Yazan Tamimi er maður ársins Telma Tómasson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 31. desember 2024 14:58 Yazan var mættur ásamt foreldrum sínum í sjónvarpssal til að taka á móti viðurkenningunni. Hulda Margrét Yazan Tamimi er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Stríð, yfirvofandi átök, ofsóknir, náttúruhamfarir, loftslagsbreytingar eða einfaldlega leit að betri lífsskilyrðum hefur valdið því að straumur fólks landa á milli hefur aldrei verið meiri en nú. Ísland er fjarlægur áfangastaður, langt frá nokkru meginlandi. Á annað þúsund manns lagði þó á sig ferðalagið hingað í leit að skjóli. Heimurinn er suðupottur, sýnin á lífið sprottin úr mismunandi jarðvegi, nýir íbúar geta valdið samfélagslegum jarðskjálfta, sem sýndi sig á árinu sem er að líða. Það hrikti enda í stoðum, svo mjög að nýr forseti gerði það að umtalsefni í setningaræðu sinni. „Það horfir ófriðlega í heiminum og harka færist í samskipti innan þjóða og milli þjóða. Mikilvæg mannréttindi, sem áunnist hafa með langri baráttu, eiga nú undir högg að sækja. Fólki hættir til að skipta sér í skotgrafir – í andstæðar fylkingar. Svo læst er það sumt í afstöðu sinni að það heyrir ekki hvert í öðru. Einn alvarlegasti fylgifiskur þess er að traustið, mikilvægasti grunnur mannlegs samfélags fer þverrandi,“ sagði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Þegar gamla árið máðist út yfir í nýtt risu tjaldbúðir á Austurvelli. Réttur til fjölskyldusameiningar reis hátt í ræðu og riti. „Við hættum ekki fyrr en við náum þeim út. Viljum sjá þau koma óhult út af Gasa,“ sagði einn mótmælenda á Austurvelli. Óeirð greip aktívista, sem þrýstu á stjórnvöld að bregðast við neyðarástandi. Sjálfskipaðir bjargvættir héldu til Egyptalands að koma stríðshrjáðum í skjól. „Fyrir íslenskan diplómata væri þetta töluvert einfaldara, það sem var skýrt að eina fyrirstaðan var í raun þessi ákvörðun, taka ákvörðun um að koma að ná í þau og það er bara vilji sem þetta strandaði á. Það eru engar tæknilegar flækjur,“ sagði Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur. Sundrung í umræðunni Kerfið hreyfði sig hægar, ekki væri hægt að halda áfram í blindni. „Þetta er í undirbúningi. Við erum að skoða það í heildstæðu samhengi. Ég er í samskiptum við stjórnvöld á þessu svæði. Við erum í undirbúningi að sækja þetta fólk. Ef að þetta fólk er að komast út með aðstoð annarra er það bara ágætt og fínt. Ég bara gleðst yfir því að það geti gerst. Þetta er risamál fyrir Íslendinga og við getum ekki haldið áfram á þessari braut þar til allir innviðir eru sprungnir,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. „Ég legg bara ríka áherslu á að þetta og ætla engum í ríkisstjórninni að ætla ekki að koma fólki í vanda heim og vonandi sjáum við þetta gerast sem allra fyrst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. Lýðræði býður farsællega upp á skoðanafrelsi og ráðamenn veltu upp spurningu um hvort lítið samfélag langt úti á ballarhafi væri í stakk búið að taka við, takmarkalaust. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu, miklu fleiri hlutfallslega flóttamenn heldur en til annarra landa? Er það út af veðrinu eða legu landsins eða hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa fyrir alla sem til þekkja, vegna þess að í kerfinu eru seglar, fólk fær meira fyrir að koma hingað,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Staðan einfaldlega þessi, og ég er mjög skýrmælt með það: Ísland er einfaldlega uppselt gagnvart frekari umsóknum hælisleitenda og við það situr,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir höfðu reyndar skoðun á útlendingamálum – ekki bara stjórnmálaleiðtogar og aktívistar – og lögregluyfirvöld tóku eftir aukinni skautun á netinu, hatursorðræðan varð háværari. „Við erum hræddir. Við vitum ekki hvað mun gerast, hvort að okkur beinist andlegt eða líkamlegt ofbeldi. Við lendum í þessu að minnsta kosti fjórum til fimm sinnum á kvöld,“ segir afganskur leigubílstjóri sem hefur búið og starfað á Íslandi árum saman. Táknmynd baráttu hins smæsta við valdhafa Þremur ólíkum stjórnarflokkum tókst þó á árinu að móta sameiginlega stefnu í málefnum útlendinga. Sögðu að það væru mikil tíðindi. Um sumarið fæddist svo lítil þúfa sem varð að óyfirstíganlegu fjalli þegar vísa átti veikburða palestínsku barni í hjólastól og foreldrum þess úr landi að næturlagi. Upp hófst handahófskennd atburðarrás þar sem í óreiðunni tókust á kerfislæg sjónarmið og mannleg. Símalínur urðu rauðglóandi þegar baklandið fékk veður af aðgerðinni, ráðherrar hringdu í ráðherra og í lögreglustjórann, sem varð ekki svefnsamt þessa nótt. Fjölskyldunni var komið í var á ögurstundu og slegin skjaldborg um drenginn, sem varð hetjan í sögu sem svo oft hefur verið sögð; hann varð táknmynd um baráttu hins smæsta við þá sem valdið hafa. „Ég fékk bara beiðni frá félags-og vinnumarkaðsráðherra um að fresta brottflutningi í þessu einstaka máli. Ég ákvað að verða við því þó það væri mér þvert um geð,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. „Það var auðvitað mjög mikil spenna í kringum þetta mál og mikill þrýstingur á þessu mál og ég fer ekkert í grafgötur með það að það skipti mjög miklu máli að dómsmálaráðherra varð við því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna. „Ég hótaði ekki stjórnarslitum,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. En þarna virtist teningnum kastað og ekki varð aftur snúið. Margvíslegir brestir í stjórnarsamstarfi voru skyndilega uppi á borðinu og ekki hægt að leyna lengur þeim djúpa pólítíska ágreiningi sem kraumaði undir niðri, meðal annars í útlendingamálum. Mál litla drengsins með ólæknandi hrörnunarsjúkdóminn hafði opnað Pandóruboxið. Og ekki leið á löngu þar til stjórninni varð svo þungt um andardrátt að hún neyddist til að láta í minni pokann og forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að fram undan væru þingkosningar. „Eiríkur heldur þú að mál Palestínudrengsins hafi skipt sköpum?,“ spurði Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður. „Það er augljóst að það er þar sem að þessari atburðarás sem núna endar í þessari ákvörðun sem fer af stað að það hafði verið aðdragandi að þessari misklíð og ágreiningi innan stjórnarinnar. En síðan þegar gerist það og kemur upp þetta mál með langveikan dreng frá Palestínu, sem í rauninni á endanum má segja velti þessari ríkisstjórn það er svona þúfan sem veltir hlassinu,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Finnst skemmtilegast að teikna og spila tölvuleiki Maður ársins er birtingarmynd um baráttuanda, styrk, mýkt og djúpar mannlegar tilfinningar. Hann hreyfði við hjörtum en hafði jafnframt afdrifarík áhrif með tilveru sinni á stjórnmálin og samfélagið allt. Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er Yazan Tamimi. Yazan tók á móti viðurkenningunni í Kryddsíldinni. Ásamt henni fékk hann blóm, palestínskt handverk. Honum segist líða vel, betur en áður. Hann segist vera í Hamraskóla, og það gangi vel í skólanum. En hvað finnst honum skemmtilegast að gera í skólanum? „Fara í myndmennt og læra íslensku,“ segir Yazan. Eftir skóla finnst honum skemmtilegast að spila tölvuleik. Þá segist hann hafa eignast vini í skólanum. Feryal Aburajab Tamimi, móðir Yazans, var ásamt syni sínum mætt í Kryddsíld. „Við höfum það betra í dag og allt er í lagi hér á Íslandi,“ segir hún. Hægt er að horfa á Kryddsíldina hér að neðan. Varnargarðsmennirnir val lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar völdu sér einnig mann ársins en það voru varnargarðsmenn við Grindavík sem hlutu afgerandi kosningu. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alls bárust tæplega 26 þúsund atkvæði í kosningunni á Vísi og hlutu varnargarðsmennirnir sterka kosningu. Varnargarðsmennirnir, hafa staðið vaktina nótt sem dag á hættusvæði í námunda við endurtekin eldgos nærri Grindavík með það fyrir augum að verja heimili og fyrirtæki í Grindavík og mikilvæga innviði á svæðinu. Myndbönd af gröfumönnum á flótta undan flæðandi hrauni hafa vakið heimsathygli. Fréttir ársins 2024 Mál Yazans Kryddsíld Fjölmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Stríð, yfirvofandi átök, ofsóknir, náttúruhamfarir, loftslagsbreytingar eða einfaldlega leit að betri lífsskilyrðum hefur valdið því að straumur fólks landa á milli hefur aldrei verið meiri en nú. Ísland er fjarlægur áfangastaður, langt frá nokkru meginlandi. Á annað þúsund manns lagði þó á sig ferðalagið hingað í leit að skjóli. Heimurinn er suðupottur, sýnin á lífið sprottin úr mismunandi jarðvegi, nýir íbúar geta valdið samfélagslegum jarðskjálfta, sem sýndi sig á árinu sem er að líða. Það hrikti enda í stoðum, svo mjög að nýr forseti gerði það að umtalsefni í setningaræðu sinni. „Það horfir ófriðlega í heiminum og harka færist í samskipti innan þjóða og milli þjóða. Mikilvæg mannréttindi, sem áunnist hafa með langri baráttu, eiga nú undir högg að sækja. Fólki hættir til að skipta sér í skotgrafir – í andstæðar fylkingar. Svo læst er það sumt í afstöðu sinni að það heyrir ekki hvert í öðru. Einn alvarlegasti fylgifiskur þess er að traustið, mikilvægasti grunnur mannlegs samfélags fer þverrandi,“ sagði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Þegar gamla árið máðist út yfir í nýtt risu tjaldbúðir á Austurvelli. Réttur til fjölskyldusameiningar reis hátt í ræðu og riti. „Við hættum ekki fyrr en við náum þeim út. Viljum sjá þau koma óhult út af Gasa,“ sagði einn mótmælenda á Austurvelli. Óeirð greip aktívista, sem þrýstu á stjórnvöld að bregðast við neyðarástandi. Sjálfskipaðir bjargvættir héldu til Egyptalands að koma stríðshrjáðum í skjól. „Fyrir íslenskan diplómata væri þetta töluvert einfaldara, það sem var skýrt að eina fyrirstaðan var í raun þessi ákvörðun, taka ákvörðun um að koma að ná í þau og það er bara vilji sem þetta strandaði á. Það eru engar tæknilegar flækjur,“ sagði Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur. Sundrung í umræðunni Kerfið hreyfði sig hægar, ekki væri hægt að halda áfram í blindni. „Þetta er í undirbúningi. Við erum að skoða það í heildstæðu samhengi. Ég er í samskiptum við stjórnvöld á þessu svæði. Við erum í undirbúningi að sækja þetta fólk. Ef að þetta fólk er að komast út með aðstoð annarra er það bara ágætt og fínt. Ég bara gleðst yfir því að það geti gerst. Þetta er risamál fyrir Íslendinga og við getum ekki haldið áfram á þessari braut þar til allir innviðir eru sprungnir,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. „Ég legg bara ríka áherslu á að þetta og ætla engum í ríkisstjórninni að ætla ekki að koma fólki í vanda heim og vonandi sjáum við þetta gerast sem allra fyrst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. Lýðræði býður farsællega upp á skoðanafrelsi og ráðamenn veltu upp spurningu um hvort lítið samfélag langt úti á ballarhafi væri í stakk búið að taka við, takmarkalaust. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu, miklu fleiri hlutfallslega flóttamenn heldur en til annarra landa? Er það út af veðrinu eða legu landsins eða hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa fyrir alla sem til þekkja, vegna þess að í kerfinu eru seglar, fólk fær meira fyrir að koma hingað,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Staðan einfaldlega þessi, og ég er mjög skýrmælt með það: Ísland er einfaldlega uppselt gagnvart frekari umsóknum hælisleitenda og við það situr,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir höfðu reyndar skoðun á útlendingamálum – ekki bara stjórnmálaleiðtogar og aktívistar – og lögregluyfirvöld tóku eftir aukinni skautun á netinu, hatursorðræðan varð háværari. „Við erum hræddir. Við vitum ekki hvað mun gerast, hvort að okkur beinist andlegt eða líkamlegt ofbeldi. Við lendum í þessu að minnsta kosti fjórum til fimm sinnum á kvöld,“ segir afganskur leigubílstjóri sem hefur búið og starfað á Íslandi árum saman. Táknmynd baráttu hins smæsta við valdhafa Þremur ólíkum stjórnarflokkum tókst þó á árinu að móta sameiginlega stefnu í málefnum útlendinga. Sögðu að það væru mikil tíðindi. Um sumarið fæddist svo lítil þúfa sem varð að óyfirstíganlegu fjalli þegar vísa átti veikburða palestínsku barni í hjólastól og foreldrum þess úr landi að næturlagi. Upp hófst handahófskennd atburðarrás þar sem í óreiðunni tókust á kerfislæg sjónarmið og mannleg. Símalínur urðu rauðglóandi þegar baklandið fékk veður af aðgerðinni, ráðherrar hringdu í ráðherra og í lögreglustjórann, sem varð ekki svefnsamt þessa nótt. Fjölskyldunni var komið í var á ögurstundu og slegin skjaldborg um drenginn, sem varð hetjan í sögu sem svo oft hefur verið sögð; hann varð táknmynd um baráttu hins smæsta við þá sem valdið hafa. „Ég fékk bara beiðni frá félags-og vinnumarkaðsráðherra um að fresta brottflutningi í þessu einstaka máli. Ég ákvað að verða við því þó það væri mér þvert um geð,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. „Það var auðvitað mjög mikil spenna í kringum þetta mál og mikill þrýstingur á þessu mál og ég fer ekkert í grafgötur með það að það skipti mjög miklu máli að dómsmálaráðherra varð við því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna. „Ég hótaði ekki stjórnarslitum,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. En þarna virtist teningnum kastað og ekki varð aftur snúið. Margvíslegir brestir í stjórnarsamstarfi voru skyndilega uppi á borðinu og ekki hægt að leyna lengur þeim djúpa pólítíska ágreiningi sem kraumaði undir niðri, meðal annars í útlendingamálum. Mál litla drengsins með ólæknandi hrörnunarsjúkdóminn hafði opnað Pandóruboxið. Og ekki leið á löngu þar til stjórninni varð svo þungt um andardrátt að hún neyddist til að láta í minni pokann og forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að fram undan væru þingkosningar. „Eiríkur heldur þú að mál Palestínudrengsins hafi skipt sköpum?,“ spurði Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður. „Það er augljóst að það er þar sem að þessari atburðarás sem núna endar í þessari ákvörðun sem fer af stað að það hafði verið aðdragandi að þessari misklíð og ágreiningi innan stjórnarinnar. En síðan þegar gerist það og kemur upp þetta mál með langveikan dreng frá Palestínu, sem í rauninni á endanum má segja velti þessari ríkisstjórn það er svona þúfan sem veltir hlassinu,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Finnst skemmtilegast að teikna og spila tölvuleiki Maður ársins er birtingarmynd um baráttuanda, styrk, mýkt og djúpar mannlegar tilfinningar. Hann hreyfði við hjörtum en hafði jafnframt afdrifarík áhrif með tilveru sinni á stjórnmálin og samfélagið allt. Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er Yazan Tamimi. Yazan tók á móti viðurkenningunni í Kryddsíldinni. Ásamt henni fékk hann blóm, palestínskt handverk. Honum segist líða vel, betur en áður. Hann segist vera í Hamraskóla, og það gangi vel í skólanum. En hvað finnst honum skemmtilegast að gera í skólanum? „Fara í myndmennt og læra íslensku,“ segir Yazan. Eftir skóla finnst honum skemmtilegast að spila tölvuleik. Þá segist hann hafa eignast vini í skólanum. Feryal Aburajab Tamimi, móðir Yazans, var ásamt syni sínum mætt í Kryddsíld. „Við höfum það betra í dag og allt er í lagi hér á Íslandi,“ segir hún. Hægt er að horfa á Kryddsíldina hér að neðan. Varnargarðsmennirnir val lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar völdu sér einnig mann ársins en það voru varnargarðsmenn við Grindavík sem hlutu afgerandi kosningu. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alls bárust tæplega 26 þúsund atkvæði í kosningunni á Vísi og hlutu varnargarðsmennirnir sterka kosningu. Varnargarðsmennirnir, hafa staðið vaktina nótt sem dag á hættusvæði í námunda við endurtekin eldgos nærri Grindavík með það fyrir augum að verja heimili og fyrirtæki í Grindavík og mikilvæga innviði á svæðinu. Myndbönd af gröfumönnum á flótta undan flæðandi hrauni hafa vakið heimsathygli.
Fréttir ársins 2024 Mál Yazans Kryddsíld Fjölmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent