Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. desember 2020 19:30 Covid-sýnataka hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæslan mun einnig halda utan um bólusetningar við veirunni þegar þar að kemur. Vísir/vilhelm Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi. Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir sér í lagi nú þegar jólahátíðin er framundan. „Ég held við séum á svolítið viðkvæmum tíma, jafnvel þó við séum komin svona vel niður þá er það bara í tiltölulega stuttan tíma, við megum ekki gleyma því. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta rjúki upp eins og við höfum séð áður. Hafandi í huga þá reynslu þá held ég að við þurfum að fara varlega og sérstaklega þegar við erum að líta fram á aðventuna og allt sem gerist þá, og jólin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lykilatriði er þó að fólk mæti. Sextíu til sjötíu prósent allra landsmanna þurfi að mæta í bólusetningu til að náað bæla faraldurinn niður. Íslendingar eru 364 þúsund í dag. Búið að er að ákveða að börn fjórtán ára og yngri verða ekki bólusett, nema í sérstökum tilfellum, en þau eru hátt í sjötíu þúsund eða tæp tuttugu prósent landsmanna. Flestir þeirra sem eru eldri en það þurfa því að fara í bólusetningu til að viðeigandi árangur náist en það eru 220 til 250 þúsund manns. Þórólfur hefur trú á því að Íslendingar fjölmenni í bólusetningu til að veiran hætti að stjórna lífi landsmanna. „Það hefur verið mjög góður vilji hér og almenningur, finnst mér, sér bólusetningar í réttu ljósi og ég vona að það haldi áfram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25 Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43 Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi. Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir sér í lagi nú þegar jólahátíðin er framundan. „Ég held við séum á svolítið viðkvæmum tíma, jafnvel þó við séum komin svona vel niður þá er það bara í tiltölulega stuttan tíma, við megum ekki gleyma því. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta rjúki upp eins og við höfum séð áður. Hafandi í huga þá reynslu þá held ég að við þurfum að fara varlega og sérstaklega þegar við erum að líta fram á aðventuna og allt sem gerist þá, og jólin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lykilatriði er þó að fólk mæti. Sextíu til sjötíu prósent allra landsmanna þurfi að mæta í bólusetningu til að náað bæla faraldurinn niður. Íslendingar eru 364 þúsund í dag. Búið að er að ákveða að börn fjórtán ára og yngri verða ekki bólusett, nema í sérstökum tilfellum, en þau eru hátt í sjötíu þúsund eða tæp tuttugu prósent landsmanna. Flestir þeirra sem eru eldri en það þurfa því að fara í bólusetningu til að viðeigandi árangur náist en það eru 220 til 250 þúsund manns. Þórólfur hefur trú á því að Íslendingar fjölmenni í bólusetningu til að veiran hætti að stjórna lífi landsmanna. „Það hefur verið mjög góður vilji hér og almenningur, finnst mér, sér bólusetningar í réttu ljósi og ég vona að það haldi áfram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25 Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43 Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25
Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43
Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42