
Lögmennska

Hagnaður LOGOS yfir 400 milljónir og stóð nánast í stað milli ára
Lögmannsstofan LOGOS skilaði hagnaði upp á um 418 milljónir króna eftir skatt á árinu 2022 og dróst hann saman um liðlega þrjú prósent frá fyrra ári. Hagnaður á hvern eigenda LOGOS nam að meðaltali tæplega 25 milljónum króna á liðnu ári.

Sú fyrsta sem fær tíu í einkunn fyrir meistaravörn
Guðrún Sólveig Sigríðardóttir Pöpperl, laganemi við Háskóla Íslands, hlaut í gær 10 í einkunn fyrir vörn á meistararitgerð sinni í greininni. Þetta er í fyrsta sinn sem hæsta einkunn er gefin fyrir meistararitgerð við deildina.

María tekur við af Öglu Eir hjá Viðskiptaráði
María Guðjónsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs.

Lögmaðurinn segir málið snúast um tilraun til fjárkúgunar
Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt.

Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns
Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði.

Margrét Anna skipuð sendiherra ELTA fyrir Ísland
Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Justikal, hefur verið skipuð sem sendiherra Evrópusamtakanna í lögfræðitækni (ELTA). Meginmarkmið samtakanna er að efla tækni í lögfræðigeiranum í Evrópu.

Ómar segist ekki skulda skattinum krónu
Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar.

Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum
„Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd.

Ómari gert að endurgreiða slasaðri konu 1,8 milljónir
Lögmanninum Ómari R. Valdimarssyni hefur verið gert að endurgreiða slasaðri konu 1,8 milljónir króna vegna lögmannsþóknunar sem talin var margfalt hærri en almennt gerist. Alls fékk konan 9,6 milljónir greiddar frá tryggingafélagi og fékk Ómar greidda 3,1 milljón af þeirri upphæð.

Lögmannafélagið áminnir lögmann vegna meintra lyga laganema
Lögmannafélag Íslands hefur áminnt lögmann vegna starfsmanns lögmannsins, sem var laganemi, og talinn var hafa siglt undir fölsku flaggi. Laganeminn kvaðst vera að vinna að verkefni í refsirétti og bað rannsóknarstofu Háskóla Íslands, í lyfja- og eiturefnafræði, um aðstoð í tengslum við verkefnið. Svar rannsóknarstofunnar var lagt fram sem sönnunargagn í sakamáli lögmannsins degi síðar.

Ágúst Karl tekur við af Soffíu Eydísi hjá KPMG Law
Ágúst Karl Guðmundsson, lögmaður og einn eiganda KPMG Law ehf., hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra KPMG Law. Hann mun sinna starfinu samhliða ráðgjafastörfum á stofunni.

Formaður knattspyrnudeildar ÍR í eigendahóp lögfræðistofu
Axel Kári Vignisson hefur bæst í eigendahóp Íslensku lögfræðistofunnar. Aðrir eigendur eru hæstaréttarlögmennirnir Arnar Kormákur Friðriksson, Haukur Örn Birgisson og Ómar Örn Bjarnþórsson.

Ekki skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið
Lögmaður með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar segir það ekki vera skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið. Lagaumhverfið á sviðinu vefjist jafnvel fyrir færustu lögmönnum. Hún segir mikilvægt að fólk fari vel yfir framtalið og fer yfir það helsta sem þarf að hafa í huga þegar það er gert.

Lenya Rún segir Suðurlandið biblíubelti Íslands
Á fundi Orators um útlendingalögin var frumælandi meðal annarra aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Ingvar Smári Birgisson. Lenya Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var viðstödd og pundaði aðstoðarmanninn. Ferðalög hans um Suðurlandskjördæmi, biblíubelti Íslands, hefði lítið gildi.

Kærir hópfund Lindarhvolsmanna til Lögmannafélagsins
Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður Frigusar, hefur sent inn kvörtun vegna framferðis Steinars Þórs Guðgeirssonar verjanda Lindarhvols og ríkisins til Lögmannafélags Íslands (LMFÍ).

Hefur aldrei fundið fyrir fordómum
„Ég myndi segja að það sem Íslendingar og Jamaíkumenn eiga sameiginlegt er gríðarlegt þjóðarstolt,“ segir Claudia Ashanie Wilson. Claudia kemur frá Jamaíku og er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi.

Eva Margrét og Guðrún Lilja nýir meðeigendur hjá LEX
Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir hafa bæst í hóp meðeigenda LEX lögmannsstofu.

Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“
Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann.

Mátti ekki krefjast afsökunarbeiðni vegna ummæla á TikTok
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur hirt ónafngreindan lögmann fyrir að hafa krafið konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar um meint kynferðisbrot umbjóðanda lögmannsins á samfélagsmiðlinum TikTok.

Rebekka Ósk í eigendahóp OPUS lögmanna
Rebekka Ósk Gunnarsdóttir lögmaður hefur gengið til liðs við eigendahóp OPUS lögmanna.

Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“
Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra.

Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans
Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað.

Minni peningar en fleiri gæðastundir
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri búa saman í gömlu húsi í Þingholtunum með börn sín tvö. Þær hafa sömu gildi í lífinu þó ólíkar séu.