Kosningar 2006 D-listinn sigurvegari á Tálknafirði Sjálfstæðisflokkurinn á Tálknafirði hlaut tæp 60% atkvæða og þrjá fulltrúa af fimm í hreppsnefnd. T-listinn eða Tálknafjarðarlistinn hlaut rúm 36% atkvæða og 2 fulltrúa kjörna. Innlent 27.5.2006 21:09 Oddvitar flokkanna mættu snemma að kjósa Hátt í áttatíu og sexþúsund manns eru á kjörskrá í Reykjavík. Hægt er að kjósa á þrettán stöðum og voru kjörstaðir opnaðir klukkan níu í morgun og verður þeim ekki lokað fyrr en klukkan tíu í kvöld. Kjörsókn var fremur dræm framan af degi. Innlent 27.5.2006 20:36 Kraftlistinn sigraði með 9 atkvæða mun K-listinn eða Kraftlistinn í Arnarneshreppi sigraði M-lista, Málefnalistann naumlega en talningu í Arnarneshreppi er lokið. Kraftlistinn hlaut 61 atkvæði og 3 fulltrúa í sveitarstjórn en Málefnalistinn hlaut 52 atkvæði og 2 fultlrúa. Innlent 27.5.2006 20:28 Minni kjörsókn í Reykjavík en árið 2002 38,22% kjósenda í Reykjavík höfðu greitt atkvæði klukkan 16 samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Í kosningunum 2002 höfðu 42,71% sem voru á kjörskrá, greitt atkvæði á sama tíma. Innlent 27.5.2006 16:16 Frambjóðendur voru sjálfir við vinnu í kjördeild Frambjóðendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi í morgun. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegisbil og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. Það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum. Innlent 27.5.2006 14:12 17,5 prósent búin að kjósa Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent. Innlent 27.5.2006 13:36 Kjósa snemma og það sama og áður Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til. Innlent 27.5.2006 12:19 Kjörsókn dræmari en fyrir fjórum árum Nú klukkan tólf höfðu 11,92 prósent kjósenda á kjörskrá í Reykjavík kosið. Á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum höfðu 14,06 prósent kjósenda greitt atkvæði. Innlent 27.5.2006 12:29 208 búnir að kjósa á Álftanesi Á Álftanesi eru 1509 á kjörskrá en um klukkan 12 voru 208 búnir að kjósa en það eru 13,8% þeirra sem eru á kjörskrá. Innlent 27.5.2006 12:20 Skemmdarverk unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki Skemmdarverk voru unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki í nótt. Skemmdavargarnir þurftu að leggja á sig þó nokkra vinnu til að rífa niður skilti sem var í tveggja metra hæð. Innlent 27.5.2006 12:11 Margt að varast í kosningum Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum. Innlent 27.5.2006 12:28 Kjörfundur er víðast hafinn Sveitarstjórnakosningar hófust stundvíslega klukkan níu í morgun. Í Reykjavík fór atkvæðagreiðsla rólega af stað en á Akureyri var biðröð við Oddeyrarskóla þegar kjörstaður þar var opnaður klukkan níu. Innlent 27.5.2006 10:07 Elsti kjósandinn er 108 ára Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Innlent 26.5.2006 18:06 Yfir tíu þúsund hafa þegar kosið Yfir tíu þúsund manns hafa kosið utankjörfundar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri en kusu alls utankjörfundar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Innlent 26.5.2006 17:48 Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 kusu alls um 9000 manns utan kjörfundar í Laugardalshöllinni og því eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þá. Innlent 26.5.2006 13:55 Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. Innlent 26.5.2006 13:50 Könnun á fylgi flokka á Álftanesi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir íbúasamtökin Betri Byggð á Álftanesi, um fylgi stjórnmálaflokka á Álftanesi vegna bæjarstjórnakosninga í vor. Könnunin fór fram dagana 17. til 18. maí og stuðst var við 600 manna úrtak íbúa Álftanes 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var um 60%. Innlent 26.5.2006 11:31 Ekki móður á lokasprettinum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist síður en svo móður á lokasprettinum í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að hún hafi í raun staðið hjá honum frá því í haust. Hann ræsti í dag unga sem aldna í árlegu Breiðholtshlaupi, í hverfinu þar sem hann hefur búið í liðlega aldarfjórðung. Innlent 25.5.2006 18:40 Lengsta kosningasjónvarp Íslandssögunnar NFS verður með lengsta samfellda kosningasjónvarp í Íslandssögunni um helgina þegar sent verður samfleytt út í þrjátíu og fjórar klukkustundir, frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds. Innlent 25.5.2006 18:35 Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar. Innlent 25.5.2006 18:52 Óánægja milli sjálfstæðismanna og minnihluta í Mosfellsbæ Óánægja er komin upp milli sjálfstæðismanna og minnihlutans í Mosfellsbæ. Ekki náðist samkomulag um tilhögun sameiginlegs framboðsfundar sem vera átti í gær og því varð ekkert úr fundinum. Innlent 25.5.2006 18:48 Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. Innlent 25.5.2006 18:29 Vilja að yfirkjörstjórn stöðvi kosningaspjöll Vinstri- grænir í Kópavogi hafa farið fram á það við yfirkjörstjórn bæjarins að skoðað verði hvort útsendar ávísanir frá bæjarsjóði sem sendar voru íbúum fjölbýla sem endrugreiðsla á fasteignagjöldum, brjóti í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnakosningar. Krefjast Vinstri grænir þess að yfirkjörstjórn komi þegar saman og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi að því að segir orðrétt í bréfi þeirra til yfirkjörstjórnar. Innlent 25.5.2006 15:32 Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. Innlent 24.5.2006 20:15 Áhorfendur virkjaðir í kosningasjónvarpi Áhorfendur kosningasjónvarps NFS, Stöðvar 2 og tengdra miðla verða virkjaðir á laugardagskvöld þegar þeir geta sent myndir og myndskeið af kosningavökum og -partíum víðs vegar um land. Það eina sem þarf til er farsími með myndavél. Innlent 24.5.2006 19:17 Læknirinn og frambjóðandinn á gamla vinnustaðnum Læknirinn og frambjóðandinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, heimsótti í dag sinn gamla vinnustað Landspítalann, til að kynna stefnumál flokksins. Sjálfur segist hann sakna gamla starfsins en er ekki viss um að það fái mikinn tíma með fram borgarstjórastarfinu. Innlent 24.5.2006 19:11 Margir hafa kosið utankjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur gengið vel um mest allt land. Um hádegi voru tæplega 7.000 manns búnir að kjósa í Laugardalshöllinni þar sem utankjörfundarkosning Sýslumannsembættisins í Reykjavík fer fram. Innlent 24.5.2006 14:50 Segja Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína við atkvæðaveiðar Leiðtogar Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ saka Sjálfstæðisflokkinn, sem skipar meirihluta bæjarstjórnar, um að misnota aðstöðu sína, í því skyni að afla sér fylgis í komandi bæjarstjórnarkosningum. Innlent 24.5.2006 11:56 D-listi á móti rekstri opinberra leikskóla? Þrír frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru á móti rekstri opinberra leikskóla og opinberum framlögum til menningar- og menntamála. Þessu heldur frambjóðandi Samfylkingarinnar í borginni fram. Innlent 23.5.2006 22:43 Sjálfstæðismenn til valda í Kópavogi Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS. Sjálfstæðismenn fengju 46,8 prósent atkvæða og það dygði þeim til að fá sex bæjarfulltrúa af ellefu í Kópavogi. Innlent 23.5.2006 19:25 « ‹ 1 2 3 4 ›
D-listinn sigurvegari á Tálknafirði Sjálfstæðisflokkurinn á Tálknafirði hlaut tæp 60% atkvæða og þrjá fulltrúa af fimm í hreppsnefnd. T-listinn eða Tálknafjarðarlistinn hlaut rúm 36% atkvæða og 2 fulltrúa kjörna. Innlent 27.5.2006 21:09
Oddvitar flokkanna mættu snemma að kjósa Hátt í áttatíu og sexþúsund manns eru á kjörskrá í Reykjavík. Hægt er að kjósa á þrettán stöðum og voru kjörstaðir opnaðir klukkan níu í morgun og verður þeim ekki lokað fyrr en klukkan tíu í kvöld. Kjörsókn var fremur dræm framan af degi. Innlent 27.5.2006 20:36
Kraftlistinn sigraði með 9 atkvæða mun K-listinn eða Kraftlistinn í Arnarneshreppi sigraði M-lista, Málefnalistann naumlega en talningu í Arnarneshreppi er lokið. Kraftlistinn hlaut 61 atkvæði og 3 fulltrúa í sveitarstjórn en Málefnalistinn hlaut 52 atkvæði og 2 fultlrúa. Innlent 27.5.2006 20:28
Minni kjörsókn í Reykjavík en árið 2002 38,22% kjósenda í Reykjavík höfðu greitt atkvæði klukkan 16 samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Í kosningunum 2002 höfðu 42,71% sem voru á kjörskrá, greitt atkvæði á sama tíma. Innlent 27.5.2006 16:16
Frambjóðendur voru sjálfir við vinnu í kjördeild Frambjóðendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi í morgun. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegisbil og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. Það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum. Innlent 27.5.2006 14:12
17,5 prósent búin að kjósa Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent. Innlent 27.5.2006 13:36
Kjósa snemma og það sama og áður Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til. Innlent 27.5.2006 12:19
Kjörsókn dræmari en fyrir fjórum árum Nú klukkan tólf höfðu 11,92 prósent kjósenda á kjörskrá í Reykjavík kosið. Á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosningum höfðu 14,06 prósent kjósenda greitt atkvæði. Innlent 27.5.2006 12:29
208 búnir að kjósa á Álftanesi Á Álftanesi eru 1509 á kjörskrá en um klukkan 12 voru 208 búnir að kjósa en það eru 13,8% þeirra sem eru á kjörskrá. Innlent 27.5.2006 12:20
Skemmdarverk unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki Skemmdarverk voru unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki í nótt. Skemmdavargarnir þurftu að leggja á sig þó nokkra vinnu til að rífa niður skilti sem var í tveggja metra hæð. Innlent 27.5.2006 12:11
Margt að varast í kosningum Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum. Innlent 27.5.2006 12:28
Kjörfundur er víðast hafinn Sveitarstjórnakosningar hófust stundvíslega klukkan níu í morgun. Í Reykjavík fór atkvæðagreiðsla rólega af stað en á Akureyri var biðröð við Oddeyrarskóla þegar kjörstaður þar var opnaður klukkan níu. Innlent 27.5.2006 10:07
Elsti kjósandinn er 108 ára Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Innlent 26.5.2006 18:06
Yfir tíu þúsund hafa þegar kosið Yfir tíu þúsund manns hafa kosið utankjörfundar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri en kusu alls utankjörfundar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Innlent 26.5.2006 17:48
Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 kusu alls um 9000 manns utan kjörfundar í Laugardalshöllinni og því eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þá. Innlent 26.5.2006 13:55
Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. Innlent 26.5.2006 13:50
Könnun á fylgi flokka á Álftanesi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir íbúasamtökin Betri Byggð á Álftanesi, um fylgi stjórnmálaflokka á Álftanesi vegna bæjarstjórnakosninga í vor. Könnunin fór fram dagana 17. til 18. maí og stuðst var við 600 manna úrtak íbúa Álftanes 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var um 60%. Innlent 26.5.2006 11:31
Ekki móður á lokasprettinum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist síður en svo móður á lokasprettinum í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að hún hafi í raun staðið hjá honum frá því í haust. Hann ræsti í dag unga sem aldna í árlegu Breiðholtshlaupi, í hverfinu þar sem hann hefur búið í liðlega aldarfjórðung. Innlent 25.5.2006 18:40
Lengsta kosningasjónvarp Íslandssögunnar NFS verður með lengsta samfellda kosningasjónvarp í Íslandssögunni um helgina þegar sent verður samfleytt út í þrjátíu og fjórar klukkustundir, frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds. Innlent 25.5.2006 18:35
Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar. Innlent 25.5.2006 18:52
Óánægja milli sjálfstæðismanna og minnihluta í Mosfellsbæ Óánægja er komin upp milli sjálfstæðismanna og minnihlutans í Mosfellsbæ. Ekki náðist samkomulag um tilhögun sameiginlegs framboðsfundar sem vera átti í gær og því varð ekkert úr fundinum. Innlent 25.5.2006 18:48
Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. Innlent 25.5.2006 18:29
Vilja að yfirkjörstjórn stöðvi kosningaspjöll Vinstri- grænir í Kópavogi hafa farið fram á það við yfirkjörstjórn bæjarins að skoðað verði hvort útsendar ávísanir frá bæjarsjóði sem sendar voru íbúum fjölbýla sem endrugreiðsla á fasteignagjöldum, brjóti í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnakosningar. Krefjast Vinstri grænir þess að yfirkjörstjórn komi þegar saman og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi að því að segir orðrétt í bréfi þeirra til yfirkjörstjórnar. Innlent 25.5.2006 15:32
Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. Innlent 24.5.2006 20:15
Áhorfendur virkjaðir í kosningasjónvarpi Áhorfendur kosningasjónvarps NFS, Stöðvar 2 og tengdra miðla verða virkjaðir á laugardagskvöld þegar þeir geta sent myndir og myndskeið af kosningavökum og -partíum víðs vegar um land. Það eina sem þarf til er farsími með myndavél. Innlent 24.5.2006 19:17
Læknirinn og frambjóðandinn á gamla vinnustaðnum Læknirinn og frambjóðandinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, heimsótti í dag sinn gamla vinnustað Landspítalann, til að kynna stefnumál flokksins. Sjálfur segist hann sakna gamla starfsins en er ekki viss um að það fái mikinn tíma með fram borgarstjórastarfinu. Innlent 24.5.2006 19:11
Margir hafa kosið utankjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur gengið vel um mest allt land. Um hádegi voru tæplega 7.000 manns búnir að kjósa í Laugardalshöllinni þar sem utankjörfundarkosning Sýslumannsembættisins í Reykjavík fer fram. Innlent 24.5.2006 14:50
Segja Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína við atkvæðaveiðar Leiðtogar Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ saka Sjálfstæðisflokkinn, sem skipar meirihluta bæjarstjórnar, um að misnota aðstöðu sína, í því skyni að afla sér fylgis í komandi bæjarstjórnarkosningum. Innlent 24.5.2006 11:56
D-listi á móti rekstri opinberra leikskóla? Þrír frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru á móti rekstri opinberra leikskóla og opinberum framlögum til menningar- og menntamála. Þessu heldur frambjóðandi Samfylkingarinnar í borginni fram. Innlent 23.5.2006 22:43
Sjálfstæðismenn til valda í Kópavogi Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS. Sjálfstæðismenn fengju 46,8 prósent atkvæða og það dygði þeim til að fá sex bæjarfulltrúa af ellefu í Kópavogi. Innlent 23.5.2006 19:25
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent