Móðir barnsins í haldi og málið rannsakað sem manndráp Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2024 15:17 Lögreglan hefur ekki viljað veita miklar upplýsingareftir að tilkynnt var um andlát sex ára barns á Nýbýlavegi í Kópavogi að morgni miðvikudags, enda er málið mjög viðkvæmt. vísir/arnar Andlát sex ára drengs í Kópavogi er rannsakað sem manndráp. Konan sem er í haldi lögreglu er móðir barnsins. Annað barn bjó á heimilinu og er það nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í viðtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa ágæta mynd af því sem gerðist. „Rannsóknin beinist að því að barninu hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Mæðginin dvalið hér í á fjórða ár Konan sem er í haldi er móðir barnsins. Mæðginin hafa verið á landinu í þrjú til fjögur ár og njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Þau bjuggu saman þarna, móðir með tvö börn.“ Eldra barnið var ekki í íbúðinni Eldra barnið var á leiðinni í skólann þegar lögreglu bar að garði á miðvikudagsmorgun og er nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Grímur segir að móðirin sjálf hafi hringt á lögreglu. Krufning hefur farið fram en niðurstöður liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líkt og fram hefur komið gekkst konan undir geðmat stuttu eftir að hún var handtekin. Grímur segist ekki geta greint frá niðurstöðum þess. Aðspurður hvort lögregla eða barnaverndaryfirvöld hafi áður haft afskipti af konunni segist Grímur ekki vilja fara út í þau mál. Rannsókn miði ágætlega Hann segir konuna samstarfsfúsa en vill ekki greina frá því hvort hún hafi játað í málinu. „Rannsókn miðar ágætlega. Þetta er viðkvæmt mál og við höfum haldið að okkur höndum þegar kemur að upplýsingum til fjölmiðla og teljum að þær upplýsingar sem þurfa að koma séu nú fram komnar.“ Grímur segir fjölmarga hafa verið yfirheyrða í málinu. „Í svona málum eru yfirheyrðir þeir sem þurfa þykir. Auðvitað eru lang flestir og allir með réttarstöðu vitnis nema sú sem grunuð er um verknaðinn,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi mögulega að yfirheyra fleiri. Lögreglumál Kópavogur Andlát barns á Nýbýlavegi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í viðtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa ágæta mynd af því sem gerðist. „Rannsóknin beinist að því að barninu hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Mæðginin dvalið hér í á fjórða ár Konan sem er í haldi er móðir barnsins. Mæðginin hafa verið á landinu í þrjú til fjögur ár og njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Þau bjuggu saman þarna, móðir með tvö börn.“ Eldra barnið var ekki í íbúðinni Eldra barnið var á leiðinni í skólann þegar lögreglu bar að garði á miðvikudagsmorgun og er nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Grímur segir að móðirin sjálf hafi hringt á lögreglu. Krufning hefur farið fram en niðurstöður liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líkt og fram hefur komið gekkst konan undir geðmat stuttu eftir að hún var handtekin. Grímur segist ekki geta greint frá niðurstöðum þess. Aðspurður hvort lögregla eða barnaverndaryfirvöld hafi áður haft afskipti af konunni segist Grímur ekki vilja fara út í þau mál. Rannsókn miði ágætlega Hann segir konuna samstarfsfúsa en vill ekki greina frá því hvort hún hafi játað í málinu. „Rannsókn miðar ágætlega. Þetta er viðkvæmt mál og við höfum haldið að okkur höndum þegar kemur að upplýsingum til fjölmiðla og teljum að þær upplýsingar sem þurfa að koma séu nú fram komnar.“ Grímur segir fjölmarga hafa verið yfirheyrða í málinu. „Í svona málum eru yfirheyrðir þeir sem þurfa þykir. Auðvitað eru lang flestir og allir með réttarstöðu vitnis nema sú sem grunuð er um verknaðinn,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi mögulega að yfirheyra fleiri.
Lögreglumál Kópavogur Andlát barns á Nýbýlavegi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira