Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 16:40 Fundur Trumps og Pútíns í ágúst virtist nokkuð vinalegur, en nú kveðst Bandaríkjaforseti tilbúinn að ráðast í refsiaðgerðir gegn Rússum. En fyrst vill hann að NATO-ríki hætti að kaupa Rússneska olíu. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna,“ skrifar Trump. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. Bandaríkjaforseti skrifar á Truth Social að það sé „átakanlegt“ að sjá að sum bandalagsríki NATO kaupi enn olíu af Rússum. Sagði hann það „veikja verulega“ samningsstöðu NATO gagnvart Rússlandi. Hann skorar á öll NATO-ríki að hætta að kaupa olíu úr Rússlandi og hótar Kína 50 til 100 prósenta tollum vegna olíukaupa þeirra af Rússum. „Kína hefur mikla stjórn, og jafnvel tangarhald, á Rússlandi og þessir öflugu tollar munu brjóta það tangarhald,“ skrifar Trump á sinn Truth Social í dag. Hann telur að skuldbinding NATO til að vinna stríðið „hafi verið mun minni en 100%“. Forseti Bandaríkjanna ávarpaði þá NATO-þjóðir beint: „Það veikir verulega samningsstöðu ykkar og samningsvald gagnvart Rússlandi.“ Frá árinu 2023 hefur Tyrkland, sem er aðildarríki í NATO, verið þriðji stærsti kaupandi rússneskrar olíu á eftir Kína og Indlandi, sem þó eru ekki aðilar að NATO. Önnur NATO-ríki sem hafa keypt rússneska olíu eru Ungverjaland og Slóvakía. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lofað því að hann geti bundið enda á stríðið þótt honum hafi reyndar enn ekki tekist að binda enda á allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur engu að síður haldið því staðfastlega fram að innrásin hefði ekki átt sér stað ef hann hefði verið forseti þegar hún hófst og telur sig geta stöðvað hana. „Þetta er ekki stríð Trumps (það hefði aldrei byrjað ef ég væri forseti),“ skrifar forsetinn um sjálfan sig í þriðju persónu. „Þetta er stríð Bidens og Selenskís. Ég er aðeins hér til að hjálpa til við að stöðva það og bjarga þúsundum rússneskra og úkraínskra mannslífa.“ Í síðasta mánuði tók Trump á móti starfsbróður sínum, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Alaska þar sem þeir héldu viðræður sem báru þó lítinn árangur. „Ef NATO gerir það sem ég segi mun STRÍÐINU ljúka fljótt,“ skrifar hann og bætir við að þá yrði fjölda mannslífa bjargað. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna.“ Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira
Bandaríkjaforseti skrifar á Truth Social að það sé „átakanlegt“ að sjá að sum bandalagsríki NATO kaupi enn olíu af Rússum. Sagði hann það „veikja verulega“ samningsstöðu NATO gagnvart Rússlandi. Hann skorar á öll NATO-ríki að hætta að kaupa olíu úr Rússlandi og hótar Kína 50 til 100 prósenta tollum vegna olíukaupa þeirra af Rússum. „Kína hefur mikla stjórn, og jafnvel tangarhald, á Rússlandi og þessir öflugu tollar munu brjóta það tangarhald,“ skrifar Trump á sinn Truth Social í dag. Hann telur að skuldbinding NATO til að vinna stríðið „hafi verið mun minni en 100%“. Forseti Bandaríkjanna ávarpaði þá NATO-þjóðir beint: „Það veikir verulega samningsstöðu ykkar og samningsvald gagnvart Rússlandi.“ Frá árinu 2023 hefur Tyrkland, sem er aðildarríki í NATO, verið þriðji stærsti kaupandi rússneskrar olíu á eftir Kína og Indlandi, sem þó eru ekki aðilar að NATO. Önnur NATO-ríki sem hafa keypt rússneska olíu eru Ungverjaland og Slóvakía. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lofað því að hann geti bundið enda á stríðið þótt honum hafi reyndar enn ekki tekist að binda enda á allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur engu að síður haldið því staðfastlega fram að innrásin hefði ekki átt sér stað ef hann hefði verið forseti þegar hún hófst og telur sig geta stöðvað hana. „Þetta er ekki stríð Trumps (það hefði aldrei byrjað ef ég væri forseti),“ skrifar forsetinn um sjálfan sig í þriðju persónu. „Þetta er stríð Bidens og Selenskís. Ég er aðeins hér til að hjálpa til við að stöðva það og bjarga þúsundum rússneskra og úkraínskra mannslífa.“ Í síðasta mánuði tók Trump á móti starfsbróður sínum, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Alaska þar sem þeir héldu viðræður sem báru þó lítinn árangur. „Ef NATO gerir það sem ég segi mun STRÍÐINU ljúka fljótt,“ skrifar hann og bætir við að þá yrði fjölda mannslífa bjargað. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna.“
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Sjá meira