Tuttugu mínútna bið eftir bólusetninguna flækir málið Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 20:28 Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu. Lögreglan Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir flókið að skipuleggja bólusetningu við kórónuveirunni og horfa þurfi til ýmissa sviðsmynda. Eitt flækjustigið felist til dæmis í því að þeir sem eru bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Undirbúningur fyrir bólusetningu við kórónuveirunni er nú í fullum gangi hér á landi en vonir eru bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót. Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrst þurfi að tryggja aðgengi forgangshópa að bóluefni. „Þannig að þessa dagana erum við að kortleggja þessa forgangshópa og forskrá þá inn í okkar bólusetningarkerfi og vonum að við getum gert það fyrir miðjan desember,“ sagði Ragnheiður. Þá væri unnið að sviðsmyndum fyrir almenning, þ.e. þá sem ekki eru í forgangshópi, en bólusetning hér á landi væri þó enn háð mikilli óvissu. „Fyrir það fyrsta vitum við ekki hvenær bóluefnið kemur og síðan vitum við alls ekki hvað við fáum mikið magn í einu. Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður, og vísaði til skipulags sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í dag. Hann sagði að skipulagið í Reykjavík yrði með svipuðu móti og í kosningum. Opnaðir yrðu bólusetningarstaðir í anda kjörstaða víða um borgina. Ef lítið bóluefni berst hins vegar til landsins fyrst um sinn er hægt að nýta húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, þar sem sýnatökur við veirunni hafa farið fram undanfarna mánuði. Annað flækjustig felst í biðinni eftir bólusetninguna. Samkvæmt venjubundnu verklagi þurfa þeir sem eru bólusettir að sitja sem fastast í 20 mínútur eftir bólusetninguna. „Þetta flækir líka svolítið málið. Þetta er almennt verklag við bólusetningar. Það geta alltaf komið ofnæmisviðbrögð við bólusetningar. Þær eru mjög sjaldgæfar en þetta er verklag sem við viðhöfum, bæði í skólum og alls staðar þar sem við bólusetjum. Þannig að það flækir þetta líka svolítið, að við þurfum að taka tillit til þess, að fólkið bíði hjá okkur,“ sagði Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Undirbúningur fyrir bólusetningu við kórónuveirunni er nú í fullum gangi hér á landi en vonir eru bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót. Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrst þurfi að tryggja aðgengi forgangshópa að bóluefni. „Þannig að þessa dagana erum við að kortleggja þessa forgangshópa og forskrá þá inn í okkar bólusetningarkerfi og vonum að við getum gert það fyrir miðjan desember,“ sagði Ragnheiður. Þá væri unnið að sviðsmyndum fyrir almenning, þ.e. þá sem ekki eru í forgangshópi, en bólusetning hér á landi væri þó enn háð mikilli óvissu. „Fyrir það fyrsta vitum við ekki hvenær bóluefnið kemur og síðan vitum við alls ekki hvað við fáum mikið magn í einu. Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður, og vísaði til skipulags sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í dag. Hann sagði að skipulagið í Reykjavík yrði með svipuðu móti og í kosningum. Opnaðir yrðu bólusetningarstaðir í anda kjörstaða víða um borgina. Ef lítið bóluefni berst hins vegar til landsins fyrst um sinn er hægt að nýta húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, þar sem sýnatökur við veirunni hafa farið fram undanfarna mánuði. Annað flækjustig felst í biðinni eftir bólusetninguna. Samkvæmt venjubundnu verklagi þurfa þeir sem eru bólusettir að sitja sem fastast í 20 mínútur eftir bólusetninguna. „Þetta flækir líka svolítið málið. Þetta er almennt verklag við bólusetningar. Það geta alltaf komið ofnæmisviðbrögð við bólusetningar. Þær eru mjög sjaldgæfar en þetta er verklag sem við viðhöfum, bæði í skólum og alls staðar þar sem við bólusetjum. Þannig að það flækir þetta líka svolítið, að við þurfum að taka tillit til þess, að fólkið bíði hjá okkur,“ sagði Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05
Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01