Besta sætið

„Djöfull langar mig að sjá Mike Tyson rota þetta fífl“
Henry Birgir Gunnarsson er spenntur fyrir boxbardaga Mikes Tyson og Logans Paul. Hann fer ekkert í felur með hvorum hann heldur.

Besta sætið: Þorvaldur þarf að fara í sjálfsskoðun sem formaður KSÍ
Verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands jafnleiðinlegur í viðtölum sem formaður og hann var sem þjálfari? Besta sætið ræddi fjölmiðlafælni nýja formannsins.

„Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar“
Hvar spilar Gylfi Þór Sigurðsson sumarið 2024? Besta sætið ræddi framtíð eins besta knattspyrnumanns Íslandssögunnar.

Margrét Erla Maack með magadans fyrir þýska handboltalandsliðið
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið.

„Auðvelt að mæta í fjölmiðla er þarft bara að sýna skrifstofuna“
Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins.

„Sá á öllu fasi hans hvað þetta skipti hann ógeðslega miklu máli“
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flott fyrirliðamót og leiddi íslenska liðið á Evrópumótinu í handbolta. Aron fékk líka hrós frá strákunum í Besta sætinu.

Bjarni gaf Ómari Inga ráð eftir „glatað mót“
Ómar Ingi Magnússon á ekki aðeins að vera besti leikmaður íslenska liðsins heldur einn besti handboltamaður heims. Hann var hins vegar langt frá því á Evrópumótinu sem endaði hjá íslenska handboltalandsliðinu í gær.

Segir að Bjarki hafi skipt sjálfum sér út af
Frammistaða Bjarka Más Elíssonar var til umræðu í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og menn veltu fyrir sér hvort hann hefði skipt sjálfum sér út af í leiknum gegn Austurríki.

„Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram.

Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“
Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær.

Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“
„Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta.

Skilur ekki af hverju Haukur hefur ekki verið notaður meira
Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, furðar sig á af hverju Haukur Þrastarson hefur ekki spilað meira á Evrópumótinu í Þýskalandi.

„Frakkarnir það eina sem stóð í vegi fyrir því að við yrðum besta lið í heimi“
Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmenn í handbolta, voru gestir í síðasta þætti Besta sætisins eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í gær.

Vilja fá Donna inn í liðið: „Mér er skítsama hvað er ósanngjarnt“
„Ég hefði viljað sjá Donna með í þessu,“ sagði Einar Jónsson í síðasta hlaðvarpsþætti Besta sætisins eftir leik Íslands gegn Þjóðverjum.

Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými
Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24.

„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram.

„Logi vissi ekki hvað sneri upp né niður á handboltavelli“
Íslenska landsliðið vantar leikmann eins og Loga Geirsson, sem lætur vaða á markið utan af velli. Þetta er mat álitsgjafa Besta sætisins, hlaðvarps íþróttadeildar Sýnar.

„Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu.

Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“
„Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum.

Sola stendur þétt við bakið á skúrki Svartfellinga
Landsliðsþjálfari Svartfjallalands í handbolta, Vlado Sola, neitaði að kenna Luka Radovic um tapið fyrir Íslandi, 30-31, í C-riðli Evrópumótsins í gær. Svartfellingar eru úr leik eftir tvö naum töp í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM.

„Þetta er sami grauturinn í annarri skál“
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum.

„Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“
Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi.

Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur
Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik.

„Spilaði og spilaði og gat ekkert“
Erfitt var að sjá handbragð Snorra Steins Guðjónssonar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik liðsins á EM í gær. Margir leikmenn áttu erfiðan dag.

„Hef verið að bíða eftir símtalinu um að mamma sé dáin“
Það er margt sem fer í gegnum huga Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar er hann undirbýr sig fyrir landsleik.

Ekki bara leikur: Eruð þið frægari en Björk?
Vísir birtir í dag fyrsta þáttinn af „Ekki bara leikur“ sem er þríleikur Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar um lífið sem leikmaður á stórmóti.

Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“
Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt.

„Stórmót í handbolta er svona 60 prósent þjáning“
Á morgun mun Vísir birta fyrsta hlutann af nýjum þáttum landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar sem hann kallar „Ekki bara leikur“. Í þáttunum hleypir Björgvin Páll almenningi nær sér en áður og útskýrir á einlægan hátt hvernig það er að taka þátt á stórmóti í handbolta.

Besta sætið: „Alls konar viðvörunarbjöllur klingja“
Nýtt hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, hefur göngu sína í dag. EM í handbolta er í brennidepli í fyrsta þættinum.