Oddvitaáskorunin: Rak Blómabúð í Reykjavík og ísbúð á Benidorm Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2021 15:00 Helga Thorberg er sérfræðingur þegar kemur að blómaskreytingum og mikill náttúruunnandi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Helga Thorberg leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Græðgi, taumlaus neysla og virðingarleysi við móðir jörð er á góðri leið með að útrýma öllu lífi á jörðinni. Það er á ábyrgð stjórnvalda að grípa til aðgerða til að sporna við eyðileggingunni. Það er hins vegar okkar ábyrgð að velja þá sem fara með valdið. Þess vegna þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að fara í þær róttæku breytingar, stjórnvöld sem eru ekki að þjóna auðvaldinu heldur almenningi. Með því að fylkja okkur um stefnu Sósíalistaflokksins, veljum við efnahagskerfi sem byggir á lífvænlegum gildum fyrir fjöldann – en ekki sérhagsmunum fárra. Róttækra aðgerða er þörf – ég ætla að leggja því lið. Ég er fædd í Vestmannaeyjum 1950. Menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Skrifað sjónvarpsþætti og unnið útvarps- og grínþætti með skólasystur og vinkonu minni Eddu Björgvinsdóttur. Starfaði með Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Rak mína blómabúð Blómálfinn í 15 ár - og rak ísbúð á Benidorm - pillaði rækjur í Hafnarfirði - var í sveit í Fljótshlíðinni - blómaskreytir í fínustu blómabúð Oslóar í 5 ár - afgreiddi í Björnsbakaríi og á bóndamarkaði í Hrafnagili - svo eitthvað sé nefnt ! Ég á tvo syni og fimm barnabörn.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Strandirnar eru töfrandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér ekki bragðref – en er kolfallin fyrir Elvis á Lemon! Uppáhalds bók? Dimmalimm – mamma kom að mér grátandi með bókina og snökti „svanurinn er dáinn „ – þannig uppgötvaðist að ég var læs ! Margar bæst við síðan – bæði grátur og hlátur! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Oops!...I Did It Again - Britney Spears. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stóra-Dal í Eyjafirði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Margar flottar seríur sem ég hafði ekki horft á, eins og Crown og fleiri – og svo blessaðir göngutúrnarnir, koma sér út úr húsi. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek ekki í bekk – nema ég þurfi að færa hann! Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Blómaskreytir – elska blóm. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „We need to talk!“ Uppáhalds tónlistarmaður? Víkingur Heiðar Ólafsson píanósnillingur. Besti fimmaurabrandarinn? „Hægt fer ég – en hægara kemst ég“ – sagði kerling þegar karlinn var að reka á eftir henni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar mamma flutti með okkur systurnar til Ameríku – 12 tíma flug – 3 máltíðir á leiðinni – og útsýnið út um gluggann yfir New York borg – ég var 12 ára! Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Forystukonur okkar í verkalýðshreyfingunum, jarðbundnar, sterkar og eldklárar! Besta íslenska Eurovision-lagið? „Til hamingju Ísland „ – Silvía Nótt var æði! Besta frí sem þú hefur farið í? Ég á það eftir! Uppáhalds þynnkumatur? Þynnka er ekki á mínum matseðli. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Horfði ekki á Fóstbræður. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Var utanskóla! Rómantískasta uppátækið? Það er leyndarmál! Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira
Helga Thorberg leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Græðgi, taumlaus neysla og virðingarleysi við móðir jörð er á góðri leið með að útrýma öllu lífi á jörðinni. Það er á ábyrgð stjórnvalda að grípa til aðgerða til að sporna við eyðileggingunni. Það er hins vegar okkar ábyrgð að velja þá sem fara með valdið. Þess vegna þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að fara í þær róttæku breytingar, stjórnvöld sem eru ekki að þjóna auðvaldinu heldur almenningi. Með því að fylkja okkur um stefnu Sósíalistaflokksins, veljum við efnahagskerfi sem byggir á lífvænlegum gildum fyrir fjöldann – en ekki sérhagsmunum fárra. Róttækra aðgerða er þörf – ég ætla að leggja því lið. Ég er fædd í Vestmannaeyjum 1950. Menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur. Skrifað sjónvarpsþætti og unnið útvarps- og grínþætti með skólasystur og vinkonu minni Eddu Björgvinsdóttur. Starfaði með Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Rak mína blómabúð Blómálfinn í 15 ár - og rak ísbúð á Benidorm - pillaði rækjur í Hafnarfirði - var í sveit í Fljótshlíðinni - blómaskreytir í fínustu blómabúð Oslóar í 5 ár - afgreiddi í Björnsbakaríi og á bóndamarkaði í Hrafnagili - svo eitthvað sé nefnt ! Ég á tvo syni og fimm barnabörn.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Strandirnar eru töfrandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér ekki bragðref – en er kolfallin fyrir Elvis á Lemon! Uppáhalds bók? Dimmalimm – mamma kom að mér grátandi með bókina og snökti „svanurinn er dáinn „ – þannig uppgötvaðist að ég var læs ! Margar bæst við síðan – bæði grátur og hlátur! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Oops!...I Did It Again - Britney Spears. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Stóra-Dal í Eyjafirði. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Margar flottar seríur sem ég hafði ekki horft á, eins og Crown og fleiri – og svo blessaðir göngutúrnarnir, koma sér út úr húsi. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek ekki í bekk – nema ég þurfi að færa hann! Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Blómaskreytir – elska blóm. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „We need to talk!“ Uppáhalds tónlistarmaður? Víkingur Heiðar Ólafsson píanósnillingur. Besti fimmaurabrandarinn? „Hægt fer ég – en hægara kemst ég“ – sagði kerling þegar karlinn var að reka á eftir henni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar mamma flutti með okkur systurnar til Ameríku – 12 tíma flug – 3 máltíðir á leiðinni – og útsýnið út um gluggann yfir New York borg – ég var 12 ára! Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Forystukonur okkar í verkalýðshreyfingunum, jarðbundnar, sterkar og eldklárar! Besta íslenska Eurovision-lagið? „Til hamingju Ísland „ – Silvía Nótt var æði! Besta frí sem þú hefur farið í? Ég á það eftir! Uppáhalds þynnkumatur? Þynnka er ekki á mínum matseðli. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Horfði ekki á Fóstbræður. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Var utanskóla! Rómantískasta uppátækið? Það er leyndarmál!
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira