
Bólusetningar

Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns
Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun.

Bóluefni gegn COVID: Fólk á átakasvæðum má ekki gleymast
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) leggur áherslu á að fólki á átakasvæðum verði einnig tryggður aðgangur að bólusetningum við COVID-19.

„Mínar björtustu vonir hafa ræst“
Prófessor í ónæmisfræði vonar að hægt verði að klára að bólusetja fyrstu sex forgangshópa fyrir kórónuveirunni hér á landi í lok febrúar. Hann kveðst himinlifandi yfir fréttum dagsins frá Bretlandi og segir þróun bóluefnis hafa verið í takt við sínar björtustu vonir.

Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta
Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku.

Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar
Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi.

Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá
Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu.

Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða
Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref.

Telur heilkennið ekki endilega ástæðu til að bólusetja öll börn
Ekkert barn hefur greinst með svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar kórónuveirunnar hér á landi, en tilfellum hefur fjölgað erlendis. Heilkennið getur verið lífshættulegt en barnalæknir segir það þó ekki endilega vera ástæðu til að bólusetja börn við kórónuveirunni líkt og sakir standa.

Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“
Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu.

Börnum verður ekki boðin bólusetning
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning.

Fimm fámennir hópar í forgangi í bólusetningu
Tíu hópar eru í forgangi þegar kemur að bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir því að börn fædd eftir árið 2006 verði bólusett. Af forgangshópunum tíu eru fimm fámennir hópar sem innihalda um tuttugu þúsund einstaklinga í framlínu í baráttu við sjúkdóminn.

UNICEF: 50% hærra verð á bóluefnum á Svörtum föstudegi
UNICEF hækkar verð á bólusetningarpakka um 50% aðeins í dag, til að tvöfalda hjálp við börn í neyð sem eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum

Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja.

Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu
Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins.

Icelandair ekki skoðað að krefja farþega um bólusetningu
Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins.

Bólusetning verði skilyrði þess að fljúga
Ástralska flugfélagið Qantas mun gera það að skilyrði þess að fólk sé bólusett fyrir kórónuveirunni, vilji það fljúga með félaginu.

Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum.

Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent
Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum.

Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn
Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella.

Mögulegt að bólusetning hefjist 11. desember í Bandaríkjunum
Maðurinn sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda að þróun bóluefnis við Covid-19 hefur sagt að mögulegt verði að hefja bólusetningar þann 11. desember næstkomandi.

Bóluefnaskammtur á allt að 5.000 krónur
Lyfjafyrirtækið Moderna mun selja ríkjum heims hvern skammt af bóluefni sínu við kórónuveirunni á 25 til 37 Bandaríkjadali.

Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag
Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings.

„Ótrúlegur hraði“ í þróun bóluefna
Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni.

Ætla að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta
Ekki er ljóst á þessari stundu hversu marga skammta af bóluefni gegn Covid-19 Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendum. Þó er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta.

Ósammála Kára um forgang í bólusetningu
Sóttvarnalæknir segir að þegar bólusetningar hefjist verði miðað við að heilbrigðisstarfsmenn sem eru í samskiptum við sjúklinga verði í forgangi.

Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands
Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin.

Himinlifandi með niðurstöður tilrauna
Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun.

Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum
Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu.

Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum
Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar.

Með nál á bólakaf í handlegg
Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því.