Bólusetningar

Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum
Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu.

Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum
Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar.

Með nál á bólakaf í handlegg
Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því.

Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum
Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti.

Bóluefni sem geymist í venjulegum ísskáp veitir Moderna byr í seglin
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að bóluefni Moderna og Pfizer virðist bæði afar góð og metur fréttir dagsins frábærar.

Dauðsföll vegna mislinga ekki fleiri í rúma tvo áratugi
Rúmlega tvö hundruð þúsund manns létust af völdum mislinga í heiminum á síðasta ári. Mislingafaraldrar hafa geisað í nokkrum ríkjum Afríku en einnig í austanverðri Evrópu

Mælir með áframhaldandi grímunotkun og félagsforðun eftir fjöldabólusetningar
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir ekki rétt að hverfa frá þeim varúðarráðstöfunum sem almenningur hafi í stórum stíl tileinkað sér í heimsfaraldrinum, eftir að ráðist hefur verið í fjöldabólusetningar á næsta ári.

Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni
Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna.

Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur
Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer.

Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga
Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar.

Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni
Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast.

Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum
Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins.

Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa
Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur.

Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer.

Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni.

Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum
Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði.

Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19.

Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna
Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál.

Bjarga heiminum frá gullnámunni
Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi.

Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs
Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu.

Undirbúningur að bólusetningu að hefjast
Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni.

Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin
Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar.

Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði
Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech.

Nýjar niðurstöður bóluefnisrannsóknar sagðar marka þáttaskil
Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika.

Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður.

Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin
Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar.

Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni.

Bóluefni hjá heilsugæslunni nánast búið
Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu.

Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum
Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi.

Geti verið stórhættulegt að fá inflúensu og Covid á sama tíma
Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma.