Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi 24. maí 2006 20:15 Frá Höfn í Hornafirði. Mynd/Vísir Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. Atvinnumál, velferðarmál og skipulags- og umhverfismál eru helstu stefnumál flokkanna þriggja. Heimamenn lýta á stofnun Vatnajökulsþjóðgarð sem góðs vaxtabroddar á sviði ferðaþjónustu og atvinnu en sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í sýslunni. Samfylkingin leggur höfuðáherslur á velferðarmálin og vill auka samstarf við íbúa sveitafélagsins. Árni Rúnar Þorvaldsson, oddviti Samfylkingar, segir að flokkurinn setji velferðarmálin efst á forgangslista. Samfylkingarmenn og konur vilja auk þess hafa bæjarbúa enn frekar með í ráðum hvað framtíð sveitafélagsins varðar. Framsóknarmenn þurfa varla að óttast stöðu sína á Hornafirði, enda eitt aðalvígi Framsóknarmannsins Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Líkt og samfylkingarmenn leggja framsóknarmenn höfuðáherslur á velferðarmál, og skipulags- og umhverfismál að auki. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn mynda meirihluta í bæjarstjórn með þrjá menn hvor um sig og minnihluti er skipaður einum manni, frá Kríunni, framboði óháðra og frjálslyndra. Krían býður ekki fram í kosningunum í vor en Reynir Arnarson, oddviti Framsóknarflokks, spáir því að Samfylkingarmenn muni ná tveimur mönnum inn, og hafa þar með mann af Sjálfstæðismönnum. Reynir segir ekki gott að spá fyrir um kosningaúrslit en hann segist þó öruggur með stöðu Framsóknarflokksins. Reynir telur þó að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn og það á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn setja atvinnumálin efst á stefnuskrá sína og vilja sjá aukna fjölbreytni í atvinnumálum. Halldóra Jónsdóttir, Oddviti flokksins, segir ákveðna óvissu ríkja um úrslit kosninganna, þar sem engar niðurstöður skoðanakannana liggi fyrir. Hún segist þó fullviss um að Sjálfstæðismenn haldi fylgi sínu. Sjálf segist hún ekki hafa í huga að verða bæjarstjóri þó sjálfstæðismenn nái meirihluta í bæjarstjórn. Halldóra segir að þeir flokkar sem myndi meirihluta muni líklegast sammælast um bæjarstjóra og ráða hann sérstaklega til starfsins, sá háttur hafi verið á síðstliðin ár. Alls voru rúmlega tvö þúsund íbúar búsettir í sveitafélaginu Hornafirði í lok ársins 2005, samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar. Sveitafélagið telur Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes, Höfn og Lón. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Kosningar 2006 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. Atvinnumál, velferðarmál og skipulags- og umhverfismál eru helstu stefnumál flokkanna þriggja. Heimamenn lýta á stofnun Vatnajökulsþjóðgarð sem góðs vaxtabroddar á sviði ferðaþjónustu og atvinnu en sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í sýslunni. Samfylkingin leggur höfuðáherslur á velferðarmálin og vill auka samstarf við íbúa sveitafélagsins. Árni Rúnar Þorvaldsson, oddviti Samfylkingar, segir að flokkurinn setji velferðarmálin efst á forgangslista. Samfylkingarmenn og konur vilja auk þess hafa bæjarbúa enn frekar með í ráðum hvað framtíð sveitafélagsins varðar. Framsóknarmenn þurfa varla að óttast stöðu sína á Hornafirði, enda eitt aðalvígi Framsóknarmannsins Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Líkt og samfylkingarmenn leggja framsóknarmenn höfuðáherslur á velferðarmál, og skipulags- og umhverfismál að auki. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn mynda meirihluta í bæjarstjórn með þrjá menn hvor um sig og minnihluti er skipaður einum manni, frá Kríunni, framboði óháðra og frjálslyndra. Krían býður ekki fram í kosningunum í vor en Reynir Arnarson, oddviti Framsóknarflokks, spáir því að Samfylkingarmenn muni ná tveimur mönnum inn, og hafa þar með mann af Sjálfstæðismönnum. Reynir segir ekki gott að spá fyrir um kosningaúrslit en hann segist þó öruggur með stöðu Framsóknarflokksins. Reynir telur þó að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn og það á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn setja atvinnumálin efst á stefnuskrá sína og vilja sjá aukna fjölbreytni í atvinnumálum. Halldóra Jónsdóttir, Oddviti flokksins, segir ákveðna óvissu ríkja um úrslit kosninganna, þar sem engar niðurstöður skoðanakannana liggi fyrir. Hún segist þó fullviss um að Sjálfstæðismenn haldi fylgi sínu. Sjálf segist hún ekki hafa í huga að verða bæjarstjóri þó sjálfstæðismenn nái meirihluta í bæjarstjórn. Halldóra segir að þeir flokkar sem myndi meirihluta muni líklegast sammælast um bæjarstjóra og ráða hann sérstaklega til starfsins, sá háttur hafi verið á síðstliðin ár. Alls voru rúmlega tvö þúsund íbúar búsettir í sveitafélaginu Hornafirði í lok ársins 2005, samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar. Sveitafélagið telur Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes, Höfn og Lón.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Kosningar 2006 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira