Magnús Þorlákur Lúðvíksson Stríðið milli vídjóleiganna Ímyndum okkur að tvö fyrirtæki ráði ríkjum á einhverjum markaði, segjum vídjóleigumarkaðnum. Fyrirtækin tvö, Spólukóngurinn og Vídjóheimur, eru hvort um sig með helmingsmarkaðshlutdeild og bjóða bæði spólur á 500 krónur. Þar sem tekjurnar af hverri vídjóspólu eru hærri en heildsöluverð skila bæði fyrirtæki hagnaði. Bakþankar 13.2.2012 20:04 Um hvað eru hagfræðingar sammála? Frá bankahruni hafa hagfræðingar verið nokkuð í sviðsljósinu. Stéttin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki varað við ósköpunum en á sama tíma hefur verið leitað til hennar til að skýra hvað gekk hér á. Þá hefur hún verið fyrirferðarmikil í umræðu um nokkur helstu hitamál samtímans svo sem gjaldmiðilinn, verðtrygginguna og Icesave-málið. Í þessum málum og fleiri hafa hagfræðingar viðrað fjölbreyttar skoðanir og virðist Bakþankar 30.1.2012 22:14 Fýluferð á föstudegi Andskotinn, þetta er vesen,“ hugsaði ég með mér þegar ég uppgötvaði að ég hafði keyrt um á útrunnu ökuskírteini í þrjá mánuði. Ég gróf upp símanúmerið hjá gamla ökukennaranum mínum og pantaði ökumat síðar í sömu viku. Ökumatið gekk bara nokkuð vel; ég þótti vera öruggur ökumaður en mætti vera aðeins duglegri við að gefa stefnuljós. Þá þarf ég að gæta þess að stoppa alveg, en ekki næstum því, við stöðvunarskyldu. Gott og vel, ég var kominn með ökumatið og gat þá endurnýjað ökuskírteinið hjá sýslumanni. Það var föstudagur og ég ákvað að klára málið bara strax. Bakþankar 16.1.2012 21:00 Forsetakjör á nýjum forsendum Komandi forsetakjör kann að verða ólíkt þeim fyrri í ljósi þess að sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur breytt eðli embættis síns. Það er eiginlega orðin klisja að segja það en embættið er orðið pólitískara. Skýrasta dæmið er án efa að Ólafur virkjaði málskotsrétt forseta með því að hafna í þrígang að skrifa undir lög frá Alþingi. Þá hefur Ólafur í raun leyft sér hin síðari ár að reka eigin utanríkisstefnu án, að því er virðist, mikils samráðs við utanríkisþjónustuna. Með þessi fordæmi til staðar er eftir meiru að slægjast fyrir stjórnmálahreyfingar landsins að koma "sínum manni“ að. Bakþankar 2.1.2012 21:35 Stærsta frétt ársins Bandaríska tímaritið Time velur í desember ár hvert þann einstakling sem þykir hafa markað dýpst spor í veraldarsöguna á árinu. Stundum hefur tímaritinu tekist vel upp við þetta val en þó alls ekki alltaf en útnefningin er ekki ætluð sem upphefð enda hafa miður geðslegir einstaklingar á borð við Adolf Hitler og Kómeini erkiklerk orðið fyrir valinu. Tímaritinu hefur hins vegar sjaldan tekist jafn vel upp og í ár þegar „Mótmælandinn“ varð fyrir valinu. Bakþankar 19.12.2011 22:12 Virðing fyrir vísindunum Íslendingar eru æði oft óánægðir með stjórnmálamennina sína. Mörgum þykja þeir með réttu eða röngu duglausir, hugmyndasnauðir, þrætugjarnir og jafnvel illa að sér. Stundum er gengið svo langt að kalla hópa þeirra landráðamenn eða þaðan af verra. Sá grunur læðist að vísu að mér að íslenskir stjórnmálamenn séu ekki þeir einu sem liggi undir ámæli en í það minnsta má slá því föstu að traust til íslenskra stjórnmálamanna er með minnsta móti. Bakþankar 5.12.2011 22:16 Hinn slembni maður Ég hef lengi staðið í þeirri trú að ég sé góður í steinn, skæri og blað. Mig grunar, hef ekki tekið það saman, að síðustu tíu ár hafi ég unnið í kringum 60 prósent viðureigna minna. Sé vinningshlutfalls-kompásinn minn nokkurn veginn réttur þá er það auðvitað nokkuð vel af sér vikið. Bakþankar 15.11.2011 21:43 Velferð og atvinnulíf Samtök atvinnulífsins birtu í vikunni niðurstöður skoðanakönnunar um viðhorf og rekstrarhorfur aðildarfyrirtækja sinna. Voru fyrirtækin meðal annars spurð um helstu vandamál sín nú um stundir sem og brýnustu verkefni stjórnvalda. Skoðun 21.10.2011 14:06 Kalkúnar og fávísar fjölskyldur Rithöfundurinn og tölfræðingurinn Nassim Taleb setti fram áleitna dæmisögu í bók sinni The Black Swan frá árinu 2007. Setjum okkur í spor kalkúns sem verið er að ala upp til slátrunar. Á hverjum degi kemur til kalkúnsins vingjarnlegur bóndi sem gefur honum að borða. Með hverjum deginum sem líður verður kalkúnninn öruggari með tilveru sína og traust hans á bóndanum vex. Þar til svo bóndinn kemur einn daginn og slátrar kalkúninum. Hver er lexían? Jú, það er varasamt að búast við því að framtíðin verði eins og fortíðin. Bakþankar 15.9.2011 22:31 Einræðistrúðar Sennilega má slá því föstu að valdatíð Muammar al-Gaddafi í Líbíu sé á enda runnin. Uppreisnarmönnum hefur að vísu ekki tekist að hafa hendur í hári hans en þess virðist ekki lengi að bíða. Uppreisnarmennirnir í Líbíu hafa náð tökum á húsakynnum hans og birti Sky-fréttastofan á fimmtudag viðtal við skælbrosandi uppreisnarmann sem hafði lagt hald á hatt og veldissprota einræðisherrans. Uppreisnarmaðurinn hugðist gefa föður sínum hattinn. Enn forvitnilegri var þó annar fundur í húsinu; myndaalbúm fullt af myndum af Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ekki hefur komið fram hvað eiginkonu Gaddafís fannst um albúmið. Bakþankar 26.8.2011 21:31 Hugmyndafræðileg forsjárhyggja Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í tíð Nixons og Fords. Hann var refur og talinn mun valdameiri en almennt gengur um utanríkisráðherra. Forsetarnir hunsuðu sjaldan tillögur Kissingers en það var ekki endilega vegna þess hve þær voru skynsamlegar. Bakþankar 7.8.2011 22:11 Opið samfélag og óvinir þess Voðaverkin sem framin voru í Noregi á föstudag munu sitja lengi í manni. Í það minnsta hefur sá sem hér skrifar vart getað leitt hugann að öðru þessa helgina. Hátt í hundrað eru látnir, mikið til börn og unglingar, því árásarmaðurinn vildi senda út pólitísk skilaboð. Hryllilegt en nauðsynlegt, skrifaði hann stuttu fyrir hina þaulskipulögðu árás. Að hugsa sér að þankagangur manneskju geti farið jafn rækilega út af sporinu og valdið eyðileggingu sem þessari. Bakþankar 25.7.2011 10:34 « ‹ 1 2 ›
Stríðið milli vídjóleiganna Ímyndum okkur að tvö fyrirtæki ráði ríkjum á einhverjum markaði, segjum vídjóleigumarkaðnum. Fyrirtækin tvö, Spólukóngurinn og Vídjóheimur, eru hvort um sig með helmingsmarkaðshlutdeild og bjóða bæði spólur á 500 krónur. Þar sem tekjurnar af hverri vídjóspólu eru hærri en heildsöluverð skila bæði fyrirtæki hagnaði. Bakþankar 13.2.2012 20:04
Um hvað eru hagfræðingar sammála? Frá bankahruni hafa hagfræðingar verið nokkuð í sviðsljósinu. Stéttin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki varað við ósköpunum en á sama tíma hefur verið leitað til hennar til að skýra hvað gekk hér á. Þá hefur hún verið fyrirferðarmikil í umræðu um nokkur helstu hitamál samtímans svo sem gjaldmiðilinn, verðtrygginguna og Icesave-málið. Í þessum málum og fleiri hafa hagfræðingar viðrað fjölbreyttar skoðanir og virðist Bakþankar 30.1.2012 22:14
Fýluferð á föstudegi Andskotinn, þetta er vesen,“ hugsaði ég með mér þegar ég uppgötvaði að ég hafði keyrt um á útrunnu ökuskírteini í þrjá mánuði. Ég gróf upp símanúmerið hjá gamla ökukennaranum mínum og pantaði ökumat síðar í sömu viku. Ökumatið gekk bara nokkuð vel; ég þótti vera öruggur ökumaður en mætti vera aðeins duglegri við að gefa stefnuljós. Þá þarf ég að gæta þess að stoppa alveg, en ekki næstum því, við stöðvunarskyldu. Gott og vel, ég var kominn með ökumatið og gat þá endurnýjað ökuskírteinið hjá sýslumanni. Það var föstudagur og ég ákvað að klára málið bara strax. Bakþankar 16.1.2012 21:00
Forsetakjör á nýjum forsendum Komandi forsetakjör kann að verða ólíkt þeim fyrri í ljósi þess að sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur breytt eðli embættis síns. Það er eiginlega orðin klisja að segja það en embættið er orðið pólitískara. Skýrasta dæmið er án efa að Ólafur virkjaði málskotsrétt forseta með því að hafna í þrígang að skrifa undir lög frá Alþingi. Þá hefur Ólafur í raun leyft sér hin síðari ár að reka eigin utanríkisstefnu án, að því er virðist, mikils samráðs við utanríkisþjónustuna. Með þessi fordæmi til staðar er eftir meiru að slægjast fyrir stjórnmálahreyfingar landsins að koma "sínum manni“ að. Bakþankar 2.1.2012 21:35
Stærsta frétt ársins Bandaríska tímaritið Time velur í desember ár hvert þann einstakling sem þykir hafa markað dýpst spor í veraldarsöguna á árinu. Stundum hefur tímaritinu tekist vel upp við þetta val en þó alls ekki alltaf en útnefningin er ekki ætluð sem upphefð enda hafa miður geðslegir einstaklingar á borð við Adolf Hitler og Kómeini erkiklerk orðið fyrir valinu. Tímaritinu hefur hins vegar sjaldan tekist jafn vel upp og í ár þegar „Mótmælandinn“ varð fyrir valinu. Bakþankar 19.12.2011 22:12
Virðing fyrir vísindunum Íslendingar eru æði oft óánægðir með stjórnmálamennina sína. Mörgum þykja þeir með réttu eða röngu duglausir, hugmyndasnauðir, þrætugjarnir og jafnvel illa að sér. Stundum er gengið svo langt að kalla hópa þeirra landráðamenn eða þaðan af verra. Sá grunur læðist að vísu að mér að íslenskir stjórnmálamenn séu ekki þeir einu sem liggi undir ámæli en í það minnsta má slá því föstu að traust til íslenskra stjórnmálamanna er með minnsta móti. Bakþankar 5.12.2011 22:16
Hinn slembni maður Ég hef lengi staðið í þeirri trú að ég sé góður í steinn, skæri og blað. Mig grunar, hef ekki tekið það saman, að síðustu tíu ár hafi ég unnið í kringum 60 prósent viðureigna minna. Sé vinningshlutfalls-kompásinn minn nokkurn veginn réttur þá er það auðvitað nokkuð vel af sér vikið. Bakþankar 15.11.2011 21:43
Velferð og atvinnulíf Samtök atvinnulífsins birtu í vikunni niðurstöður skoðanakönnunar um viðhorf og rekstrarhorfur aðildarfyrirtækja sinna. Voru fyrirtækin meðal annars spurð um helstu vandamál sín nú um stundir sem og brýnustu verkefni stjórnvalda. Skoðun 21.10.2011 14:06
Kalkúnar og fávísar fjölskyldur Rithöfundurinn og tölfræðingurinn Nassim Taleb setti fram áleitna dæmisögu í bók sinni The Black Swan frá árinu 2007. Setjum okkur í spor kalkúns sem verið er að ala upp til slátrunar. Á hverjum degi kemur til kalkúnsins vingjarnlegur bóndi sem gefur honum að borða. Með hverjum deginum sem líður verður kalkúnninn öruggari með tilveru sína og traust hans á bóndanum vex. Þar til svo bóndinn kemur einn daginn og slátrar kalkúninum. Hver er lexían? Jú, það er varasamt að búast við því að framtíðin verði eins og fortíðin. Bakþankar 15.9.2011 22:31
Einræðistrúðar Sennilega má slá því föstu að valdatíð Muammar al-Gaddafi í Líbíu sé á enda runnin. Uppreisnarmönnum hefur að vísu ekki tekist að hafa hendur í hári hans en þess virðist ekki lengi að bíða. Uppreisnarmennirnir í Líbíu hafa náð tökum á húsakynnum hans og birti Sky-fréttastofan á fimmtudag viðtal við skælbrosandi uppreisnarmann sem hafði lagt hald á hatt og veldissprota einræðisherrans. Uppreisnarmaðurinn hugðist gefa föður sínum hattinn. Enn forvitnilegri var þó annar fundur í húsinu; myndaalbúm fullt af myndum af Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ekki hefur komið fram hvað eiginkonu Gaddafís fannst um albúmið. Bakþankar 26.8.2011 21:31
Hugmyndafræðileg forsjárhyggja Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í tíð Nixons og Fords. Hann var refur og talinn mun valdameiri en almennt gengur um utanríkisráðherra. Forsetarnir hunsuðu sjaldan tillögur Kissingers en það var ekki endilega vegna þess hve þær voru skynsamlegar. Bakþankar 7.8.2011 22:11
Opið samfélag og óvinir þess Voðaverkin sem framin voru í Noregi á föstudag munu sitja lengi í manni. Í það minnsta hefur sá sem hér skrifar vart getað leitt hugann að öðru þessa helgina. Hátt í hundrað eru látnir, mikið til börn og unglingar, því árásarmaðurinn vildi senda út pólitísk skilaboð. Hryllilegt en nauðsynlegt, skrifaði hann stuttu fyrir hina þaulskipulögðu árás. Að hugsa sér að þankagangur manneskju geti farið jafn rækilega út af sporinu og valdið eyðileggingu sem þessari. Bakþankar 25.7.2011 10:34
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent