Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 23:45 Palestínski fáninn var dreginn að húni í júní og hefur hann blakt við hlið þess úkraínska sem var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið 2022. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga. Af fundargerð að dæma voru fánar eitt helsta umræðuefni á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar á föstudag. Þar var samþykkt að reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur yrðu endurskoðaðar. Einnig var samþykkt að viðburðarstjórn ráðhússins leggði til reglubreytingar og setti viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús. Auk þess átti að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa „að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á“ og er þar væntanlega átt við að draga fána annarra þjóða að húni við tilefni. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borginni samþykkti seint í júní að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið. Reyndar var skorið á bönd þeirra fána nokkrum dögum síðar en hafa þeir verið dregnir upp að nýju. Vilja hanna sérfána svo ekki þurfi að flagga fánum annarra þjóða Þetta var þó ekki eina fánamálið til umræðu á fundinum, heldur lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgin léti hanna og framleiða sérstakan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ sem dreginn yrði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir yrðu þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. „Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði,“ skrifa sjálfstæðismennirnir, sem lýstu á sínum tíma óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að draga palestínufánann að húni. Enn fremur leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram aðra bókun um að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins, að undanskildum fyrrnefndum rauðum dögum sem ekki eru fánadagar. Samþykkt var að vísa báðum tillögum Sjálfstæðismanna til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun á reglum um notkun fána. Reykjavík Palestína Úkraína Borgarstjórn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Af fundargerð að dæma voru fánar eitt helsta umræðuefni á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar á föstudag. Þar var samþykkt að reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur yrðu endurskoðaðar. Einnig var samþykkt að viðburðarstjórn ráðhússins leggði til reglubreytingar og setti viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús. Auk þess átti að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa „að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á“ og er þar væntanlega átt við að draga fána annarra þjóða að húni við tilefni. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borginni samþykkti seint í júní að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið. Reyndar var skorið á bönd þeirra fána nokkrum dögum síðar en hafa þeir verið dregnir upp að nýju. Vilja hanna sérfána svo ekki þurfi að flagga fánum annarra þjóða Þetta var þó ekki eina fánamálið til umræðu á fundinum, heldur lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgin léti hanna og framleiða sérstakan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ sem dreginn yrði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir yrðu þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. „Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði,“ skrifa sjálfstæðismennirnir, sem lýstu á sínum tíma óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að draga palestínufánann að húni. Enn fremur leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram aðra bókun um að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins, að undanskildum fyrrnefndum rauðum dögum sem ekki eru fánadagar. Samþykkt var að vísa báðum tillögum Sjálfstæðismanna til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun á reglum um notkun fána.
Reykjavík Palestína Úkraína Borgarstjórn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira