Lögreglumál

Fréttamynd

Barn lamið í höfuðið með skóflu

Tilkynnt var um slagsmál í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var mikill æsingur á vettvangi. Flytja þurfti einn á bráðamóttöku sem hafði verið laminn í höfuðið með skóflu. Barnavernd var gert viðvart um málið, þar sem hinn lamdi er ekki orðinn sjálfráða.

Innlent
Fréttamynd

Börn vopnuð exi og hníf

Lögregla hafði í tvígang afskipti af hópum ungmenna í gærkvöldi vegna vopnaburðar. Einn var vopnaður exi og annar hníf. Forráðamenn voru látnir vita og börnin látin laus.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­línan komin aftur í gagnið

Neyðarlínan er komin aftur í gagnið, í hið minnsta símleiðis en enn er unnið að því að koma netspjalli aftur á auk innri kerfa. Þetta segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunar.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Eld­gosið í andar­slitrunum

Eldgosið sem braust út í Sundhnúksgígaröðinni í gærmorgun virðist í andarslitrunum. Íbúar á Suðurnesjum verða að líkindum án heits vatns í húsum til sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar að Daníel

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Daníeli Loga Matthíassyni.  Síðast er vitað um ferðir hans í Krónunni á Fiskislóð úti á Granda.

Innlent
Fréttamynd

Hraunflæðið kemur á ó­vart

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa komið sér á óvart að sjá hraun renna yfir Grindavíkurveg og veg að Bláa lóninu. Reynt hafi verið að verja heitavatnslögn á síðustu stundu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Eld­gos hafið við Sundhnúksgíga

Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 

Innlent
Fréttamynd

Hugsan­legt að öfga­menn á Ís­landi verði hryðju­verka­menn

Hugsanlegt er að hér á landi séu einstaklingar, sem aðhyllast ofbeldisfulla og öfga­fulla hugmyndafræði, gætu þróað með sér getu og ásetning til að fremja hryðjuverk. Þrátt fyrir það eru engar vísbendingar um að hryðjuverkahópar séu starfandi á Íslandi, né að samfélag öfgafullra trúarhópa hafi myndast á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Frétta­t­eymi RÚV lét sig hverfa í Grinda­vík

Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að  starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Leita barna sem köstuðu klaka af brú á Miklu­braut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja stráka á barnsaldri, mögulega á aldrinum níu til ellefu ára, sem grunaðir eru um að hafa kastað stórum klaka af göngubrú yfir Miklubraut í Reykjavík á sunnudag. Klakinn hafnaði á framrúðu bíls.

Innlent
Fréttamynd

Mann­réttindi. Upp­lýsinga­öflun lög­reglu um einka­mál­efni manna

Með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar er öllum sem staddir eru innan íslenskrar lögsögu tryggður réttur til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í 2. mgr. sömu greinar er mælt fyrir um að ekki megi gera tilteknar rannsóknaraðgerðir sem skerða friðhelgi einkalífs nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild.

Skoðun
Fréttamynd

Brasilísk bomba ber­brjósta við Grindavíkurskilti

Brasilísk brjóstafyrirsæta segist hafa þurft á aðhlynningu að halda á íslensku sjúkrahúsi eftir að hafa berað brjóstin við Grindavíkurskilti á Suðurnesjum. Hún segist elska Ísland og geta hugsað sér að búa hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Tveir drengir hand­teknir á mót­mælum barna

Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 

Innlent
Fréttamynd

Skag­firðinga­sveit segist svikin um níu milljónir króna

Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt.  Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 

Innlent
Fréttamynd

Fjórði á­reksturinn í dag

Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

Lykilsönnunargagn ófundið í lífs­hættu­legri skot­á­rás

Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið.

Innlent
Fréttamynd

Reyndist vera ölvaður

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 64 mál voru skráð frá miðnætti til 05:20, að því er segir í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan kom dyravörðum til að­stoðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt beiðni um aðstoð frá dyravörðum á skemmtistað í Reykjavík. Einn dyravörður hafði verið sleginn og var gerandinn handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Innlent