Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2020 16:42 Dr. Mancef Slaoui fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19. Drew Angerer/Getty Images Dr. Moncef Slaoui, maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19, hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar við veirunni í Bandaríkjunum þann 11. desember næstkomandi. Frá þessu greinir CNN-fréttastofan. Síðastliðinn föstudag sótti lyfjafyrirtækið Pfizer um neyðarmarkaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) svo hægt yrði að hefja dreifingu á bóluefninu. Ráðgjafanefnd eftirlitsins um bóluefni kemur saman 10. desember næstkomandi og þá kemur í ljós hvort leyfið verður veitt. Slaou segir það þýða að ef leyfi fæst, verði hægt að hefja dreifingu og notkun bóluefnisins daginn eftir. „Okkar áætlun snýst um að flytja bóluefnið á bólusetningarstöðvar innan við 24 tímum eftir að leyfið fæst. Ég geri því ráð fyrir því að það gerist daginn eftir samþykki, 11. eða 12. desember.“ Pfizer tilkynnti fyrr í þessum mánuði að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á seinni stigum bentu til þess að bóluefnið veitti vörn gegn kórónuveirunni í 90% tilfella. Síðan þá hefur fyrirtækið sagt prófanir hafa leitt í ljós að hlutfallið sé enn hærra, hátt í 95%. Heilbrigðissérfræðingar hafa iðulega bent á að ekki verði unnt að bólusetja mikinn fjölda fólks um leið og bóluefnið verður tekið í gagnið. Forgangsröðun verður á þá leið að viðkvæmir hópar, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir fyrst. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Dr. Moncef Slaoui, maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19, hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar við veirunni í Bandaríkjunum þann 11. desember næstkomandi. Frá þessu greinir CNN-fréttastofan. Síðastliðinn föstudag sótti lyfjafyrirtækið Pfizer um neyðarmarkaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) svo hægt yrði að hefja dreifingu á bóluefninu. Ráðgjafanefnd eftirlitsins um bóluefni kemur saman 10. desember næstkomandi og þá kemur í ljós hvort leyfið verður veitt. Slaou segir það þýða að ef leyfi fæst, verði hægt að hefja dreifingu og notkun bóluefnisins daginn eftir. „Okkar áætlun snýst um að flytja bóluefnið á bólusetningarstöðvar innan við 24 tímum eftir að leyfið fæst. Ég geri því ráð fyrir því að það gerist daginn eftir samþykki, 11. eða 12. desember.“ Pfizer tilkynnti fyrr í þessum mánuði að bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á seinni stigum bentu til þess að bóluefnið veitti vörn gegn kórónuveirunni í 90% tilfella. Síðan þá hefur fyrirtækið sagt prófanir hafa leitt í ljós að hlutfallið sé enn hærra, hátt í 95%. Heilbrigðissérfræðingar hafa iðulega bent á að ekki verði unnt að bólusetja mikinn fjölda fólks um leið og bóluefnið verður tekið í gagnið. Forgangsröðun verður á þá leið að viðkvæmir hópar, svo sem eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, og heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir fyrst.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali. 22. nóvember 2020 10:48
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15