Hóflega bjartsýnn og hvetur fólk til að slaka ekki á verðinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 12:05 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstöðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nýjustu tölur um Covid-smit hér á landi gefi tilefni til hóflegrar bjartsýni. Fjórir greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og voru þeir allir í sóttkví. „Bæði það að það séu ekki margir sem eru að mælast og svo að allir séu í sóttkví. Á sama tíma vitum við það að það eru mun færri sem mæta í sýnatöku um helgar,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur segir þó að getan til sýnatöku um helgar sé sú sama og á virkum dögum. Fólk ætti því ekki að veigra sér við að mæta í sýnatöku um helgar, ef það telur sig þurfa þess. Hann segir það sérstaklega góðar fréttir að allir sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. „Því hærra hlutfall sem er í sóttkví, því betra. Það er vísbending um það að við séum farin að ná betur utan um þetta og séum búin að finna þá sem eru veikir. En eins og ég segi, ég er mjög hóflega bjartsýnn,“ segir Rögnvaldur. Hvetur fólk til að halda út Hann segir þá uppi áhyggjur af því að fólk sé tekið að slaka á sóttvörnum, nú þegar jákvæðar fréttir af framgangi bóluefnis við kórónuveirunni berast. „Við erum hrædd um það að fólk sé orðið svona fullbjartsýnt, bæði þegar farið er að hilla undir bóluefni og þegar það sér lækkandi tölur og við hvetjum fólk til að slaka ekki á verðinum. Það er enn þá smit þarna úti og það væri fátt leiðinlegra en að fara að veikjast þegar farið er að hilla undir bóluefni. Ég tala nú ekki um að vera veikur í einangrun eða í sóttkví um jólin,“ segir Rögnvaldur, sem hvetur fólk til að halda ástandið út, nú þegar bóluefni virðist í sjónmáli. „Gerum þetta saman, aðeins lengur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Bæði það að það séu ekki margir sem eru að mælast og svo að allir séu í sóttkví. Á sama tíma vitum við það að það eru mun færri sem mæta í sýnatöku um helgar,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur segir þó að getan til sýnatöku um helgar sé sú sama og á virkum dögum. Fólk ætti því ekki að veigra sér við að mæta í sýnatöku um helgar, ef það telur sig þurfa þess. Hann segir það sérstaklega góðar fréttir að allir sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. „Því hærra hlutfall sem er í sóttkví, því betra. Það er vísbending um það að við séum farin að ná betur utan um þetta og séum búin að finna þá sem eru veikir. En eins og ég segi, ég er mjög hóflega bjartsýnn,“ segir Rögnvaldur. Hvetur fólk til að halda út Hann segir þá uppi áhyggjur af því að fólk sé tekið að slaka á sóttvörnum, nú þegar jákvæðar fréttir af framgangi bóluefnis við kórónuveirunni berast. „Við erum hrædd um það að fólk sé orðið svona fullbjartsýnt, bæði þegar farið er að hilla undir bóluefni og þegar það sér lækkandi tölur og við hvetjum fólk til að slaka ekki á verðinum. Það er enn þá smit þarna úti og það væri fátt leiðinlegra en að fara að veikjast þegar farið er að hilla undir bóluefni. Ég tala nú ekki um að vera veikur í einangrun eða í sóttkví um jólin,“ segir Rögnvaldur, sem hvetur fólk til að halda ástandið út, nú þegar bóluefni virðist í sjónmáli. „Gerum þetta saman, aðeins lengur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira