Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum

Fréttamynd

Stjórnar­and­staðan í vasa hags­muna­aðila

Alþingi braut ekki gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur gefur grænt ljós á búvörulögin

Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af öllum kröfum Innness í búvörulagamálinu. Hæstiréttur hefur því gefið grænt ljós á lögin umdeildu. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ekkert í af­stöðu sam­takanna

Til stendur að snúa umdeildri breytingu á búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega.

Innlent
Fréttamynd

Á­rétta að upp­sagnir geti verið liður í fram­kvæmd sam­runa

Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar frétta af uppsögnum 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent bréf til bæði Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska þar sem minnt á að stöðva skuli aðgerðir sem tengist samruna kjötvinnslustöðva. Bent er á að uppsagnir á starfsfólki geti verið liður í framkvæmd samruna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­frýjar búvörulagamálinu til Hæsta­réttar

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum.

Innlent
Fréttamynd

Afurðastöðvar í sam­keppni við sjálfar sig?

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum.

Skoðun
Fréttamynd

Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaða­bóta­skyldu

Pró­fess­or við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Sérhagsmunafúsk á Al­þingi

Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins.

Skoðun
Fréttamynd

Eftir­litið skipar afurðastöðvum að stöðva að­gerðir tafar­laust

Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga.

Innlent
Fréttamynd

Minnis­blað þvert á niður­stöðu dómsins

Í minnisblaði skrifstofu Alþingis til sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að breytingar atvinnuveganefndar á frumvarpi um búvörulög hafi ekki gengið gegn stjórnarskrá. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að gagnstæðri niðurstöðu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mark­mið og til­gangur laganna hafi aldrei breyst

Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi.  

Innlent
Fréttamynd

Allir ráð­herrar Sjálf­stæðis­flokksins auk matvælaráðherra voru fjar­verandi

Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

„Á­fellis­dómur yfir vinnu­brögðum Al­þingis“

Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum.

Innlent
Fréttamynd

Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Segir Þórarin Inga hafa niður­lægt þing­ræðið

Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla.

Innlent
Fréttamynd

Al­þingi fyrir sér­hags­muni?

Nú líður að nýju þingi í sögu lýðveldisins, en fá mál vöktu meiri athygli við þinglok síðastliðið vor en kaup Kaupfélags Skagfirðinga, KS, á öllu hlutafé í kjötiðnaðarfyrirtækinu Norðlenska á Akureyri.

Skoðun
Fréttamynd

Þórarinn selur ekki sinn hlut í Bú­sæld

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að selja sinn hlut í Búsæld ehf. Heilmikil umræða varð um eignarhald hans og konu hans í félaginu þegar Kaupfélag Skagfirðinga keypti meirihluta hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska.

Innlent
Fréttamynd

Þar sem þing­menn þagna

Bændur eiga allt gott skilið, meira að segja ýmiskonar undanþágur ef það getur hjálpað þeim í baráttu sinni fyrir lífsbjörginni. En það hjálpar þeim lítið að afhenda Kaupfélagi Skagfirðinga alræðisvald yfir afurðum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Hag­ræðing í rekstri sé bændum og neyt­endum til heilla

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt.

Innlent
Fréttamynd

Um traust og van­traust

Traust er ein meginundirstaða viðskipta. Alþingi hefur í ýmsu tilliti stutt við bak einstaklinga og ýmissa hópa til að stuðla að jafnri stöðu í viðskiptum. Til grundvallar liggur sú hugmynd að jöfn staða stuðli að trausti og tilvist trausts liðki fyrir viðskiptum. Viðskipti eru meðal forsendna þróunar, framleiðni, nýsköpunar, tæknibreytinga o.fl.

Skoðun
Fréttamynd

Búið að af­vopna neyt­endur

Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 

Neytendur
Fréttamynd

Þaul­skipu­lagt af hags­muna­aðilum og þeirra full­trúum á þingi

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 

Innlent
  • «
  • 1
  • 2