Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi 24. maí 2006 20:15 Frá Höfn í Hornafirði. Mynd/Vísir Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. Atvinnumál, velferðarmál og skipulags- og umhverfismál eru helstu stefnumál flokkanna þriggja. Heimamenn lýta á stofnun Vatnajökulsþjóðgarð sem góðs vaxtabroddar á sviði ferðaþjónustu og atvinnu en sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í sýslunni. Samfylkingin leggur höfuðáherslur á velferðarmálin og vill auka samstarf við íbúa sveitafélagsins. Árni Rúnar Þorvaldsson, oddviti Samfylkingar, segir að flokkurinn setji velferðarmálin efst á forgangslista. Samfylkingarmenn og konur vilja auk þess hafa bæjarbúa enn frekar með í ráðum hvað framtíð sveitafélagsins varðar. Framsóknarmenn þurfa varla að óttast stöðu sína á Hornafirði, enda eitt aðalvígi Framsóknarmannsins Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Líkt og samfylkingarmenn leggja framsóknarmenn höfuðáherslur á velferðarmál, og skipulags- og umhverfismál að auki. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn mynda meirihluta í bæjarstjórn með þrjá menn hvor um sig og minnihluti er skipaður einum manni, frá Kríunni, framboði óháðra og frjálslyndra. Krían býður ekki fram í kosningunum í vor en Reynir Arnarson, oddviti Framsóknarflokks, spáir því að Samfylkingarmenn muni ná tveimur mönnum inn, og hafa þar með mann af Sjálfstæðismönnum. Reynir segir ekki gott að spá fyrir um kosningaúrslit en hann segist þó öruggur með stöðu Framsóknarflokksins. Reynir telur þó að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn og það á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn setja atvinnumálin efst á stefnuskrá sína og vilja sjá aukna fjölbreytni í atvinnumálum. Halldóra Jónsdóttir, Oddviti flokksins, segir ákveðna óvissu ríkja um úrslit kosninganna, þar sem engar niðurstöður skoðanakannana liggi fyrir. Hún segist þó fullviss um að Sjálfstæðismenn haldi fylgi sínu. Sjálf segist hún ekki hafa í huga að verða bæjarstjóri þó sjálfstæðismenn nái meirihluta í bæjarstjórn. Halldóra segir að þeir flokkar sem myndi meirihluta muni líklegast sammælast um bæjarstjóra og ráða hann sérstaklega til starfsins, sá háttur hafi verið á síðstliðin ár. Alls voru rúmlega tvö þúsund íbúar búsettir í sveitafélaginu Hornafirði í lok ársins 2005, samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar. Sveitafélagið telur Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes, Höfn og Lón. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Kosningar 2006 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. Atvinnumál, velferðarmál og skipulags- og umhverfismál eru helstu stefnumál flokkanna þriggja. Heimamenn lýta á stofnun Vatnajökulsþjóðgarð sem góðs vaxtabroddar á sviði ferðaþjónustu og atvinnu en sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í sýslunni. Samfylkingin leggur höfuðáherslur á velferðarmálin og vill auka samstarf við íbúa sveitafélagsins. Árni Rúnar Þorvaldsson, oddviti Samfylkingar, segir að flokkurinn setji velferðarmálin efst á forgangslista. Samfylkingarmenn og konur vilja auk þess hafa bæjarbúa enn frekar með í ráðum hvað framtíð sveitafélagsins varðar. Framsóknarmenn þurfa varla að óttast stöðu sína á Hornafirði, enda eitt aðalvígi Framsóknarmannsins Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Líkt og samfylkingarmenn leggja framsóknarmenn höfuðáherslur á velferðarmál, og skipulags- og umhverfismál að auki. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn mynda meirihluta í bæjarstjórn með þrjá menn hvor um sig og minnihluti er skipaður einum manni, frá Kríunni, framboði óháðra og frjálslyndra. Krían býður ekki fram í kosningunum í vor en Reynir Arnarson, oddviti Framsóknarflokks, spáir því að Samfylkingarmenn muni ná tveimur mönnum inn, og hafa þar með mann af Sjálfstæðismönnum. Reynir segir ekki gott að spá fyrir um kosningaúrslit en hann segist þó öruggur með stöðu Framsóknarflokksins. Reynir telur þó að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn og það á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn setja atvinnumálin efst á stefnuskrá sína og vilja sjá aukna fjölbreytni í atvinnumálum. Halldóra Jónsdóttir, Oddviti flokksins, segir ákveðna óvissu ríkja um úrslit kosninganna, þar sem engar niðurstöður skoðanakannana liggi fyrir. Hún segist þó fullviss um að Sjálfstæðismenn haldi fylgi sínu. Sjálf segist hún ekki hafa í huga að verða bæjarstjóri þó sjálfstæðismenn nái meirihluta í bæjarstjórn. Halldóra segir að þeir flokkar sem myndi meirihluta muni líklegast sammælast um bæjarstjóra og ráða hann sérstaklega til starfsins, sá háttur hafi verið á síðstliðin ár. Alls voru rúmlega tvö þúsund íbúar búsettir í sveitafélaginu Hornafirði í lok ársins 2005, samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar. Sveitafélagið telur Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes, Höfn og Lón.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Kosningar 2006 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira