Samgöngur Hopp-hjól aftur fjarlægð af götum Þórshafnar: „Þetta er svona kafkaískur farsi“ Fimmtíu rafhlaupahjól hjólaleigunnar Hopp hafa nú verið fjarlægð af götum Þórshafnar í Færeyjum í annað sinn. Þeir sem nota rafhaupahjólin geta átt von á allt að 19 þúsund króna sekt en framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðun færeysku Samgöngustofunnar haldi ekki vatni. Innlent 23.4.2022 11:24 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Innlent 21.4.2022 11:00 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Innlent 19.4.2022 22:55 Framtíð Íslands: Loftlagsmál – samgöngur – sjálfbærni Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Skoðun 19.4.2022 11:30 Leitar eftir aðilum til að reisa, fjármagna og reka Ölfusárbrú Vegagerðin hefur hafið útboðsferli nýrrar Ölfusárbrúar í einkaframkvæmd með auglýsingu eftir upplýsingum um áhugasama bjóðendur. Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um hönnun, framkvæmd, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkjanna til allt að þrjátíu ára. Viðskipti innlent 18.4.2022 07:57 Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. Innlent 16.4.2022 05:47 Krefjumst aðgerða vegna Suðurfjarðarvegar Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. Skoðun 15.4.2022 22:03 Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. Innlent 13.4.2022 22:58 „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. Innlent 13.4.2022 21:17 Fagnar tillögum starfshópsins: „Eitt slys er slysi of mikið“ Ölvun á smáfaratækjum verður meðal annars gerð refsiverð ef tillögur starfshóps á vegum innviðaráðuneytisins gengur eftir. Framkvæmdastjóri Hopp fagnar niðurstöðum hópsins en telur mikilvægt að reglurnar verði ekki of harðar. Innlent 13.4.2022 17:07 Vilja forgang á framkvæmdir svo hægt sé að losna við Baldur fyrir fullt og allt Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur telja að ástand ferjunnar Baldurs, sem sveitarfélögin nefna að sé ömurlegt, sýni nauðsyn þess að Herjólfur III leysi ferjuna af án tafar. Innlent 13.4.2022 12:58 Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. Innlent 12.4.2022 13:14 Stöðva framkvæmdir við Suðurlandsveg vegna kæru Waldorfskólans Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga Innlent 12.4.2022 11:15 Eflum samgöngur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur Á síðustu árum hefur orðið bylting í samgönguháttum í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað mikið sem kjósa umhverfisvænan fararmáta til og frá vinnu eða til að njóta útivistar, t.d. hjól, rafskutlur og rafhjól. Einnig hafði COVID þau áhrif að enn stærri hópur fór að njóta útivistar og notaði göngu- og hjólreiðastíga í meira mæli en áður. Skoðun 10.4.2022 14:00 Síðustu naglarnir skulu af götum Reykjavíkur í næstu viku Fjögur af hverjum tíu ökutækjum í Reykjavík voru á nagladekkjum í mars. Þetta kom í ljós við talningu á vegum borgarinnar í síðasta mánuði. Innlent 7.4.2022 13:48 Strætó boðar frekari aðhaldsaðgerðir Strætó hefur boðað til frekari aðhaldsaðgerða vegna slæmrar afkomu. Tilkynnt var um fyrri hluta þeirra í síðustu viku, við mikið ósætti. Innlent 6.4.2022 21:18 Reykjanesbrautin í stokk – lífsgæðabylting fyrir íbúa Kópavogs Nú hefur verið kynnt niðurstaða úr hugmyndasamkeppni um nýja sýn fyrir næsta uppbyggingaráfanga Glaðheimasvæðisins. ASK arkitektar báru sigur úr býtum en vinningstillagan gerir ráð fyrir nútímalegu og sjálfbæru hverfi með áherslu á mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Skoðun 5.4.2022 09:31 Hjálmar harmar skerta þjónustu strætó Strætó skerðir í dag þjónustu sína við farþega með því að draga úr tíðni ferð á nokkrum leiðum og hætta akstri þeirra fyrr á kvöldin. Stjórnarformaður skilur ósætti farþega vel og vonast til að skert þjónusta verði aðeins tímabundin. Innlent 3.4.2022 16:01 Netverjar mótmæla niðurskurði hjá Strætó: „Á hvaða brengluðu tímalínu lifi ég?“ Netverjar eru síður en svo sáttir með breytta ferðaáætlun Strætó sem var kynnt í gær. Strætómál og leigubílaleysi hefur verið til mikillar umræðu, til að mynda á Twitter, og segja netverjar um öryggismál að ræða. Innlent 3.4.2022 14:15 Strætó miður sín vegna Klapp-vandamála Nýtt greiðslukerfi Strætó hefur farið brösuglega af stað og mörgum verið meinaður aðgangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betrumbótum strax í næstu viku. Innlent 1.4.2022 20:30 Aðsókn í landsbyggðarstrætó hrynur: Miðinn á ellefu þúsund til Akureyrar Hraðlest á milli landshluta? Ekki í þessu lífi, segir forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar. Aftur á móti er boðuð alger endurskoðun á Strætó á landsbyggðinni. Neytendur 31.3.2022 23:01 Bein útsending: Út á land með strætó, flugi og ferju Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi um almenningssamgöngur á landsbyggðinni milli klukkan 9 og 10:15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á Vísi. Innlent 31.3.2022 08:31 „Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Innlent 30.3.2022 22:12 Reykjanesbraut í stokk og nýr miðbær við Smára Reykjanesbraut verður lögð í stokk, Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi myndast við Smárahverfi í Kópavogi. Þetta mun allt gerast á svæðinu samkvæmt vinningstillögu hugmyndasamkeppni um uppbyggingu Kópavogs sem kynnt var í dag. Innlent 30.3.2022 15:18 Bíllaus Laugardalur og fleiri hugmyndir Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði? Skoðun 30.3.2022 10:00 Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Innlent 29.3.2022 21:07 Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Innlent 27.3.2022 21:08 Öllum tilboðum hafnað í fyrstu einkafjármögnuðu vegagerðina Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem bárust í endurnýjun hringvegarins um Hornafjörð og ákveðið að bjóða verkið út að nýju með breyttu sniði. Þetta var fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. Viðskipti innlent 24.3.2022 20:20 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. Innlent 22.3.2022 21:14 Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. Viðskipti innlent 22.3.2022 14:58 « ‹ 30 31 32 33 34 35 36 37 38 … 100 ›
Hopp-hjól aftur fjarlægð af götum Þórshafnar: „Þetta er svona kafkaískur farsi“ Fimmtíu rafhlaupahjól hjólaleigunnar Hopp hafa nú verið fjarlægð af götum Þórshafnar í Færeyjum í annað sinn. Þeir sem nota rafhaupahjólin geta átt von á allt að 19 þúsund króna sekt en framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðun færeysku Samgöngustofunnar haldi ekki vatni. Innlent 23.4.2022 11:24
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Innlent 21.4.2022 11:00
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Innlent 19.4.2022 22:55
Framtíð Íslands: Loftlagsmál – samgöngur – sjálfbærni Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Skoðun 19.4.2022 11:30
Leitar eftir aðilum til að reisa, fjármagna og reka Ölfusárbrú Vegagerðin hefur hafið útboðsferli nýrrar Ölfusárbrúar í einkaframkvæmd með auglýsingu eftir upplýsingum um áhugasama bjóðendur. Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um hönnun, framkvæmd, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkjanna til allt að þrjátíu ára. Viðskipti innlent 18.4.2022 07:57
Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. Innlent 16.4.2022 05:47
Krefjumst aðgerða vegna Suðurfjarðarvegar Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. Skoðun 15.4.2022 22:03
Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. Innlent 13.4.2022 22:58
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. Innlent 13.4.2022 21:17
Fagnar tillögum starfshópsins: „Eitt slys er slysi of mikið“ Ölvun á smáfaratækjum verður meðal annars gerð refsiverð ef tillögur starfshóps á vegum innviðaráðuneytisins gengur eftir. Framkvæmdastjóri Hopp fagnar niðurstöðum hópsins en telur mikilvægt að reglurnar verði ekki of harðar. Innlent 13.4.2022 17:07
Vilja forgang á framkvæmdir svo hægt sé að losna við Baldur fyrir fullt og allt Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur telja að ástand ferjunnar Baldurs, sem sveitarfélögin nefna að sé ömurlegt, sýni nauðsyn þess að Herjólfur III leysi ferjuna af án tafar. Innlent 13.4.2022 12:58
Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. Innlent 12.4.2022 13:14
Stöðva framkvæmdir við Suðurlandsveg vegna kæru Waldorfskólans Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga Innlent 12.4.2022 11:15
Eflum samgöngur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur Á síðustu árum hefur orðið bylting í samgönguháttum í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað mikið sem kjósa umhverfisvænan fararmáta til og frá vinnu eða til að njóta útivistar, t.d. hjól, rafskutlur og rafhjól. Einnig hafði COVID þau áhrif að enn stærri hópur fór að njóta útivistar og notaði göngu- og hjólreiðastíga í meira mæli en áður. Skoðun 10.4.2022 14:00
Síðustu naglarnir skulu af götum Reykjavíkur í næstu viku Fjögur af hverjum tíu ökutækjum í Reykjavík voru á nagladekkjum í mars. Þetta kom í ljós við talningu á vegum borgarinnar í síðasta mánuði. Innlent 7.4.2022 13:48
Strætó boðar frekari aðhaldsaðgerðir Strætó hefur boðað til frekari aðhaldsaðgerða vegna slæmrar afkomu. Tilkynnt var um fyrri hluta þeirra í síðustu viku, við mikið ósætti. Innlent 6.4.2022 21:18
Reykjanesbrautin í stokk – lífsgæðabylting fyrir íbúa Kópavogs Nú hefur verið kynnt niðurstaða úr hugmyndasamkeppni um nýja sýn fyrir næsta uppbyggingaráfanga Glaðheimasvæðisins. ASK arkitektar báru sigur úr býtum en vinningstillagan gerir ráð fyrir nútímalegu og sjálfbæru hverfi með áherslu á mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Skoðun 5.4.2022 09:31
Hjálmar harmar skerta þjónustu strætó Strætó skerðir í dag þjónustu sína við farþega með því að draga úr tíðni ferð á nokkrum leiðum og hætta akstri þeirra fyrr á kvöldin. Stjórnarformaður skilur ósætti farþega vel og vonast til að skert þjónusta verði aðeins tímabundin. Innlent 3.4.2022 16:01
Netverjar mótmæla niðurskurði hjá Strætó: „Á hvaða brengluðu tímalínu lifi ég?“ Netverjar eru síður en svo sáttir með breytta ferðaáætlun Strætó sem var kynnt í gær. Strætómál og leigubílaleysi hefur verið til mikillar umræðu, til að mynda á Twitter, og segja netverjar um öryggismál að ræða. Innlent 3.4.2022 14:15
Strætó miður sín vegna Klapp-vandamála Nýtt greiðslukerfi Strætó hefur farið brösuglega af stað og mörgum verið meinaður aðgangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betrumbótum strax í næstu viku. Innlent 1.4.2022 20:30
Aðsókn í landsbyggðarstrætó hrynur: Miðinn á ellefu þúsund til Akureyrar Hraðlest á milli landshluta? Ekki í þessu lífi, segir forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar. Aftur á móti er boðuð alger endurskoðun á Strætó á landsbyggðinni. Neytendur 31.3.2022 23:01
Bein útsending: Út á land með strætó, flugi og ferju Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi um almenningssamgöngur á landsbyggðinni milli klukkan 9 og 10:15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á Vísi. Innlent 31.3.2022 08:31
„Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Innlent 30.3.2022 22:12
Reykjanesbraut í stokk og nýr miðbær við Smára Reykjanesbraut verður lögð í stokk, Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi myndast við Smárahverfi í Kópavogi. Þetta mun allt gerast á svæðinu samkvæmt vinningstillögu hugmyndasamkeppni um uppbyggingu Kópavogs sem kynnt var í dag. Innlent 30.3.2022 15:18
Bíllaus Laugardalur og fleiri hugmyndir Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði? Skoðun 30.3.2022 10:00
Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Innlent 29.3.2022 21:07
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Innlent 27.3.2022 21:08
Öllum tilboðum hafnað í fyrstu einkafjármögnuðu vegagerðina Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem bárust í endurnýjun hringvegarins um Hornafjörð og ákveðið að bjóða verkið út að nýju með breyttu sniði. Þetta var fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. Viðskipti innlent 24.3.2022 20:20
Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. Innlent 22.3.2022 21:14
Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. Viðskipti innlent 22.3.2022 14:58
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent