Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap.
Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?
Auðvitað er ég Grinch, útlitlega séð.
Hver er þín uppáhalds jólaminning?
Það var þegar ég sá fyrst alvöru jólasvein setja nammi í skóinn minn.
Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Ég man alltaf eftir því þegar ég fékk málningatrönur, það gladdi mig mikið.
Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Það er alveg sama hvað ég hugsa það lengi, þá kemur engin upp í hugann á mér.
Hver er uppáhalds jólahefðin þín?
Þegar ég fæ að vera í eldhúsinu allan daginn. Nú verð ég með mat alla jóladagana hjá mér, þannig að það verður ekki betra.
Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?
„Þar sem jólin bíða þín“ með Bergsveini Arilíussyni.
Hver er þín uppáhalds jólamynd?
Þegar Trölli stal jólunum, held ég. Annars er horft svo mikið á Hallmark jólamyndir heima hjá mér. Þær enda allar eins, þannig að það eru allar góðar.
Hvað borðar þú á aðfangadag?
Það er gamli góði hamborgarhryggurinn.
Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár?
Eitthvað sem fer mér vel, alls staðar og alltaf.
Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?
Þegar ég fæ sveitahangikjétið í hendurnar og húsið fer að ilma. Þá mega jólin fara að koma.
Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin?
Það er bara verið að undirbúa að opna nýja veitingastaðinn minn. Svo auðvitað að fara versla í matinn.
Sjá einnig: Jói Fel opnar nýjan stað: „Seinni helmingurinn er byrjaður í mínu lífi“