Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta 25. maí 2006 18:29 Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun meðal borgarbúa á fylgi stjórnmálaflokkanna dagana tuttugasta og annan til tuttugasta og fjórða maí. Hún leiðir í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig sjö prósentustigum frá síðustu kosningum og er með 47 kommma tveggja prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærstir flokkurinn með 25,6 prósenta fylgi og Vinstri - grænir fá 13,7 prósent. Frjálslyndir og óháðir eru með 8,5 prósenta fylgi og bæta við sig tæplega tveimur og hálfu prósentustigi frá síðustu kosningum en Framsóknarflokkurinn hefur stuðning fimm prósenta borgarbúa samkvæmt könnuninni. Niðurstöðurnar sýna einnig að flokkarnir sem stóðu að R-listanum tapa rúmlega átta prósentum frá síðustu kosningum þegar listinn fékk 52,6 prósent. Þessar niðurstöður þýða að Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta eða átta mönnum í borgarstjórn. Samfylkingin fengi hins vegar fjóra fulltrúa, Vinstri - grænir tvo og Frjálslyndir einn en Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni. Ef horft er til þess hvað fólk ætlar að kjósa nú miðað við hvað það kaus síðast kemur í ljós að tæpur helmingur þeirra sem kaus R-listann síðast ætlar að kjósa Samfylkinguna nú, um fimmtungur Vinstri - græn en tæp átta prósent Framsóknarflokkinn. Tæplega 17 prósent sem kusu R-listann síðast ætla hins vegar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú. Þá vekur athygli að helmingur þeirra sem ekki kusu í síðustu borgarstjórnarkosningum hyggst nú kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Við könnunina studdist Félagsvísindastofnun við 1200 manna úrtak og svarhlutfall var 64 prósent. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun meðal borgarbúa á fylgi stjórnmálaflokkanna dagana tuttugasta og annan til tuttugasta og fjórða maí. Hún leiðir í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig sjö prósentustigum frá síðustu kosningum og er með 47 kommma tveggja prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærstir flokkurinn með 25,6 prósenta fylgi og Vinstri - grænir fá 13,7 prósent. Frjálslyndir og óháðir eru með 8,5 prósenta fylgi og bæta við sig tæplega tveimur og hálfu prósentustigi frá síðustu kosningum en Framsóknarflokkurinn hefur stuðning fimm prósenta borgarbúa samkvæmt könnuninni. Niðurstöðurnar sýna einnig að flokkarnir sem stóðu að R-listanum tapa rúmlega átta prósentum frá síðustu kosningum þegar listinn fékk 52,6 prósent. Þessar niðurstöður þýða að Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta eða átta mönnum í borgarstjórn. Samfylkingin fengi hins vegar fjóra fulltrúa, Vinstri - grænir tvo og Frjálslyndir einn en Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni. Ef horft er til þess hvað fólk ætlar að kjósa nú miðað við hvað það kaus síðast kemur í ljós að tæpur helmingur þeirra sem kaus R-listann síðast ætlar að kjósa Samfylkinguna nú, um fimmtungur Vinstri - græn en tæp átta prósent Framsóknarflokkinn. Tæplega 17 prósent sem kusu R-listann síðast ætla hins vegar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú. Þá vekur athygli að helmingur þeirra sem ekki kusu í síðustu borgarstjórnarkosningum hyggst nú kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Við könnunina studdist Félagsvísindastofnun við 1200 manna úrtak og svarhlutfall var 64 prósent.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira