Rjúpur detta inn fyrir austan 14. nóvember 2012 08:15 Rjúpnaskyttur hafa þurft að sætta sig við misjöfn veður í haust. Þessi náði þó í soðið í Breiðdalnum. Mynd / Veiðiþjónustan Strengir. Veðrið hefur vafist fyrir skotveiðimönnum þá fáu daga sem heimilt hefur verið að ganga til rjúpna. Opnunarhelgin gaf þó dálítið á svæðum Strengja fyrir austan. "Opnunarhelgin 26. -28. október í rjúpunni gaf á milli 50 til 60 rjúpur bæði í Breiðdal og á Jöklusvæðum og voru á milli sex til níu 9 manns að veiðum á hvorum stað. Rjúpan var dreifð og þurfti að hafa mikið fyrir því að finna hana en flestir fengu þó eitthvað í soðið," segir Þröstur Elliðasona á vefsíðunni strengir.is. "Það má segja að helgin á eftir 3. til 4. nóvember hafi fokið á haf út vegna óveðursins og vonlaust að veiða þann laugardag og síðan erfitt að komast á svæðin vegna ófærðar sunnudaginn 4. nóvember," heldur frásögnin áfram. Fram kemur síðan að gestir í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárdal hafi í í góðu og björtu veðri eftir helgi sér mikið af fugli í kjarrinu bak við veiðihúsið. Svo virtist sem rjúpan sé komin víða í kjarrið í Jökulsárhlíðinni eftir allan snjóinn sem hafi komið niður þar eystra. "Því gæti verið spennandi helgar framundan ef veður helst í lagi og enn þá eru lausar nokkrar byssur á Jöklusvæðum 17. til 18 nóvember með gistingu án fæðis í veiðihúsinu. Áhugasamir spyrji um nánari upplýsingar," segir á strengir.is.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Lax og gæs í Hjaltadalsá Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði
Veðrið hefur vafist fyrir skotveiðimönnum þá fáu daga sem heimilt hefur verið að ganga til rjúpna. Opnunarhelgin gaf þó dálítið á svæðum Strengja fyrir austan. "Opnunarhelgin 26. -28. október í rjúpunni gaf á milli 50 til 60 rjúpur bæði í Breiðdal og á Jöklusvæðum og voru á milli sex til níu 9 manns að veiðum á hvorum stað. Rjúpan var dreifð og þurfti að hafa mikið fyrir því að finna hana en flestir fengu þó eitthvað í soðið," segir Þröstur Elliðasona á vefsíðunni strengir.is. "Það má segja að helgin á eftir 3. til 4. nóvember hafi fokið á haf út vegna óveðursins og vonlaust að veiða þann laugardag og síðan erfitt að komast á svæðin vegna ófærðar sunnudaginn 4. nóvember," heldur frásögnin áfram. Fram kemur síðan að gestir í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárdal hafi í í góðu og björtu veðri eftir helgi sér mikið af fugli í kjarrinu bak við veiðihúsið. Svo virtist sem rjúpan sé komin víða í kjarrið í Jökulsárhlíðinni eftir allan snjóinn sem hafi komið niður þar eystra. "Því gæti verið spennandi helgar framundan ef veður helst í lagi og enn þá eru lausar nokkrar byssur á Jöklusvæðum 17. til 18 nóvember með gistingu án fæðis í veiðihúsinu. Áhugasamir spyrji um nánari upplýsingar," segir á strengir.is.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Lax og gæs í Hjaltadalsá Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði