
Stangveiði

Veiðin 2012: "Fyrst og fremst vantaði göngulax"
Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal.

Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna"
"Sumarið fer væntanlega í bókina hjá mér sem ár vonbrigðanna,“ segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR. Hann segir ástæðuna vera að öll skilyrði fyrir góða eða að minnsta kosti þokkalega veiði, hafi verið fyrir hendi. "Seiðaárgangurinn sem hélt til sjávar í fyrra var allþokkalegur, það var snjór á hálendinu í vor og vatnsbúskapur virtist vænlegur. Sumarið byrjaði með flottri opnun í Norðurá, en svo datt botninn úr þessu og laxinn einfaldlega mætti ekki í árnar.

Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng
Haffjarðará og Sela í Vopnafirði voru með bestu veiðina á hverja stöng síðasta sumar. Botninn vermir Laxá í Aðaldal. Aðeins 12 af 38 laxveiðiám skiluðu meira en 100 löxum á hverja stöng.


Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum
Nokkrir vinir sem voru við sjóstangveiðar úti fyrir norðausturströnd Ástralíu urðu vitni að ótrúlegu atviki sem þeir festu á "filmu".




Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar!
Um 55% af veiddum laxi var sleppt; 20% af laxinum var drepinn og þá allt smálax, en restin 25% var tekin í klak yfir veiðitímann og sett í kistur af veiðimönnum sem sérvalinn stórlax til undaneldis.



Haustveiðin brást í Tungufljóti
Vonbrigði eru hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur með veiðina úr Tungufljóti í Skaftárhreppi þetta tímabilið. Nokkuð af fiski mun enn hafa beðið uppgöngu úr jökulvatninu þegar veiðinni lauk.

Ekki skjóta trén á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd og Skógræktarfélag Skagastrandar skora á rjúpnaveiðimenn að stunda veiðarnar utan skógræktarsvæðisins í Spákonufellsborg.


Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna rjúpnaveiði umhverfis þjóðgarðinn. Undirstrikað er að skotveiði er ekki leyfð í friðlandinu sjálfu.

Saga stangveiða: "Hertoginn varð fengsæll í Konungsstreng“
Eftir hádegisverð í skála Stangaveiðifélags Reykjavíkur við Norðurá var rennt í ána í hinu bezta veiðiveðri og veiddi hertoginn níu punda lax, skömmu eftir að hann hóf veíðina í svonefndum Konungsstreng við Laxfoss.





Sumarið gaf 25.009 silunga
Á netaveiðitímanum í Veiðivötnum veiddust 4.715 fiskar í net og 647 fiskar á stöng, en hvort tveggja er heldur minni afli en í fyrra.


Mótmæla harðlega banni við rjúpnaveiði í Húnaþingi-vestra
Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) mótmælir harðlega ákvörðun sveitarstjórnar Húnaþings vestra um að leggja bann við rjúpnaveiðum á ákveðnum svæðum innan sveitarfélagsins nema gegn greiðslu fyrir hverja byssu fyrir hvern dag.

Hrygnir nú í hundraða vís
Jóhannes hefur skilning á þessu en minnir á að urriði sem er kominn yfir 60 sentimetra og um 2,5-3 kíló innihaldi að jafnaði meira kvikasilfur en æskilegt sé með tilliti til manneldis. Fjöldi urriða í Þingvallavatni er óræð tala en hver fiskur sem fær frelsið aftur skiptir máli. Veiðimenn verða jafnframt að hafa vakandi auga með hvort veiddir fiskar eru merktir, því hver og einn slíkur skilar mikilvægum upplýsingum.






Bjartsýn í Blöndu þrátt fyrir ládeyðu
Birgitta H. Halldórsdóttir á Syðri-Löngumýri, veiðivörður við Blöndu, segir sumarið hafa verið mjög gott þó að veiðin hafi verið dræm. Seiðtalning lofi góðu.