Hver er framtíðarsýn stjórnvalda í ferjusiglingum yfir Breiðafjörð? Sigurður Páll Jónsson skrifar 4. apríl 2023 09:31 Breiðafjarðarferjan Baldur hefur álíka oft komist í fréttir vegna bilana síðustu árin og stýrivaxtahækkanir Seðlabankastjóra. Vonandi fer verðbólga að hjaðna og ákveðið hefur verið að selja núverandi Baldur. En hvernig skip er áætlað að komi í staðinn? Eins og oft hefur komið fram er ferjan Baldur smíðaður 1979, (44 ára gammall) er með einni aðalvél sem erfitt er að fá varahluti í. Skipið er 68,3 m á lengd, 11,6 m ábreidd og er 1,677 brúttótonn. Hann tekur 280 farþega og 49 bíla (6 treilera.) Stjórnvöld segja að erfitt sé að finna annað skip og aðeins eitt skip frá Noregi sé í boði sem henti. Það ber nafnið Röst og er smíðað árið 1991, (12 árum yngra er Baldur) 32 ára gamalt, 66 m á lengd, 13,4 m á breidd, 2036 búttótonn, tekur 235 farþega og 42 bíla (5 treilera.) Röst er með tveimur vélum sem er framför, en þær eru samsorta og vélin í Baldri sem erfitt hefur verið að fá varahluti í. Að skipta þessu skipi inná fyrir núverndi Baldur, sem tekur færri farþega, færri bíla og færri treilera og er 32 ára gamalt, er líkt og að pissa í skóinn sinn. Af því er skammgóður vermir. Þarfagreining sem gerð var sýndi að minnst 8 TREILERA ferja væri nauðsynleg, helst stærri. Hafnaraðstaðan (ekjubrýrnar) bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi býður ekki uppá breiðari skip eins og staðan er í dag og þess vegna horfa sjórnvöld til þess að fá skip sem er svipað breitt og Baldur, Röst er 1,8 m breiðari en Baldur og þá væri kannski hægt að notast við núverandi ekjubrýr í höfnunum. Kunnugir aðilar segja að nóg sé í boði af breiðari skipum (ca 16 m breið), en þá þarf að laga hafnarmannvirki samkvæmt því. Þessir sömu aðilar leggja til að það marg borgi sig að aðlaga hafnarmannvirkin að breiðara skipi og þá sé hægt t.d að nota gamla Herjólf, sem Ríkið á í dag, eða finna hentugt skip sem þjónar þeim þörfum sem fyrir liggja með sívaxandi fiskflutningum og mikilli aukningu í ferðafólki. Fiskeldið á suðurfjörðum Vestfjarða er í vexti og gríðarleg aukning við Ísafjarðardjúp. Steingrímsfjarðarheiði og þröskuldar verða oft ófærir á vetrum, þá eykst umferð suður um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði. Þó vegurinn um Gufudalssveit á Barðaströnd (Teigskógsleið) er loksins að verða að veruleika mun Klettsháls verða ófær á vetrum eins og reynslan segir. Fólk og ferskvörur þurfa að berast á öruggan hátt suður og einmitt þessvegna verða stjórn völd að hugsa til framtíðar með öruggar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð með skipi sem dugar til þeirrar gríðarlegu aukningar á flutningsþörf sem þegar er staðreynd og þeirri staðreynd að þörfin mun bara aukast. Ef Baldur er að seljast í sumar er ráðlegt að aðlaga ferjubryggjurnar breiðara skipi strax í haust! Ég hvet stjórnvöld að ráðast í þær hafnarframkvæmdir bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi sem geta þjónað skipi sem dugar til að anna þeim flutningum frá og til Vestfjarða sem hafa aukist mikið síðustu ár og eiga eftir að aukast enn meira. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Ferjan Baldur Samgöngur Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur álíka oft komist í fréttir vegna bilana síðustu árin og stýrivaxtahækkanir Seðlabankastjóra. Vonandi fer verðbólga að hjaðna og ákveðið hefur verið að selja núverandi Baldur. En hvernig skip er áætlað að komi í staðinn? Eins og oft hefur komið fram er ferjan Baldur smíðaður 1979, (44 ára gammall) er með einni aðalvél sem erfitt er að fá varahluti í. Skipið er 68,3 m á lengd, 11,6 m ábreidd og er 1,677 brúttótonn. Hann tekur 280 farþega og 49 bíla (6 treilera.) Stjórnvöld segja að erfitt sé að finna annað skip og aðeins eitt skip frá Noregi sé í boði sem henti. Það ber nafnið Röst og er smíðað árið 1991, (12 árum yngra er Baldur) 32 ára gamalt, 66 m á lengd, 13,4 m á breidd, 2036 búttótonn, tekur 235 farþega og 42 bíla (5 treilera.) Röst er með tveimur vélum sem er framför, en þær eru samsorta og vélin í Baldri sem erfitt hefur verið að fá varahluti í. Að skipta þessu skipi inná fyrir núverndi Baldur, sem tekur færri farþega, færri bíla og færri treilera og er 32 ára gamalt, er líkt og að pissa í skóinn sinn. Af því er skammgóður vermir. Þarfagreining sem gerð var sýndi að minnst 8 TREILERA ferja væri nauðsynleg, helst stærri. Hafnaraðstaðan (ekjubrýrnar) bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi býður ekki uppá breiðari skip eins og staðan er í dag og þess vegna horfa sjórnvöld til þess að fá skip sem er svipað breitt og Baldur, Röst er 1,8 m breiðari en Baldur og þá væri kannski hægt að notast við núverandi ekjubrýr í höfnunum. Kunnugir aðilar segja að nóg sé í boði af breiðari skipum (ca 16 m breið), en þá þarf að laga hafnarmannvirki samkvæmt því. Þessir sömu aðilar leggja til að það marg borgi sig að aðlaga hafnarmannvirkin að breiðara skipi og þá sé hægt t.d að nota gamla Herjólf, sem Ríkið á í dag, eða finna hentugt skip sem þjónar þeim þörfum sem fyrir liggja með sívaxandi fiskflutningum og mikilli aukningu í ferðafólki. Fiskeldið á suðurfjörðum Vestfjarða er í vexti og gríðarleg aukning við Ísafjarðardjúp. Steingrímsfjarðarheiði og þröskuldar verða oft ófærir á vetrum, þá eykst umferð suður um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði. Þó vegurinn um Gufudalssveit á Barðaströnd (Teigskógsleið) er loksins að verða að veruleika mun Klettsháls verða ófær á vetrum eins og reynslan segir. Fólk og ferskvörur þurfa að berast á öruggan hátt suður og einmitt þessvegna verða stjórn völd að hugsa til framtíðar með öruggar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð með skipi sem dugar til þeirrar gríðarlegu aukningar á flutningsþörf sem þegar er staðreynd og þeirri staðreynd að þörfin mun bara aukast. Ef Baldur er að seljast í sumar er ráðlegt að aðlaga ferjubryggjurnar breiðara skipi strax í haust! Ég hvet stjórnvöld að ráðast í þær hafnarframkvæmdir bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi sem geta þjónað skipi sem dugar til að anna þeim flutningum frá og til Vestfjarða sem hafa aukist mikið síðustu ár og eiga eftir að aukast enn meira. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar