie Sanders (@BernieSanders) April 8, 2020 Ætlar að vinna sér inn traust stuðningsmanna Sanders Joe Biden tjáði sig um ákvörðun Sanders á Twitter þar sem hann hrósaði honum fyrir hreyfinguna sem hann hefur myndað. Biden sagðist ætla að hlusta á Sanders og vitnaði í orð hans: Ekki ég, við. Biden beindi orðum sínum einnig beint að stuðningsmönnum Sanders og sagðist meðvitaður um að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði þeirra. „Ég veit að það gæti tekið tíma. En ég vil að þið vitið að ég sé ykkur, ég heyri í ykkur og ég skil mikilvægi þessarar stundar. Ég vona að þið gangið til liðs við okkur. Þið eruð meira en velkomin: Það er þörf fyrir ykkur,“ skrifaði Biden. And to Bernie s supporters: I know that I need to earn your votes. And I know that might take time. But I want you to know that I see you, I hear you, and I understand the urgency of this moment. I hope you'll join us. You're more than welcome: You're needed.— Joe Biden (@JoeBiden) April 8, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Með því er nánast öruggt að Joe Biden mætir Donald Trump, forseta, í kosningabaráttunni. Líkur Sanders á því að tryggja sér tilnefningu flokksins voru orðnar litlar. Sanders tilkynnti þetta í fjarráðstefnu með starfsfólki framboðs hans um klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma í dag. Sagðist hann ætla að vinna með Biden að því að sigra Donald Trump. Óvænt velgengni Sanders í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið fór fram vakti mikla athygli og kom Sanders í mjög góða stöðu. Hann náði þó ekki að byggja á þeirri velgengni og auka fylgi sitt. Biden vann margar stórsigra í kjölfarið og svo gott sem tryggði sér tilnefninguna. Þetta var önnur tilraun Sanders til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en árið 2016 tapaði hann fyrir Hillary Clinton. Biden og forsvarsmenn Demókrataflokksins þurfa nú að vinna í því að tryggja framboði Biden stuðning stuðningsmanna Sanders, sem eru heilt yfir frekar ungir og framsæknir. Sagði stuðningsmenn sýna hafa breytt umræðunni Í beinni útsendingu á Periscope þakkaði Sanders öllum stuðningsmönnum sínum og sjálfboðaliðum sem að framboði hans komu. Hann sagði að þeir sem studdu framboð hans fjárhagslega hefðu sýnt fram á að mögulegt væri að fara í framboð til forseta án þess að reiða sig á auðjöfra. Hann sagði að hann og stuðningsmenn hans hefðu fært Bandaríkin fram á við þegar komi að umræðunni um efnahagslegt réttlæti og jöfnuð. Sanders hefur sérstaklega barist fyrir auknum jöfnuðu og því að hver Bandaríkjamaður hafi greiðan aðgang að heilbrigðiskerfi ríkisins. Sanders ætlar að starfa með Joe Biden.AP/Evan Vucci Ætlar að starfa með Biden Hann sagði ljóst að framtíð framboðs hans væri ljós og að hann gæti ekki unnið að svo stöddu. Hann sagðist vita að margir í hreyfingu hans væru ósammála ákvörðun hans sagði hann það eina í stöðunni að hætta. Með tilliti til þess að hann gæti ekki unnið, vildi hann ekki lengur draga athygli frá þeirri baráttu Demókrata að koma Donald Trump frá völdum. Hann hrósaði Joe Biden og sagðist að hann myndi starfa með honum og framboði hans. Sanders tók þó fram að hann yrði áfram á kjörseðlum og myndi nota stöðu sína til að reyna að hafa áhrif á áherslu- og stefnumál Biden. Today I am suspending my campaign. But while the campaign ends, the struggle for justice continues on. https://t.co/MYc7kt2b16— Bernie Sanders (@BernieSanders) April 8, 2020 Ætlar að vinna sér inn traust stuðningsmanna Sanders Joe Biden tjáði sig um ákvörðun Sanders á Twitter þar sem hann hrósaði honum fyrir hreyfinguna sem hann hefur myndað. Biden sagðist ætla að hlusta á Sanders og vitnaði í orð hans: Ekki ég, við. Biden beindi orðum sínum einnig beint að stuðningsmönnum Sanders og sagðist meðvitaður um að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði þeirra. „Ég veit að það gæti tekið tíma. En ég vil að þið vitið að ég sé ykkur, ég heyri í ykkur og ég skil mikilvægi þessarar stundar. Ég vona að þið gangið til liðs við okkur. Þið eruð meira en velkomin: Það er þörf fyrir ykkur,“ skrifaði Biden. And to Bernie s supporters: I know that I need to earn your votes. And I know that might take time. But I want you to know that I see you, I hear you, and I understand the urgency of this moment. I hope you'll join us. You're more than welcome: You're needed.— Joe Biden (@JoeBiden) April 8, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28
Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19