Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 16:00 Vlódómír Selenskí og Emmanuel Macron, forsetar Úkraínu og Frakklands. AP/Ludovic Marin Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði frá þessu á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, eftir leiðtogafund í París í dag. Hann sagði að smáatriði varðandi samkomulagið sem hafi náðst í dag væri trúnaðarmál, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu France24 segir að talið sé að öryggistryggingar feli meðal annars í sér viðveru evrópskra hermanna í Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Úkraínu ætli sér, með stuðningi Evrópu, að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu. Markmiðið sé að gera Úkraínu að einskonar „stálbroddgelti“ og koma þannig í veg fyrir aðra innrás Rússa, takist að binda enda á yfirstandandi innrás. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Það tók Macron undir á blaðamannafundinum eftir fundinn í dag. Hann sagði að engar takmarkanir yrðu settar á úkraínska herinn varðandi stærð eða fjölda vopnakerfa, eins og Rússar hafa krafist. Upptöku France24 af blaðamannafundinum í dag má sjá hér að neðan. Vill ekki að Evrópuríki kaupi olíu af Rússlandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sótti hluta fundarins gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagði gerði öðrum þjóðarleiðtogum fundarins ljóst að óásættanlegt væri að Evrópuríki væru enn að kaupa olíu frá Rússlandi. Þannig tækju þau ríki þátt í að fjármagna stríðsrekstur Rússa í heimsálfunni. Þar er helst um að ræða Ungverjaland og Slóvakíu. Ráðamenn þar hafa brugðist reiður við árásum Úkraínumanna á olíuleiðslu sem liggur frá Rússlandi, til þessara ríkja í gegnum Úkraínu, og hafa meðal annars kvartað til Trumps. Umræddar árásir voru meðal annars gerðar á dælustöðvar í Rússlandi. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Þá hefur Guardian eftir Alexander Stubb, forseta Finnlands, að Trump hafi lýst yfir vilja til að taka loks höndum saman með Evrópu í hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Meðal annars kæmi til greina að beina þessum aðgerðum gegn sölu Rússa á jarðeldsneyti, sem er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Hingað til hefur Trump ekki viljað herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi, þó hann hafi ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum. Fyrst þarf frið Eins og ítrekað hefur verið sagt á undanförnum vikum frá því umræðan um öryggistryggingar fór á flug, þarf fyrst að koma á friði áður en hægt er að tryggja hann. Þar hefur lítill árangur náðst. Selenskí sagði á blaðamannafundinum í París í dag að auka þyrfti þrýsting á Rússa til að fá þá almennilega að samningaborðinu. Enn sem komið er væri lítið sem ekkert sem benti til þess að þeir hefðu áhuga á að binda enda á innrásina. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að öryggistryggingar eins og hafa verið til umræðu væru algerlega óásættanlegar fyrir Rússa. Þær tryggðu ekki öryggi Úkraínu heldur ógnuðu öryggi allrar Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sagt að frá þeirra bæjardyrum séð kemur ekki til greina að hermenn frá öðrum ríkjum hafi viðveru í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur meðal annars sagt að öryggistryggingar yrðu að vera veittar á jöfnum grundvelli með aðkomu ríkja eins og Kína, Bandaríkjanna, Bretlandi og Frakklandi. Vísaði hann til viðræðna milli Úkraínumanna og Rússa í Istanbúl árið 2022 en þá áttu Rússar að hafa neitunarvald gegn því að önnur ríki kæmu Úkraínu til aðstoðar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump NATO Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði frá þessu á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, eftir leiðtogafund í París í dag. Hann sagði að smáatriði varðandi samkomulagið sem hafi náðst í dag væri trúnaðarmál, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu France24 segir að talið sé að öryggistryggingar feli meðal annars í sér viðveru evrópskra hermanna í Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Úkraínu ætli sér, með stuðningi Evrópu, að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu. Markmiðið sé að gera Úkraínu að einskonar „stálbroddgelti“ og koma þannig í veg fyrir aðra innrás Rússa, takist að binda enda á yfirstandandi innrás. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Það tók Macron undir á blaðamannafundinum eftir fundinn í dag. Hann sagði að engar takmarkanir yrðu settar á úkraínska herinn varðandi stærð eða fjölda vopnakerfa, eins og Rússar hafa krafist. Upptöku France24 af blaðamannafundinum í dag má sjá hér að neðan. Vill ekki að Evrópuríki kaupi olíu af Rússlandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sótti hluta fundarins gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagði gerði öðrum þjóðarleiðtogum fundarins ljóst að óásættanlegt væri að Evrópuríki væru enn að kaupa olíu frá Rússlandi. Þannig tækju þau ríki þátt í að fjármagna stríðsrekstur Rússa í heimsálfunni. Þar er helst um að ræða Ungverjaland og Slóvakíu. Ráðamenn þar hafa brugðist reiður við árásum Úkraínumanna á olíuleiðslu sem liggur frá Rússlandi, til þessara ríkja í gegnum Úkraínu, og hafa meðal annars kvartað til Trumps. Umræddar árásir voru meðal annars gerðar á dælustöðvar í Rússlandi. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Þá hefur Guardian eftir Alexander Stubb, forseta Finnlands, að Trump hafi lýst yfir vilja til að taka loks höndum saman með Evrópu í hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Meðal annars kæmi til greina að beina þessum aðgerðum gegn sölu Rússa á jarðeldsneyti, sem er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Hingað til hefur Trump ekki viljað herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi, þó hann hafi ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum. Fyrst þarf frið Eins og ítrekað hefur verið sagt á undanförnum vikum frá því umræðan um öryggistryggingar fór á flug, þarf fyrst að koma á friði áður en hægt er að tryggja hann. Þar hefur lítill árangur náðst. Selenskí sagði á blaðamannafundinum í París í dag að auka þyrfti þrýsting á Rússa til að fá þá almennilega að samningaborðinu. Enn sem komið er væri lítið sem ekkert sem benti til þess að þeir hefðu áhuga á að binda enda á innrásina. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að öryggistryggingar eins og hafa verið til umræðu væru algerlega óásættanlegar fyrir Rússa. Þær tryggðu ekki öryggi Úkraínu heldur ógnuðu öryggi allrar Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sagt að frá þeirra bæjardyrum séð kemur ekki til greina að hermenn frá öðrum ríkjum hafi viðveru í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur meðal annars sagt að öryggistryggingar yrðu að vera veittar á jöfnum grundvelli með aðkomu ríkja eins og Kína, Bandaríkjanna, Bretlandi og Frakklandi. Vísaði hann til viðræðna milli Úkraínumanna og Rússa í Istanbúl árið 2022 en þá áttu Rússar að hafa neitunarvald gegn því að önnur ríki kæmu Úkraínu til aðstoðar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump NATO Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira