Norðvesturkjördæmi

Fréttamynd

Spilling er lævís og lipur

Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga.

Skoðun
Fréttamynd

Elsti kvenoddvitinn frestar ballettþátttöku fyrir stjórnmálin

Helga Thorberg leikkona og garðyrkjufræðingur er elsta kona til að vera oddviti flokks í framboði til alþingiskosninga í haust. Hún fer fram fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi og segist hissa á að ekki skuli vera fleiri konur á hennar aldri að leiða lista að þessu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór sækist eftir endur­kjöri

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins á fimmtudaginn. Bergþór Ólason, þingmaður leiðir listann í kjördæminu en hann var einnig oddviti flokksins í kjördæminu á síðasta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Sleppið því að koma

Það væri synd að segja að maður missi hökuna í gólfið í hvert skipti sem ráðherra veldur manni vonbrigðum. Eins og nú þegar þær fréttir berast af því að framkvæmdum á Dynjandisheiði hafi enn eina ferðina verið slegið á frest. Vegna fjárskorts.

Skoðun
Fréttamynd

Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið

„Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún bar sigur úr býtum í próf­kjörinu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu, hafnaði í öðru sæti.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur hissa á við­brögðum Sjálf­stæðis­kvenna

Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar odd­vita­slagnum

Haraldur Bene­dikts­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjör­dæminu ef hann tapar bar­áttunni um odd­vita­sætið við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur í próf­kjöri flokksins um næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur og Bjarn­ey efst á lista Við­reisnar

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi. Listi flokksins í kjördæminu hefur nú verið birtur í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Lilja Rafney tapar oddvitasætinu

Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann felldi þar með fyrrverandi oddvita og eina þingmann VG í kjördæminu, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. 

Innlent
Fréttamynd

Breski tón­listar­kennarinn

Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni Jóns­son vill leiða lista VG

Bjarni Jónsson hefur gefið kost á sér til þess að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann segir áherslur sínar felast í styrkingu innviða, traustri búsetu og fjölskylduvænu samfélagi á landsbyggðinni.

Innlent