Jólamatur

Fréttamynd

Veitingastaðurinn Brút blómstrar í miðbænum

„Við opnuðum fyrir rétt rúmu ári, eftirminnilega því rafmagnið fór af miðbænum korter í sex það kvöld. Það var smá stressandi en það þýddi ekkert annað en anda rólega,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur veitingastaðarins Brút og eigandi staðarins ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sá sem gaf Gumma Kíró göngu­skó í jóla­gjöf hefði átt að vita betur

Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jóla­gleðina á ný

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Gaf for­eldrum sínum hræði­lega jóla­gjöf sem var fljótt látin hverfa

Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Dóna­legur pakki gerði Ást­rós vand­ræða­lega á að­fanga­dags­kvöld

Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Frönsk og ítölsk matarmenning á flottasta horni Reykjavíkur

„Við opnuðum staðinn í maí 2020 viðtökurnar hafa verið frábærar. Við erum auðvitað með eitt af bestu útisvæðum í borginni sem er æðislegt á sumrin og svo erum við á einu fallegasta horni bæjarins. Nú fyrst erum við að upplifa það að hafa túristana með í viðskiptavinahópnum sem er auðvitað bara frábær viðbót. Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur yfir hátíðarnar,“ segir Margrét Ríkharðsdóttir, yfirkokkur á Duck and Rose, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ekkert hangikjöt til Bandaríkjanna í ár?

Flutningsfyrirtækið DHL tilkynnti forsvarsmönnum nammi.is á dögunum að ekkert yrði af flutningi hangikjöts til Bandaríkjanna fyrir þessi jól, vegna hertra reglna um innflutning á kjöti.

Innlent
Fréttamynd

Eldað af ást: Matmikið andasalat sem er létt í maga

Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk og önnur uppskriftin sem hún sýnir er andasalat sem er fullkomið eftir þungar hátíðarmáltíðir síðustu daga. 

Matur
Fréttamynd

Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eyðir jólunum á þinginu þar sem hún vinnur hörðum höndum að því að búa til nýtt ráðuneyti. Hún ætlar þó líka að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir að vera ekki mjög íhaldssöm þegar kemur að jólunum, á hún þó nokkrar hefðir eins og að kaupa furu, baka sörur með vinkonunum og fara á Jómfrúna í desember.

Jól
Fréttamynd

Jólamolar: Eiginmanninum ofbauð þegar hún vildi hafa tvö jólatré

Samfélagsmiðlastjarnan og mannfræðingurinn Guðrún Veiga er eitt mesta jólabarn sem fyrirfinnst. Hún hlustar til dæmis á jólalög allan ársins hring og horfir á jólamyndir í júlí. Ein af hennar uppáhalds jólahefðum er að liggja í unaðslegri ofátsmóðu með bleikan Mackintosh mola að lesa góða bók.

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: Er ein af þeim fáu sem sendir enn­þá jóla­kort

Það er óhætt að segja að dagskrárgerðarkonan Eva Laufey Kjaran sé ein af þeim sem bakar tvær ef ekki þrjár sortir fyrir jólin. Hún er mikið jólabarn og hefst undirbúningurinn snemma hjá henni. Hún gaf nýlega út sína fjórðu bók, Bakað með Evu, ásamt því að hafa verið að frumsýna aðra þáttaröð af Blindum bakstri síðasta sunnudag en fyrstu þættirnir verða í sérstökum hátíðarbúningi.

Jól
Fréttamynd

Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri

Blindur bakstur fór af stað á sunnudag og fyrstu tveir þættirnir verða sérstakir jólaþættir. Í fyrri þættinum var bakað piparkökuhús og á næsta sunnudag kemur svo í ljós hvað keppendur þurfa að baka í seinni þættinum. 

Jól
Fréttamynd

Jóla­­­molar: Er ekki týpan sem skiptir gjöfum

Selma Björnsdóttir er einstaklega mikið jólabarn. Það er nóg að gera hjá henni í desember en fyrir utan almennan jólaundirbúning syngur hún á alls þrettán jólatónleikum ásamt því að stýra athöfnum hjá Siðmennt og leikstýra. Þá fer hún einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni sem frumsýnd verður á RÚV á annan í jólum.

Jól
Fréttamynd

Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“

Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla?

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: Ekkert verra en að vera þunnur á að­fanga­dag

Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati.

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: Stjórn­laus þegar kemur að möndlu­grautnum

Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími.

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: „Jólin eru há­tíð, ekki árs­tíð!“

Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið.

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: Setur leður­hanska á óska­listann á hverju ári

Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta.

Jól