Hver er framtíðarsýn stjórnvalda í ferjusiglingum yfir Breiðafjörð? Sigurður Páll Jónsson skrifar 4. apríl 2023 09:31 Breiðafjarðarferjan Baldur hefur álíka oft komist í fréttir vegna bilana síðustu árin og stýrivaxtahækkanir Seðlabankastjóra. Vonandi fer verðbólga að hjaðna og ákveðið hefur verið að selja núverandi Baldur. En hvernig skip er áætlað að komi í staðinn? Eins og oft hefur komið fram er ferjan Baldur smíðaður 1979, (44 ára gammall) er með einni aðalvél sem erfitt er að fá varahluti í. Skipið er 68,3 m á lengd, 11,6 m ábreidd og er 1,677 brúttótonn. Hann tekur 280 farþega og 49 bíla (6 treilera.) Stjórnvöld segja að erfitt sé að finna annað skip og aðeins eitt skip frá Noregi sé í boði sem henti. Það ber nafnið Röst og er smíðað árið 1991, (12 árum yngra er Baldur) 32 ára gamalt, 66 m á lengd, 13,4 m á breidd, 2036 búttótonn, tekur 235 farþega og 42 bíla (5 treilera.) Röst er með tveimur vélum sem er framför, en þær eru samsorta og vélin í Baldri sem erfitt hefur verið að fá varahluti í. Að skipta þessu skipi inná fyrir núverndi Baldur, sem tekur færri farþega, færri bíla og færri treilera og er 32 ára gamalt, er líkt og að pissa í skóinn sinn. Af því er skammgóður vermir. Þarfagreining sem gerð var sýndi að minnst 8 TREILERA ferja væri nauðsynleg, helst stærri. Hafnaraðstaðan (ekjubrýrnar) bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi býður ekki uppá breiðari skip eins og staðan er í dag og þess vegna horfa sjórnvöld til þess að fá skip sem er svipað breitt og Baldur, Röst er 1,8 m breiðari en Baldur og þá væri kannski hægt að notast við núverandi ekjubrýr í höfnunum. Kunnugir aðilar segja að nóg sé í boði af breiðari skipum (ca 16 m breið), en þá þarf að laga hafnarmannvirki samkvæmt því. Þessir sömu aðilar leggja til að það marg borgi sig að aðlaga hafnarmannvirkin að breiðara skipi og þá sé hægt t.d að nota gamla Herjólf, sem Ríkið á í dag, eða finna hentugt skip sem þjónar þeim þörfum sem fyrir liggja með sívaxandi fiskflutningum og mikilli aukningu í ferðafólki. Fiskeldið á suðurfjörðum Vestfjarða er í vexti og gríðarleg aukning við Ísafjarðardjúp. Steingrímsfjarðarheiði og þröskuldar verða oft ófærir á vetrum, þá eykst umferð suður um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði. Þó vegurinn um Gufudalssveit á Barðaströnd (Teigskógsleið) er loksins að verða að veruleika mun Klettsháls verða ófær á vetrum eins og reynslan segir. Fólk og ferskvörur þurfa að berast á öruggan hátt suður og einmitt þessvegna verða stjórn völd að hugsa til framtíðar með öruggar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð með skipi sem dugar til þeirrar gríðarlegu aukningar á flutningsþörf sem þegar er staðreynd og þeirri staðreynd að þörfin mun bara aukast. Ef Baldur er að seljast í sumar er ráðlegt að aðlaga ferjubryggjurnar breiðara skipi strax í haust! Ég hvet stjórnvöld að ráðast í þær hafnarframkvæmdir bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi sem geta þjónað skipi sem dugar til að anna þeim flutningum frá og til Vestfjarða sem hafa aukist mikið síðustu ár og eiga eftir að aukast enn meira. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Ferjan Baldur Samgöngur Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur álíka oft komist í fréttir vegna bilana síðustu árin og stýrivaxtahækkanir Seðlabankastjóra. Vonandi fer verðbólga að hjaðna og ákveðið hefur verið að selja núverandi Baldur. En hvernig skip er áætlað að komi í staðinn? Eins og oft hefur komið fram er ferjan Baldur smíðaður 1979, (44 ára gammall) er með einni aðalvél sem erfitt er að fá varahluti í. Skipið er 68,3 m á lengd, 11,6 m ábreidd og er 1,677 brúttótonn. Hann tekur 280 farþega og 49 bíla (6 treilera.) Stjórnvöld segja að erfitt sé að finna annað skip og aðeins eitt skip frá Noregi sé í boði sem henti. Það ber nafnið Röst og er smíðað árið 1991, (12 árum yngra er Baldur) 32 ára gamalt, 66 m á lengd, 13,4 m á breidd, 2036 búttótonn, tekur 235 farþega og 42 bíla (5 treilera.) Röst er með tveimur vélum sem er framför, en þær eru samsorta og vélin í Baldri sem erfitt hefur verið að fá varahluti í. Að skipta þessu skipi inná fyrir núverndi Baldur, sem tekur færri farþega, færri bíla og færri treilera og er 32 ára gamalt, er líkt og að pissa í skóinn sinn. Af því er skammgóður vermir. Þarfagreining sem gerð var sýndi að minnst 8 TREILERA ferja væri nauðsynleg, helst stærri. Hafnaraðstaðan (ekjubrýrnar) bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi býður ekki uppá breiðari skip eins og staðan er í dag og þess vegna horfa sjórnvöld til þess að fá skip sem er svipað breitt og Baldur, Röst er 1,8 m breiðari en Baldur og þá væri kannski hægt að notast við núverandi ekjubrýr í höfnunum. Kunnugir aðilar segja að nóg sé í boði af breiðari skipum (ca 16 m breið), en þá þarf að laga hafnarmannvirki samkvæmt því. Þessir sömu aðilar leggja til að það marg borgi sig að aðlaga hafnarmannvirkin að breiðara skipi og þá sé hægt t.d að nota gamla Herjólf, sem Ríkið á í dag, eða finna hentugt skip sem þjónar þeim þörfum sem fyrir liggja með sívaxandi fiskflutningum og mikilli aukningu í ferðafólki. Fiskeldið á suðurfjörðum Vestfjarða er í vexti og gríðarleg aukning við Ísafjarðardjúp. Steingrímsfjarðarheiði og þröskuldar verða oft ófærir á vetrum, þá eykst umferð suður um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði. Þó vegurinn um Gufudalssveit á Barðaströnd (Teigskógsleið) er loksins að verða að veruleika mun Klettsháls verða ófær á vetrum eins og reynslan segir. Fólk og ferskvörur þurfa að berast á öruggan hátt suður og einmitt þessvegna verða stjórn völd að hugsa til framtíðar með öruggar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð með skipi sem dugar til þeirrar gríðarlegu aukningar á flutningsþörf sem þegar er staðreynd og þeirri staðreynd að þörfin mun bara aukast. Ef Baldur er að seljast í sumar er ráðlegt að aðlaga ferjubryggjurnar breiðara skipi strax í haust! Ég hvet stjórnvöld að ráðast í þær hafnarframkvæmdir bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi sem geta þjónað skipi sem dugar til að anna þeim flutningum frá og til Vestfjarða sem hafa aukist mikið síðustu ár og eiga eftir að aukast enn meira. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun