Telur heilkennið ekki endilega ástæðu til að bólusetja öll börn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 20:30 Valtýr Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Arnar Halldórsson Ekkert barn hefur greinst með svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar kórónuveirunnar hér á landi, en tilfellum hefur fjölgað erlendis. Heilkennið getur verið lífshættulegt en barnalæknir segir það þó ekki endilega vera ástæðu til að bólusetja börn við kórónuveirunni líkt og sakir standa. Greint var frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði veikst lífshættulega í haust af svokölluðu bráðabólguheilkenni sem rakið er til kórónuveirunnar. Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk veiruna en er í dag langveikur, að sögn móður hans. Heilkennið leggst á börn og talið er að um fimmtíu slík tilfelli hafi komið upp í Svíþjóð. „Þetta er bólguviðbragð í líkamanum sem leggst á mörg líffærakerfi og veldur oft talsvert miklum veikindum. Þetta er í raun og veru nýtt fyrirbæri sem hefur komið fram á sjónarsviðið eftir að covid-veiran braust fram,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala hringsins. Hann segir að tilfelli hafi verið að koma upp í nágrannalöndum og að um eitt af hverjum fimm þúsund börnum geti þróað með sér heilkennið í kjölfar covid-sýkingar. „Ég held að þetta undirstriki fyrst og fremst það að við þurfum að bera virðingu fyrir þessari kórónuveiru og alls ekki vanmeta hvað hún getur gert. Hún hefur valdið gríðarlegum veikindum úti um allan heim. Sem betur fer höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá börn veikjast alvarlega. Mjög fá börn raunar,“ segir Valtýr, aðspurður hvort heilkennið undirstriki mikilvægi þess að bólusetja börn við kórónuveirunni. Börn fædd 2006 og síðar munu ekki fá bóluefni við veirunni, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta eitt og sér sé ekki endilega lóð á þær vogarskálar að það eigi að bólusetja öll börn gegn covid.“ Valtýr segir að ef snögglega sé gripið til meðferðar þá gangi sjúkdómurinn oftast yfir á dögum eða vikum. „Þó eru jafnan oft einhvers konar eftirköst sem getur tekið vikur eða mánuði að ganga alveg til baka.“ Hver eru fyrstu einkenni og hvernig veit fólk hvort það eigi að leita læknisaðstoðar? „Það getur verið býsna flókið af því að einkennin eru margs konar en flest börn fá hita og einkenni frá meltingarveginum, oftast niðurgang en líka uppköst. Það er mikill slappleiki og almennt talsvert mikil veikindi. Það sem fólk á að gera núna sem endranær er að ef það hefur áhyggjur af veikindum barna sinna er að láta lækni kíkja á þau.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46 Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Greint var frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði veikst lífshættulega í haust af svokölluðu bráðabólguheilkenni sem rakið er til kórónuveirunnar. Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk veiruna en er í dag langveikur, að sögn móður hans. Heilkennið leggst á börn og talið er að um fimmtíu slík tilfelli hafi komið upp í Svíþjóð. „Þetta er bólguviðbragð í líkamanum sem leggst á mörg líffærakerfi og veldur oft talsvert miklum veikindum. Þetta er í raun og veru nýtt fyrirbæri sem hefur komið fram á sjónarsviðið eftir að covid-veiran braust fram,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala hringsins. Hann segir að tilfelli hafi verið að koma upp í nágrannalöndum og að um eitt af hverjum fimm þúsund börnum geti þróað með sér heilkennið í kjölfar covid-sýkingar. „Ég held að þetta undirstriki fyrst og fremst það að við þurfum að bera virðingu fyrir þessari kórónuveiru og alls ekki vanmeta hvað hún getur gert. Hún hefur valdið gríðarlegum veikindum úti um allan heim. Sem betur fer höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá börn veikjast alvarlega. Mjög fá börn raunar,“ segir Valtýr, aðspurður hvort heilkennið undirstriki mikilvægi þess að bólusetja börn við kórónuveirunni. Börn fædd 2006 og síðar munu ekki fá bóluefni við veirunni, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta eitt og sér sé ekki endilega lóð á þær vogarskálar að það eigi að bólusetja öll börn gegn covid.“ Valtýr segir að ef snögglega sé gripið til meðferðar þá gangi sjúkdómurinn oftast yfir á dögum eða vikum. „Þó eru jafnan oft einhvers konar eftirköst sem getur tekið vikur eða mánuði að ganga alveg til baka.“ Hver eru fyrstu einkenni og hvernig veit fólk hvort það eigi að leita læknisaðstoðar? „Það getur verið býsna flókið af því að einkennin eru margs konar en flest börn fá hita og einkenni frá meltingarveginum, oftast niðurgang en líka uppköst. Það er mikill slappleiki og almennt talsvert mikil veikindi. Það sem fólk á að gera núna sem endranær er að ef það hefur áhyggjur af veikindum barna sinna er að láta lækni kíkja á þau.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46 Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46
Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04