Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Árni Sæberg skrifar 21. maí 2025 14:02 Allir sjö dómarar Hæstaréttar dæmdu í málinu. Stranglega bannað er að mynda inni í réttarsalnum eftir að dómarar ganga þar inn. Vísir/Sigurjón Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af öllum kröfum Innness í búvörulagamálinu. Hæstiréttur hefur því gefið grænt ljós á lögin umdeildu. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs. Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14. Allir sjö dómarar Hæstaréttar dæmdu í málinu og það var tekið fyrir án viðkomu í Landsrétti. Hafa þegar leikið nokkra leiki á grundvelli laganna Málið sneri í grunninn að breytingum á búvörulögum, sem gerðu það að verkum að kjötafurðastöðvar væru undanþegnar samkeppnislögum. Á grundvelli laganna hefur Kaupfélag Skagfirðinga til að mynda getað keypt Kjarnafæði Norðlenska, án þess að Samkeppniseftirlitið fengi rönd við reist. Héraðsdómur hafði áður fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að verða ekki við kröfu Innes um inngrip í háttsemi framleiðendafélaga vegna þess að dómurinn taldi búvörulögin ekki hafa verið samþykkt á stjórnskipulegan hátt. Ætlaði að vera á undan Hæstarétti Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði í febrúar fram frumvarp um breytingar á búvörulögunum þess efnis að þau færu aftur í fyrra horf. Til stóð að breyta lögunum áður en dómur yrði kveðinn upp í Hæstarétti, sem var harðlega gagnrýnt af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í þinginu í mars og var vísað til atvinnuveganefndar, þar sem það situr enn. Hvenær er frumvarp orðið að öðru frumvarpi? Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að horfa yrði til þess að matskennt væri hvenær breytingartillaga við frumvarp fæli í sér slíka gerbreytingu að Alþingi væri rétt að fara með hana sem nýtt og sjálfstætt frumvarp samkvæmt ákvæði stjórnarskrár sem mælir fyrir um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. Þótt svigrúm Alþingis væri ekki óheft að þessu leyti yrði að ætla þinginu víðtækt svigrúm til mats um þau atriði sem hér skiptu máli. Hæstiréttur vísar til aðdraganda að setningu breytingalaganna og þess að tekist hefði verið á um eftir hvaða leiðum bæri að ná markmiðum þess frumvarps sem upphaflega hafði verið lagt fram af matvælaráðherra. Væri það ekki á valdsviði dómstóla að endurskoða það pólitíska mat kjörinna fulltrúa á Alþingi sem búið hefði að baki þeirri breytingartillögu við frumvarpið sem komið hefði fram og þingið samþykkt við aðra og þriðju umræðu. Að öllu virtu hafi því ekki verið á það fallist að við setningu laga búvörulaganna hefði verið farið út fyrir það svigrúm sem þingið nyti til breytinga á frumvarpi þannig að brotið hefði verið gegn áðurnefndu ákvæði stjórnarskrárinnar. Þá hafi ekki verið talið að Innnes hefði sýnt fram á að félaginu hefði verið mismunað með ólögmætum hætti með setningu laganna þannig að brotið hefði verið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Því hafi Samkeppniseftirlitið verið sýknað af kröfum Innness. Fréttin hefur verið uppfærð. Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Til stendur að snúa umdeildri breytingu á búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. 6. mars 2025 19:23 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. 2. desember 2024 15:51 „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Formaður Bændasamtakanna segir brýnt að fá úr því skorið við fjölskipað dómsvald hvort breytingar á búvörulögum hafi stangast á við stjórnarskrá. Hann segir með ólíkindum að félagasamtök skuli ganga gegn markmiðum laganna um að bæta stöðu bænda og neytenda. 20. nóvember 2024 12:02 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14. Allir sjö dómarar Hæstaréttar dæmdu í málinu og það var tekið fyrir án viðkomu í Landsrétti. Hafa þegar leikið nokkra leiki á grundvelli laganna Málið sneri í grunninn að breytingum á búvörulögum, sem gerðu það að verkum að kjötafurðastöðvar væru undanþegnar samkeppnislögum. Á grundvelli laganna hefur Kaupfélag Skagfirðinga til að mynda getað keypt Kjarnafæði Norðlenska, án þess að Samkeppniseftirlitið fengi rönd við reist. Héraðsdómur hafði áður fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að verða ekki við kröfu Innes um inngrip í háttsemi framleiðendafélaga vegna þess að dómurinn taldi búvörulögin ekki hafa verið samþykkt á stjórnskipulegan hátt. Ætlaði að vera á undan Hæstarétti Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði í febrúar fram frumvarp um breytingar á búvörulögunum þess efnis að þau færu aftur í fyrra horf. Til stóð að breyta lögunum áður en dómur yrði kveðinn upp í Hæstarétti, sem var harðlega gagnrýnt af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í þinginu í mars og var vísað til atvinnuveganefndar, þar sem það situr enn. Hvenær er frumvarp orðið að öðru frumvarpi? Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að horfa yrði til þess að matskennt væri hvenær breytingartillaga við frumvarp fæli í sér slíka gerbreytingu að Alþingi væri rétt að fara með hana sem nýtt og sjálfstætt frumvarp samkvæmt ákvæði stjórnarskrár sem mælir fyrir um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. Þótt svigrúm Alþingis væri ekki óheft að þessu leyti yrði að ætla þinginu víðtækt svigrúm til mats um þau atriði sem hér skiptu máli. Hæstiréttur vísar til aðdraganda að setningu breytingalaganna og þess að tekist hefði verið á um eftir hvaða leiðum bæri að ná markmiðum þess frumvarps sem upphaflega hafði verið lagt fram af matvælaráðherra. Væri það ekki á valdsviði dómstóla að endurskoða það pólitíska mat kjörinna fulltrúa á Alþingi sem búið hefði að baki þeirri breytingartillögu við frumvarpið sem komið hefði fram og þingið samþykkt við aðra og þriðju umræðu. Að öllu virtu hafi því ekki verið á það fallist að við setningu laga búvörulaganna hefði verið farið út fyrir það svigrúm sem þingið nyti til breytinga á frumvarpi þannig að brotið hefði verið gegn áðurnefndu ákvæði stjórnarskrárinnar. Þá hafi ekki verið talið að Innnes hefði sýnt fram á að félaginu hefði verið mismunað með ólögmætum hætti með setningu laganna þannig að brotið hefði verið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Því hafi Samkeppniseftirlitið verið sýknað af kröfum Innness. Fréttin hefur verið uppfærð.
Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Til stendur að snúa umdeildri breytingu á búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. 6. mars 2025 19:23 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. 2. desember 2024 15:51 „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Formaður Bændasamtakanna segir brýnt að fá úr því skorið við fjölskipað dómsvald hvort breytingar á búvörulögum hafi stangast á við stjórnarskrá. Hann segir með ólíkindum að félagasamtök skuli ganga gegn markmiðum laganna um að bæta stöðu bænda og neytenda. 20. nóvember 2024 12:02 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Til stendur að snúa umdeildri breytingu á búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. 6. mars 2025 19:23
Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06
Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. 2. desember 2024 15:51
„Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Formaður Bændasamtakanna segir brýnt að fá úr því skorið við fjölskipað dómsvald hvort breytingar á búvörulögum hafi stangast á við stjórnarskrá. Hann segir með ólíkindum að félagasamtök skuli ganga gegn markmiðum laganna um að bæta stöðu bænda og neytenda. 20. nóvember 2024 12:02