Veiðin 2012: "Menn orðnir góðu vanir" 11. nóvember 2012 14:00 „Það eru miklu meiri líkur á því að veiðin muni skána á milli ára en var síðasta vor. Veiðin var einfaldlega það afleit í sumar," segir Þorsteinn Þorsteinsson, á Skálpastöðum, þegar hann er beðinn að meta stöðuna í stangveiðinni í lok vertíðar. Þorsteinn, sem er eldri en tvævetur þegar kemur að veiði, man ekki eftir því að veiðimenn hafi brugðist jafn hastarlega við veiðibresti eins og eftir sumarið. Það geti einfaldlega markast af því að breytingarnar hafi ekki áður verið jafn miklar á milli ára. Menn hafi verið orðnir góðu vanir þegar aflabresturinn skall á í sumar. Hann telur ekki líklegt að leigutakar nái árangri við að snúa niður leigu, gagnvart veiðiréttarhöfum, enda samningar á borðinu. Þorsteinn telur að veiðimenn muni bíða sumarsins í von um að krækja í leyfi á útsöluverði. „En eitthvað segir mér að menn ættu að tryggja sér leyfi eins og þeir eru vanir."svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Uppselt í Hítará Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði
„Það eru miklu meiri líkur á því að veiðin muni skána á milli ára en var síðasta vor. Veiðin var einfaldlega það afleit í sumar," segir Þorsteinn Þorsteinsson, á Skálpastöðum, þegar hann er beðinn að meta stöðuna í stangveiðinni í lok vertíðar. Þorsteinn, sem er eldri en tvævetur þegar kemur að veiði, man ekki eftir því að veiðimenn hafi brugðist jafn hastarlega við veiðibresti eins og eftir sumarið. Það geti einfaldlega markast af því að breytingarnar hafi ekki áður verið jafn miklar á milli ára. Menn hafi verið orðnir góðu vanir þegar aflabresturinn skall á í sumar. Hann telur ekki líklegt að leigutakar nái árangri við að snúa niður leigu, gagnvart veiðiréttarhöfum, enda samningar á borðinu. Þorsteinn telur að veiðimenn muni bíða sumarsins í von um að krækja í leyfi á útsöluverði. „En eitthvað segir mér að menn ættu að tryggja sér leyfi eins og þeir eru vanir."svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Uppselt í Hítará Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði