Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. desember 2022 09:00 Tónlistarkonan Margrét Eir Hjartardóttir er viðmælandi í Jólamola dagsins. Það er óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Fyrir utan það að vera að fara syngja á hinum ýmsu jólatónleikum, þá ætlar hún sér að baka yfir sex sortir af smákökum fyrir jólin. En það er einmitt baksturinn sem hringir inn jólin fyrir Margréti. Margrét Eir er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Hahaha. Ég hef ALDREI fengið þessa spurningu áður. Ég verð þá frekar að hallast að Elf - halda í þennan barnslega spenning yfir jólunum. Það er alltaf spennandi að sjá hvað er í pökkunum.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Eir (@margreteir) Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég var alltaf mikil afastelpa þegar ég var lítil og frá því ég man eftir mér þá fórum við afi saman í aftansöng á aðfangadag klukkan 18 og sungum jólin inn saman. Mér þykir mjög vænt um þessa minningu.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Maðurinn minn Jökull Jörgensen, gaf mér yndislega gjöf fyrir nokkrum árum. Hann er nokkuð handlaginn og hefur gaman að gera lítil listaverk. Þarna hafði hann hafði fengið gamla skó af mér frá því að ég var lítil hjá mömmu, stillti þeim upp á steinplatta og raðaði nokkrum litlum steinum í kring - og kallaði þetta „Fyrstu skrefin“ - ég bara táraðist. Inni í skónum var svo lítið ljóð sem hann orti: Varlega tiplar milli steina Við vorsins fagra hljóm Hafnfirsk huldu meyja Hermir eftir afa á nýjum skóm“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Eir (@margreteir) Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Já það kemur stundum fyrir að maður fær vondar gjafir en oftast er nú góður hugur á bak við þær. En ég fékk einu sinni alveg hræðilegan lampa sem fór BEINT í nytjagáminn um leið og opnaði.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Það eru svo sem ekki margar hefði sem ég held beint í. Auðvitað er aðfangadagur mjög hefðbundinn hjá okkur. Gera aðventukrans, baka smákökur, hitta vini , hitta fjölskylduna, vera þakklát, syngja fyrir ykkur - þetta eru mínar hefðir. Jú bíddu hæg, það eru auðvitað jólakortin - Jólakortin alltaf.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „The Christmas Song (Chestnuts roasting) með Nat King Cole. Elska að hlusta á Mahaliu Jackson og svo elska ég jólin með Peggy Lee. Helga Möller og Borgardætur ekki langt undan.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég held mikið upp á A Christmas Carol með Jim Carrey (teiknimynd). Líka Michael Caine og prúðuleikararnir og George C. Scott. Að sjálfsögðu er Love Actually alltaf einhvers staðar þarna og Home Alone og Wonderful Life, Die Hard og Lord of the Rings (já það er jólamynd fyrir mér). Þegar ég var krakki þá elskaði ég norska ævintýramynd sem heitir Leitin af jólastjörnunni, vá hvað ég var heilluð af henni.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Við erum alltaf með eitthvað spennandi í jólamatinn, yfirleitt eitthvað rautt kjöt og ég held að það verði hægelduð hrossalund í ár ásamt einhverju geggjuðu meðlæti…og já ég elda.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mig langar í úr (ég vona að Jökull lesi þetta), ALLTAF til í skó og plís ekki snyrtivöru í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Eir (@margreteir) Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Bakstur ….Á bara allskonar. Ég baka biscotti að minnsta kosti tvær eða þrjár týpur af því. Svo baka ég auðvitað „jollakúlur“ sem eru smákökur sem maðurinn elskar. Nú ætla ég líka að henda í ljósa randalínu því ég á svo mikið af sultu sem ég geri sjálf. Svo ætla ég að gera lucia bollur og svo …Já einmitt ég er kannski aðeins of metnaðarfull.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Það er margt að gerast í desember hjá mér. Ég verð með Friðrik Ómar í Salnum og Hofi í tónleikarröðinni hans Heima um jólin. Ég er að stjórna Kvennakór Kópavogs og við vorum með tónleika 4. desember. Svo rétt fyrir jólin, 21. desember, verð ég með mína eigin tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, eins og ég hef gert síðustu ... mhm…örugglega 10 ár núna. Þar spila með mér Börkur og Daði Birgissynir og Þorgrímur Jónsson. Sérstakur gestur þar verður vinur minn Egill Árni tenórsöngvari. Og... Ég er ekki búin... Því svo ætla ég að syngja með Björgvini Halldórs 23. desember í Bæjarbíó, það verður þvílíkt næs.“ Það er nóg að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Tónlist Tengdar fréttir Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01 Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01 „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Hahaha. Ég hef ALDREI fengið þessa spurningu áður. Ég verð þá frekar að hallast að Elf - halda í þennan barnslega spenning yfir jólunum. Það er alltaf spennandi að sjá hvað er í pökkunum.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Eir (@margreteir) Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég var alltaf mikil afastelpa þegar ég var lítil og frá því ég man eftir mér þá fórum við afi saman í aftansöng á aðfangadag klukkan 18 og sungum jólin inn saman. Mér þykir mjög vænt um þessa minningu.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Maðurinn minn Jökull Jörgensen, gaf mér yndislega gjöf fyrir nokkrum árum. Hann er nokkuð handlaginn og hefur gaman að gera lítil listaverk. Þarna hafði hann hafði fengið gamla skó af mér frá því að ég var lítil hjá mömmu, stillti þeim upp á steinplatta og raðaði nokkrum litlum steinum í kring - og kallaði þetta „Fyrstu skrefin“ - ég bara táraðist. Inni í skónum var svo lítið ljóð sem hann orti: Varlega tiplar milli steina Við vorsins fagra hljóm Hafnfirsk huldu meyja Hermir eftir afa á nýjum skóm“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Eir (@margreteir) Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Já það kemur stundum fyrir að maður fær vondar gjafir en oftast er nú góður hugur á bak við þær. En ég fékk einu sinni alveg hræðilegan lampa sem fór BEINT í nytjagáminn um leið og opnaði.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Það eru svo sem ekki margar hefði sem ég held beint í. Auðvitað er aðfangadagur mjög hefðbundinn hjá okkur. Gera aðventukrans, baka smákökur, hitta vini , hitta fjölskylduna, vera þakklát, syngja fyrir ykkur - þetta eru mínar hefðir. Jú bíddu hæg, það eru auðvitað jólakortin - Jólakortin alltaf.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „The Christmas Song (Chestnuts roasting) með Nat King Cole. Elska að hlusta á Mahaliu Jackson og svo elska ég jólin með Peggy Lee. Helga Möller og Borgardætur ekki langt undan.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég held mikið upp á A Christmas Carol með Jim Carrey (teiknimynd). Líka Michael Caine og prúðuleikararnir og George C. Scott. Að sjálfsögðu er Love Actually alltaf einhvers staðar þarna og Home Alone og Wonderful Life, Die Hard og Lord of the Rings (já það er jólamynd fyrir mér). Þegar ég var krakki þá elskaði ég norska ævintýramynd sem heitir Leitin af jólastjörnunni, vá hvað ég var heilluð af henni.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Við erum alltaf með eitthvað spennandi í jólamatinn, yfirleitt eitthvað rautt kjöt og ég held að það verði hægelduð hrossalund í ár ásamt einhverju geggjuðu meðlæti…og já ég elda.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mig langar í úr (ég vona að Jökull lesi þetta), ALLTAF til í skó og plís ekki snyrtivöru í ár.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Eir (@margreteir) Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Bakstur ….Á bara allskonar. Ég baka biscotti að minnsta kosti tvær eða þrjár týpur af því. Svo baka ég auðvitað „jollakúlur“ sem eru smákökur sem maðurinn elskar. Nú ætla ég líka að henda í ljósa randalínu því ég á svo mikið af sultu sem ég geri sjálf. Svo ætla ég að gera lucia bollur og svo …Já einmitt ég er kannski aðeins of metnaðarfull.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Það er margt að gerast í desember hjá mér. Ég verð með Friðrik Ómar í Salnum og Hofi í tónleikarröðinni hans Heima um jólin. Ég er að stjórna Kvennakór Kópavogs og við vorum með tónleika 4. desember. Svo rétt fyrir jólin, 21. desember, verð ég með mína eigin tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, eins og ég hef gert síðustu ... mhm…örugglega 10 ár núna. Þar spila með mér Börkur og Daði Birgissynir og Þorgrímur Jónsson. Sérstakur gestur þar verður vinur minn Egill Árni tenórsöngvari. Og... Ég er ekki búin... Því svo ætla ég að syngja með Björgvini Halldórs 23. desember í Bæjarbíó, það verður þvílíkt næs.“ Það er nóg að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna.
Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Tónlist Tengdar fréttir Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01 Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01 „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01
Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01
„Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00
Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01
Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00
Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01