Fyrirmæli um stjórnarskrárbrot Indriði Ingi Stefánsson skrifar 15. febrúar 2024 12:00 Kosningalög voru uppfærð síðasta vor, í þeim breytingum var mælt fyrir um nokkrar reglugerðir, drög að þeim reglugerðum liggja nú fyrir. Því miður eru á þeim alvarlegir gallar, allt að því að mæla fyrir um framkvæmd sem gengur gegn stjórnarskrá. Stjórnarskrárbrot! Mikið hefur verið rætt um það að fjöldi meðmæla við forsetakosningar sé ófullnægjandi og það ætti að fjölga þeim. Vissulega má að mörgu leyti taka undir þær áhyggjur. Um þetta er þó fjallað í 5. grein stjórnarskrárinnar og raunar er með nokkrum ólíkindum að ekki sé enn búið að fara að vilja þjóðarinnar og skrifa nýja stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs eða fara í heildarendurskoðunina sem fyrirhuguð hefur verið frá lýðveldisstofnun fyrir tæpum 80 árum, en það er önnur umræða. En stjórnarskráin er eins og hún er og hana ber að virða. Því kom það mér mjög á óvart að í drögum að reglugerð um meðmæli og framboðsskil er lögð fyrir framkvæmd sem stenst engan vegin fyrirmæli stjórnarskrárinnar og gerir ráð fyrir meira en tvöfalt fleiri meðmælum en stjórnarskráin leyfir að hámarki, reglugerðin virðist rugla saman meðmælum í landsfjórðungi við meðmæli á öllu landinu. Við það að taka sæti á Alþingi undirrita þingmenn drengskaparheit um að starfa í samræmi við stjórnarskrá, og hafandi undirritað þann eiðstaf tek ég þetta mjög alvarlega. Að mínu mati er engin leið að halda áfram vinnu við reglugerðardrögin nema fyrst sé tryggt að þau standist stjórnarskrá sem eru grundvallarlög lýðveldisins. Um það hljótum við almennt að vera sammála. Eftirlit umboðsmanna ómögulegt Við undanfarnar kosningar hafa Píratar nýtt rétt sinn samkvæmt kosningalögum til að innsigla kjörkassa. Þannig er mögulegt fyrir til þess að gera fáa umboðsmenn að staðfesta að rétt hafi verið staðið að framkvæmd. Það byggist á þeim eiginleika innsiglanna að hafi þau verið fjarlægð sjáist það og númer innsiglisins er enn læsilegt og situr eftir á kjörkassanum. Það er þessi eiginleiki, að hluti innsiglisins sitji eftir sem kjörstjórnarfólk hefur verið ósátt við, þykir það sóðalegt og í reglugerðardrögunum hefur verið tekið fyrir það að slík innsigli séu nýtt. Nú þegar kallar eftirlitið á gríðarlega mikla sjálfboðavinnu umboðsmanna, en að fylgjast með framkvæmd kosninga án innsigla er útilokað. Ekki síst vegna þess að kjörstjórar hafa mikla tilhneigingu til að túlka heimildir umboðsmanna þröngt og jafnvel líkt og gerðist í Borgarnesi 2021 að réttur og skylda umboðsmanna að vera viðstaddir talningu var hvort tveggja virt að vettugi. Fjöldi annarra galla Fyrir utan alvarlegustu gallana er það helst að í þessum drögunum er ekki nægjanlega skýrt hvað skal bóka en varla er minnst einu orði á bókanir í gerðabók. Það kom ansi skýrt fram við rannsókn á framkvæmd kosninga og talningu atkvæða í Norðvestur 2021 að bókunum var mjög ábótavant. Það eitt ætti að nægja til að sýna nauðsynleika þess að bóka í gerðabók, í mörgum tilfellum er verið að gefa kjörstjóra heimild til að neita kjósanda um að greiða atkvæði, að slíkt yrði ekki bókað er óásættanlegt. Auk þess yrði útilokað að uppfylla ákvæði kosningalaga um aðkomu umboðsmanna að talningu atkvæða, um það og fleira má lesa í umsögn sem undirritaður sendi inn. Þetta er alveg nógu erfitt nú þegar Hafandi nokkra reynslu af kosningaeftirliti get ég staðfest að það eftirlit er nú þegar mikil áskorun og að ábendingar um frávik frá reglugerðum eru allt of oft hundsaðar af lögreglu og ákæruvaldi sem þau frávik eiga að rannsaka, þrátt fyrir að vísað sé í skjalfesta framkvæmd á kosningum líkt og var í Norðvestur 2021 sem liggur fyrir að fór gegn ákvæðum þágildandi laga og sem um giltu refsiákvæði. Þá er varla á flækjustigið bætandi fyrir umboðsmenn. Það er auk þess enn margt í kosningalögum sem einhverra hluta vegna hefur ekki verið lagað þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Atkvæðavægi er mjög skakkt sérstaklega hvað Suðvesturkjördæmi varðar, uppbótarþingmenn eru allt of fáir, uppkosningarákvæði eru meingölluð og svo má lengi telja. Á meðan svo er þá verðum við að vanda okkur við reglugerðir og tryggja að þær styðji eftirlit umboðsmanna frekar en hindri. Að þessu öllu sögðu hlýtur samt að vera algjört lágmark að þær standist stjórnarskrá! Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Stjórnarskrá Lögmennska Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kosningalög voru uppfærð síðasta vor, í þeim breytingum var mælt fyrir um nokkrar reglugerðir, drög að þeim reglugerðum liggja nú fyrir. Því miður eru á þeim alvarlegir gallar, allt að því að mæla fyrir um framkvæmd sem gengur gegn stjórnarskrá. Stjórnarskrárbrot! Mikið hefur verið rætt um það að fjöldi meðmæla við forsetakosningar sé ófullnægjandi og það ætti að fjölga þeim. Vissulega má að mörgu leyti taka undir þær áhyggjur. Um þetta er þó fjallað í 5. grein stjórnarskrárinnar og raunar er með nokkrum ólíkindum að ekki sé enn búið að fara að vilja þjóðarinnar og skrifa nýja stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs eða fara í heildarendurskoðunina sem fyrirhuguð hefur verið frá lýðveldisstofnun fyrir tæpum 80 árum, en það er önnur umræða. En stjórnarskráin er eins og hún er og hana ber að virða. Því kom það mér mjög á óvart að í drögum að reglugerð um meðmæli og framboðsskil er lögð fyrir framkvæmd sem stenst engan vegin fyrirmæli stjórnarskrárinnar og gerir ráð fyrir meira en tvöfalt fleiri meðmælum en stjórnarskráin leyfir að hámarki, reglugerðin virðist rugla saman meðmælum í landsfjórðungi við meðmæli á öllu landinu. Við það að taka sæti á Alþingi undirrita þingmenn drengskaparheit um að starfa í samræmi við stjórnarskrá, og hafandi undirritað þann eiðstaf tek ég þetta mjög alvarlega. Að mínu mati er engin leið að halda áfram vinnu við reglugerðardrögin nema fyrst sé tryggt að þau standist stjórnarskrá sem eru grundvallarlög lýðveldisins. Um það hljótum við almennt að vera sammála. Eftirlit umboðsmanna ómögulegt Við undanfarnar kosningar hafa Píratar nýtt rétt sinn samkvæmt kosningalögum til að innsigla kjörkassa. Þannig er mögulegt fyrir til þess að gera fáa umboðsmenn að staðfesta að rétt hafi verið staðið að framkvæmd. Það byggist á þeim eiginleika innsiglanna að hafi þau verið fjarlægð sjáist það og númer innsiglisins er enn læsilegt og situr eftir á kjörkassanum. Það er þessi eiginleiki, að hluti innsiglisins sitji eftir sem kjörstjórnarfólk hefur verið ósátt við, þykir það sóðalegt og í reglugerðardrögunum hefur verið tekið fyrir það að slík innsigli séu nýtt. Nú þegar kallar eftirlitið á gríðarlega mikla sjálfboðavinnu umboðsmanna, en að fylgjast með framkvæmd kosninga án innsigla er útilokað. Ekki síst vegna þess að kjörstjórar hafa mikla tilhneigingu til að túlka heimildir umboðsmanna þröngt og jafnvel líkt og gerðist í Borgarnesi 2021 að réttur og skylda umboðsmanna að vera viðstaddir talningu var hvort tveggja virt að vettugi. Fjöldi annarra galla Fyrir utan alvarlegustu gallana er það helst að í þessum drögunum er ekki nægjanlega skýrt hvað skal bóka en varla er minnst einu orði á bókanir í gerðabók. Það kom ansi skýrt fram við rannsókn á framkvæmd kosninga og talningu atkvæða í Norðvestur 2021 að bókunum var mjög ábótavant. Það eitt ætti að nægja til að sýna nauðsynleika þess að bóka í gerðabók, í mörgum tilfellum er verið að gefa kjörstjóra heimild til að neita kjósanda um að greiða atkvæði, að slíkt yrði ekki bókað er óásættanlegt. Auk þess yrði útilokað að uppfylla ákvæði kosningalaga um aðkomu umboðsmanna að talningu atkvæða, um það og fleira má lesa í umsögn sem undirritaður sendi inn. Þetta er alveg nógu erfitt nú þegar Hafandi nokkra reynslu af kosningaeftirliti get ég staðfest að það eftirlit er nú þegar mikil áskorun og að ábendingar um frávik frá reglugerðum eru allt of oft hundsaðar af lögreglu og ákæruvaldi sem þau frávik eiga að rannsaka, þrátt fyrir að vísað sé í skjalfesta framkvæmd á kosningum líkt og var í Norðvestur 2021 sem liggur fyrir að fór gegn ákvæðum þágildandi laga og sem um giltu refsiákvæði. Þá er varla á flækjustigið bætandi fyrir umboðsmenn. Það er auk þess enn margt í kosningalögum sem einhverra hluta vegna hefur ekki verið lagað þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Atkvæðavægi er mjög skakkt sérstaklega hvað Suðvesturkjördæmi varðar, uppbótarþingmenn eru allt of fáir, uppkosningarákvæði eru meingölluð og svo má lengi telja. Á meðan svo er þá verðum við að vanda okkur við reglugerðir og tryggja að þær styðji eftirlit umboðsmanna frekar en hindri. Að þessu öllu sögðu hlýtur samt að vera algjört lágmark að þær standist stjórnarskrá! Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun