Úkraína Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. Erlent 6.5.2024 09:54 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. Erlent 3.5.2024 17:00 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. Erlent 2.5.2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. Erlent 30.4.2024 13:24 Aumingja Evrópa: Líkleg átakasvæði að Úkraínustríðinu loknu? Úkraínustríðið hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár ef miðað er við innrás Rússneska hersins inní Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár ef miðað er við yfirtöku Rússlands á Krímskaganum árið 2014. Skoðun 29.4.2024 15:00 Vopn, sprengjur og annað eins Mér er spurn hvað er ríkisstjórnin með utanríkisráðherra í fararbroddi að gera varðandi friðarboðskap til stríðsþjóða? Skoðun 28.4.2024 14:30 Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. Erlent 26.4.2024 08:24 Samtök hernaðarandstæðinga fordæma „kúvendingu“ á afstöðu Íslands Samtök hernaðarandstæðinga segja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um stuðning Íslands við Úkraínu 2024 til 2028 „kúvendingu“ á stefnu Íslands að taka ekki beinan þátt í styrjöldum með fjármögnun eða öðrum hernaðarstuðningi. Innlent 26.4.2024 07:28 Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. Erlent 24.4.2024 18:43 Öldungadeildin samþykkti 95 milljarða dala aðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taívan Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að veita samtals 95 milljörðum Bandaríkjadala til Úkraínu, Ísrael og Taívan. Frumvarpið var samþykkt með 79 atkvæðum gegn 18. Erlent 24.4.2024 06:38 Undirbúa stærðarinnar sendingar til Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna undirbýr nú umfangsmikla sendingu hergagna til Úkraínu. Pakkinn mun meðal annars innihalda bryndreka, annarskonar farartæki, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og langdrægar eldflaugar. Erlent 22.4.2024 22:31 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Erlent 22.4.2024 09:10 Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. Erlent 20.4.2024 19:10 Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. Erlent 19.4.2024 14:04 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Erlent 19.4.2024 09:44 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. Erlent 19.4.2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. Erlent 18.4.2024 16:38 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. Erlent 17.4.2024 11:18 Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. Erlent 17.4.2024 06:49 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. Erlent 13.4.2024 14:01 Samþykktu loks frumvarp um herkvaðningu Úkraínska þingið samþykkti í morgun nýtt frumvarp um það hvernig haldið er utan herkvaðningu. Frumvarpið hefur verið til umræðu í þinginu í marga mánuði og tekið umfangsmiklum breytingum. Lögin þykja óvinsæla en fela meðal annars í sér að lækka lágmarksaldur herkvaðningar úr 27 árum í 25 ár og auðvelda yfirvöldum að kveðja menn í herinn. Erlent 11.4.2024 11:52 Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. Erlent 9.4.2024 08:00 Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu Erlent 8.4.2024 06:44 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. Erlent 4.4.2024 15:14 Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Erlent 3.4.2024 13:00 Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. Erlent 3.4.2024 06:32 „Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. Erlent 30.3.2024 08:37 Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Erlent 28.3.2024 19:59 Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. Erlent 26.3.2024 22:31 Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. Erlent 25.3.2024 22:01 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 78 ›
Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. Erlent 6.5.2024 09:54
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. Erlent 3.5.2024 17:00
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. Erlent 2.5.2024 11:57
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. Erlent 30.4.2024 13:24
Aumingja Evrópa: Líkleg átakasvæði að Úkraínustríðinu loknu? Úkraínustríðið hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár ef miðað er við innrás Rússneska hersins inní Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár ef miðað er við yfirtöku Rússlands á Krímskaganum árið 2014. Skoðun 29.4.2024 15:00
Vopn, sprengjur og annað eins Mér er spurn hvað er ríkisstjórnin með utanríkisráðherra í fararbroddi að gera varðandi friðarboðskap til stríðsþjóða? Skoðun 28.4.2024 14:30
Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. Erlent 26.4.2024 08:24
Samtök hernaðarandstæðinga fordæma „kúvendingu“ á afstöðu Íslands Samtök hernaðarandstæðinga segja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um stuðning Íslands við Úkraínu 2024 til 2028 „kúvendingu“ á stefnu Íslands að taka ekki beinan þátt í styrjöldum með fjármögnun eða öðrum hernaðarstuðningi. Innlent 26.4.2024 07:28
Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. Erlent 24.4.2024 18:43
Öldungadeildin samþykkti 95 milljarða dala aðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taívan Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að veita samtals 95 milljörðum Bandaríkjadala til Úkraínu, Ísrael og Taívan. Frumvarpið var samþykkt með 79 atkvæðum gegn 18. Erlent 24.4.2024 06:38
Undirbúa stærðarinnar sendingar til Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna undirbýr nú umfangsmikla sendingu hergagna til Úkraínu. Pakkinn mun meðal annars innihalda bryndreka, annarskonar farartæki, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og langdrægar eldflaugar. Erlent 22.4.2024 22:31
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Erlent 22.4.2024 09:10
Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. Erlent 20.4.2024 19:10
Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. Erlent 19.4.2024 14:04
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Erlent 19.4.2024 09:44
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. Erlent 19.4.2024 06:32
Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. Erlent 18.4.2024 16:38
Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. Erlent 17.4.2024 11:18
Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. Erlent 17.4.2024 06:49
Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. Erlent 13.4.2024 14:01
Samþykktu loks frumvarp um herkvaðningu Úkraínska þingið samþykkti í morgun nýtt frumvarp um það hvernig haldið er utan herkvaðningu. Frumvarpið hefur verið til umræðu í þinginu í marga mánuði og tekið umfangsmiklum breytingum. Lögin þykja óvinsæla en fela meðal annars í sér að lækka lágmarksaldur herkvaðningar úr 27 árum í 25 ár og auðvelda yfirvöldum að kveðja menn í herinn. Erlent 11.4.2024 11:52
Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. Erlent 9.4.2024 08:00
Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu Erlent 8.4.2024 06:44
Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. Erlent 4.4.2024 15:14
Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Erlent 3.4.2024 13:00
Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. Erlent 3.4.2024 06:32
„Lifum á þýðingamestu tímum frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar“ Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands segir Evrópu vera á „fyrirstríðstímum“ og varar við því að Úkraína megi ekki lúta í lægra haldi fyrir Rússlandi. Heimsálfan eigi mikið undir og stríð ekki lengur draugar fortíðar. Erlent 30.3.2024 08:37
Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Erlent 28.3.2024 19:59
Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. Erlent 26.3.2024 22:31
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. Erlent 25.3.2024 22:01