Stríðið milli vídjóleiganna Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 14. febrúar 2012 10:00 Ímyndum okkur að tvö fyrirtæki ráði ríkjum á einhverjum markaði, segjum vídjóleigumarkaðnum. Fyrirtækin tvö, Spólukóngurinn og Vídjóheimur, eru hvort um sig með helmingsmarkaðshlutdeild og bjóða bæði spólur á 500 krónur. Þar sem tekjurnar af hverri vídjóspólu eru hærri en heildsöluverð skila bæði fyrirtæki hagnaði. Nú dettur framkvæmdastjóra Spólukóngsins í hug að lækka leiguverð í 450 krónur til að lokka til sín viðskiptavini Vídjóheims. Bragðið gengur upp og hagnaður fyrirtækisins eykst. Þegar Vídjóheimur áttar sig lækkar fyrirtækið verð sitt í 400 krónur og nær aftur til sín kúnnunum og fjölda til viðbótar. Svona gengur þetta þar til að báðar leigur rukka kostnaðarverð fyrir spólur og hagnaður beggja hefur þurrkast út. Kraftar samkeppni hafa verið leystir úr læðingi neytendum til hagsbóta. Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna eru eins og gefur að skilja ekki sáttir við breyttar aðstæður. Þeir hugsa með söknuði til gamla verðsins þegar bæði fyrirtæki högnuðust ágætlega og hittast því og ákveða að hækka verðið í 500 krónur á ný. Traust milli þeirra er hins vegar lítið og eru báðir hræddir um að hinn svíki samkomulagið. Þá dettur öðrum lausnin í hug. Verðvernd! Bæði fyrirtæki slá sig til riddara og lofa viðskiptavinum sínum að ef þeir finna vídjóspólu á lægra verði hjá samkeppnisaðilanum fái þeir endurgreitt. Hljómar eins og frábært mál fyrir neytendur. En, með þessum gjörningi hverfur hvati beggja fyrirtækja til að lækka verð sín og reyna að hagnast á kostnað hins. Með öðrum orðum hafa kraftar samkeppni verið teknir úr sambandi. Þessi saga hljómar kannski ekki eins og hún eigi erindi við nokkurn mann. Sé nöfnunum á fyrirtækjunum hins vegar skipt út fyrir Húsasmiðjuna og Byko, svo einn markaður þar sem verðvernd er notuð sé nefndur, þá verður viðkvæðið mögulega annað. Hér á landi ríkir nefnilega víða fákeppni og verðvernd er eitt af brögðum leiksins. Ekki að það sé augljóst hvernig komi megi í veg fyrir fákeppni. Ísland er fámennt land og þar með lítill markaður. Hér eru fá tækifæri til að ná stærðarhagkvæmni og þar að auki er landið í nokkurri fjarlægð frá öðrum mörkuðum sem gerir það að verkum að dýrt er að flytja inn vörur auk þess sem þekking útlendinga á aðstæðum er minni fyrir vikið. Þá eru aðgangstakmarkanir inn á flesta markaði. Þessum atriðum verður ekki breytt svo auðveldlega en neytendur hafa þó eitt vopn í höndunum. Þeir geta verið meðvitaðir um fákeppnina og reynt að haga kaupum sínum þannig að viðskipti þeirra séu ekki öll við sömu eða fáu viðskiptablokkirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ímyndum okkur að tvö fyrirtæki ráði ríkjum á einhverjum markaði, segjum vídjóleigumarkaðnum. Fyrirtækin tvö, Spólukóngurinn og Vídjóheimur, eru hvort um sig með helmingsmarkaðshlutdeild og bjóða bæði spólur á 500 krónur. Þar sem tekjurnar af hverri vídjóspólu eru hærri en heildsöluverð skila bæði fyrirtæki hagnaði. Nú dettur framkvæmdastjóra Spólukóngsins í hug að lækka leiguverð í 450 krónur til að lokka til sín viðskiptavini Vídjóheims. Bragðið gengur upp og hagnaður fyrirtækisins eykst. Þegar Vídjóheimur áttar sig lækkar fyrirtækið verð sitt í 400 krónur og nær aftur til sín kúnnunum og fjölda til viðbótar. Svona gengur þetta þar til að báðar leigur rukka kostnaðarverð fyrir spólur og hagnaður beggja hefur þurrkast út. Kraftar samkeppni hafa verið leystir úr læðingi neytendum til hagsbóta. Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna eru eins og gefur að skilja ekki sáttir við breyttar aðstæður. Þeir hugsa með söknuði til gamla verðsins þegar bæði fyrirtæki högnuðust ágætlega og hittast því og ákveða að hækka verðið í 500 krónur á ný. Traust milli þeirra er hins vegar lítið og eru báðir hræddir um að hinn svíki samkomulagið. Þá dettur öðrum lausnin í hug. Verðvernd! Bæði fyrirtæki slá sig til riddara og lofa viðskiptavinum sínum að ef þeir finna vídjóspólu á lægra verði hjá samkeppnisaðilanum fái þeir endurgreitt. Hljómar eins og frábært mál fyrir neytendur. En, með þessum gjörningi hverfur hvati beggja fyrirtækja til að lækka verð sín og reyna að hagnast á kostnað hins. Með öðrum orðum hafa kraftar samkeppni verið teknir úr sambandi. Þessi saga hljómar kannski ekki eins og hún eigi erindi við nokkurn mann. Sé nöfnunum á fyrirtækjunum hins vegar skipt út fyrir Húsasmiðjuna og Byko, svo einn markaður þar sem verðvernd er notuð sé nefndur, þá verður viðkvæðið mögulega annað. Hér á landi ríkir nefnilega víða fákeppni og verðvernd er eitt af brögðum leiksins. Ekki að það sé augljóst hvernig komi megi í veg fyrir fákeppni. Ísland er fámennt land og þar með lítill markaður. Hér eru fá tækifæri til að ná stærðarhagkvæmni og þar að auki er landið í nokkurri fjarlægð frá öðrum mörkuðum sem gerir það að verkum að dýrt er að flytja inn vörur auk þess sem þekking útlendinga á aðstæðum er minni fyrir vikið. Þá eru aðgangstakmarkanir inn á flesta markaði. Þessum atriðum verður ekki breytt svo auðveldlega en neytendur hafa þó eitt vopn í höndunum. Þeir geta verið meðvitaðir um fákeppnina og reynt að haga kaupum sínum þannig að viðskipti þeirra séu ekki öll við sömu eða fáu viðskiptablokkirnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun