Hraunflæðið kemur á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2024 11:25 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa komið sér á óvart að sjá hraun renna yfir Grindavíkurveg og veg að Bláa lóninu. Reynt hafi verið að verja heitavatnslögn á síðustu stundu í morgun. „Þetta kemur manni dálítið á óvart og er í raun og veru bara merkilegt og ekki góð tíðindi. Við erum búin að missa hér Grindavíkurveg og eins Bláa lónsveginn,“ segir Úlfar. Þetta kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Kristján Már Unnasson fréttamaður Stöðvar 2 og Einar Árnason tökumaður eru á vettvangi við Grindavíkurveg sem hraun rann yfir í morgun. Áður höfðu viðbragðsaðilar sagt í morgun að innviðum stafaði lítil hætta af hrauninu. Úlfar segir að sér sýnist sem svo að góður hraði sé á hrauninu. Um 300 metrar virðist vera í heitavatnslögn HS Veitna frá Svartsengi. Mikla athygli vakti að sjá mátti vinnumenn á gröfu við hraunið á vefmyndavél Vísis í morgun. Úlfar segir að þeir hafi verið að reyna að verja hitaveitulögnina. „Við sjáum það líka að þetta hraun liggur ekki upp að varnargarðinum en svo ertu með skarð þarna í garðinum aðeins lengra en menn eru viðbúnir að fylla upp í það ef þess gerist þörf.“ Vinnan vakti mikla athygli. Úlfar segir mestu hættuna sem stafi af hrauninu fyrir innviði vera fyrir vatnsbúskapinn. Þar sé heitavatnslögnin það sem máli skipti. Hann segi viðbragð það sama og verið hefur. Varðandi Grindvíkinga sem flutt hafa búslóð sína úr bænum undanfarna daga segir Úlfar að það sé nú allt til endurskoðunar. Ekki sé ljóst hvernig það verði en tiltölulega fáir íbúar hafi verið í bænum í gær. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Þetta kemur manni dálítið á óvart og er í raun og veru bara merkilegt og ekki góð tíðindi. Við erum búin að missa hér Grindavíkurveg og eins Bláa lónsveginn,“ segir Úlfar. Þetta kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Kristján Már Unnasson fréttamaður Stöðvar 2 og Einar Árnason tökumaður eru á vettvangi við Grindavíkurveg sem hraun rann yfir í morgun. Áður höfðu viðbragðsaðilar sagt í morgun að innviðum stafaði lítil hætta af hrauninu. Úlfar segir að sér sýnist sem svo að góður hraði sé á hrauninu. Um 300 metrar virðist vera í heitavatnslögn HS Veitna frá Svartsengi. Mikla athygli vakti að sjá mátti vinnumenn á gröfu við hraunið á vefmyndavél Vísis í morgun. Úlfar segir að þeir hafi verið að reyna að verja hitaveitulögnina. „Við sjáum það líka að þetta hraun liggur ekki upp að varnargarðinum en svo ertu með skarð þarna í garðinum aðeins lengra en menn eru viðbúnir að fylla upp í það ef þess gerist þörf.“ Vinnan vakti mikla athygli. Úlfar segir mestu hættuna sem stafi af hrauninu fyrir innviði vera fyrir vatnsbúskapinn. Þar sé heitavatnslögnin það sem máli skipti. Hann segi viðbragð það sama og verið hefur. Varðandi Grindvíkinga sem flutt hafa búslóð sína úr bænum undanfarna daga segir Úlfar að það sé nú allt til endurskoðunar. Ekki sé ljóst hvernig það verði en tiltölulega fáir íbúar hafi verið í bænum í gær.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23
Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57
Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12